Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 76

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 76
76 77 Í fimmtu grein samningsins er kveðið á um að ríkissjóður skuli árlega greiða 30 m.kr., verðbættar frá árinu 1998 miðað við verðlagsforsendur fjárlaga um hækkun annarra rekstrargjalda en launa. Fjölgi stöðugildum á Biskupsstofu vegna fjölgunar presta í samræmi við 3. tl. 3. gr. samningsins frá 10. janúar 1997, skal framlagið breytast um 1,4 m.kr. fyrir hvert starf. Á árinu 2015 er heildarfjöldi stöðugilda óbreyttur. Verðlagsforsenda annars rekstrarkostnaðar samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er 2,3%. Verðbættur rekstrarkostnaður prestsembætta og prófasta á árinu 2015 er áætlaður 64 m.kr. Samkvæmt 6. gr. samningsins skal árlegt framlag í fjárlögum til Kristnisjóðs svara til 15 fastra árslauna presta í fámennustu prestaköllunum samkvæmt úrskurði kjara nefndar. Á árinu 2015 er gert ráð fyrir 3,5% hækkun launa ríkisstarfsmanna skv. fjárlaga frumvarpi ársins. Reiknað framlag til kristnisjóðs miðað við 3,5% hækkun og margfaldað með 15 stöðugildum nemur því 113 m.kr. Í sjöundu grein samningsins er ákvæðu um sérframlög ríkisins til þjóðkirkjunnar. Um er að ræða styrki sem falla ekki undir 2.-6. greinar samningsins og koma fram í fjárlaga- frum varpi ársins 2015. Samkvæmt fjárlögum ársins 2015 námu sér fram lög samtals 21 m.kr. Í áttundu grein samningsins er umfjöllun um sértekjur þjóðkirkjunnar en þar segir m.a. að þjóðkirkjan beri fulla ábyrgð á sínum fjármálum, hagi sínum rekstri eins og þyki best hverju sinni og að framlag úr ríkissjóði sé óháð öðrum tekjum sem þjóðkirkjan kann að afla. KPMG telur að 8. gr. samningsins sé skýr um að ekki eigi að draga sértekjur frá til lækkunar á skuldbindingu ríkisins. Sértekjur þjóðkirkjunnar hafa því ekki áhrif við útreikning KPMG á skuldbindingu ríkisins fyrir árið 2015. Þegar hefur verið sent erindi til ráðuneytisins um niðurfellingu sértekna í fjárlögum vegna ársins 2016. Niðurstaða KPMG við yfirferð kirkjujarðasamkomulagsins við ríkið er að við útreikning á heildarframlagi úr ríkissjóði eru kostnaðarliðir reiknaðir samkvæmt 2. -7. gr. samningsins. Þá eru sértekjur ekki dregnar frá skuldbindingu ríkisins samkvæmt 8. gr. Heildarskuldbinding ríkisins er metin 2.093 m.kr. fyrir árið 2015 samkvæmt ákvæðum samningsins. Framlag frá ríkissjóði nam á sama tíma 1.580 m.kr. Mismunurinn nemur því 514 m.kr. Ágreiningur er innan kirkjuráðs um ábyrgð kirkjuráðs á kirkjujarðasamkomulaginu. Fjórir kirkjuráðsmenn telja að ábyrgðin liggi hjá kirkjuráðinu en forseti kirkjuráðs, sem er biskup Íslands, telur það álitamál. Vegna þessa ágreinings hefur kirkjuráð ákveðið að skipa þriggja manna nefnd lögfræðinga sem skila mun áliti á þessu ágreiningsmáli. Í nefndinni eru Pétur Kr. Hafstein fv. forseti Hæstaréttar og fv. forseti kirkjuþings, Gestur Jónsson hrl. og Trausti Fannar Valsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Ágreiningur þessi hefur haft truflandi áhrif á starfsemi kirkjuráðs. Rekstraráætlun 06-701 Þjóðkirkjan árið 2016 – forsendur Áætlaður fjöldi stöðugilda á Biskupsstofu og hjá Kirkjumálasjóði á árinu 2016 er 24 og er hann sambærilegur við árið 2015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.