Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 75
75
Skv. 4. gr.samningsins skal ríkissjóður greiða árlega 52,7 m.kr., verðbættar miðað við
meðalhækkun launa ríkisstarfsmanna skv. mati Hagstofu Íslands frá 1998.
Samkvæmt reiknilíkani þjóðkirkjunnar var í upphafi stuðst við launavísitölu opinberra
starfsmanna og bankamanna. Frá og með árið 2005 hefur Hagstofan haldið úti sérstökum
vísitölum fyrir opinbera starfsmenn annars vegar og ríkisstarfsmenn hins vegar.
Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu var samkomulag milli samningsaðila að halda
sig við vísitölu opinbera starfsmanna allra og þá var einnig samkomulag um að skoða
breytinguna milli ára út frá vísitölu 2. ársfjórðungs hvers árs.
Við nánari skoðun á líkani Biskupsstofu var miðað við vísitölu opinberra starfsmanna
til ársins 2010, árin 2011 og 2012 er miðað við aðra vísitölu en launavísitölu opinberra
starfsmanna og ríkisstarfsmanna, og frá og með 2013 hefur verið miðað við launavísitölu
ríkisstarfsmanna.
Tafla 5 sýnir þróun launavísitölu ríkisstarfsmanna og opinberra starfsmanna.
Tafla 5
Launavísitala ríkisstarfsmanna – 2. ársfjórðungur hvers árs (Heimild: Hagstofa Íslands)
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
Ríkis starfs-
menn - vísi tala 99,4 108,6 118,4 125,9 136,7 138,9 143,6 159,5 167,6 176,8 185,8
Hækkun milli
ára 9,3% 9,0% 6,3% 8,6% 1,6% 3,4% 11,1% 5,1% 5,5% 5,1%