Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 84

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 84
84 85 1. Með því að rækja eigið bænalíf og vaxa í andlegum skilningi (biðjandi). 2. Með því að boða kristna trú og -gildi, í opinberri umræðu á þeim vettvangi sem hentar hverju sinni (boðandi). 3. Með því að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna kærleika í verki (þjónandi). Nefndin leggur til þrjár meginbreytingar á starfsemi þjóðkirkjunnar sem verði þróuð áfram í samráði og samstarfi við þjóðkirkjufólk. I. Efling prófastsdæmanna Hluti þess fjárstjórnarvalds, sem nú er á hendi kirkjustjórnarinnar verði færður út í prófastsdæmin. Jafnframt fái prófastsdæmin verulegt sjálfstæði hvað varðar innri mál, s.s. útdeilingu fjármuna, embættaskipan og stjórnsýslu innan sinna vébanda. Skoðað verðu m.a. eftirfarandi: 1. Héraðsfundur hafi, innan löglegra marka, æðsta vald í málefnum prófastsdæmisins. 2. Hvert prófastsdæmi fái úthlutað ákveðnum fjölda embætta er greiðast samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu. Skiptingin yrði varanleg, þó þannig að embætti færist til eftir búsetuþróun. 3. Prófastsdæmi fái vald til að ákveða, þó með samþykki Kirkjuþings, hvernig embættum innan þess er fyrir komið. 4. Umsýsla með prestssetrum og kirkjujörðum verði færð til prófastsdæma ásamt fjármunum til viðhalds. 5. Breyta þarf skipan prófastsdæma og prófastar í fjölmennustu prófastsdæmunum gegni eingöngu embætti prófasts en verði ekki prestar í söfnuðum. Prófastar verði fulltrúar prófastsdæmisins og kosnir af prestum og fulltrúum sóknarnefnda. Samdar verði reglur um embættisgengi prófasta. II. Eftirlit og innri ferlar Kirkjuþing og biskupar móti stefnu kirkjunnar hverju sinni og setji markmið og staðla, sem séu raunhæfir og mælanlegir. Gert er ráð fyrir því að eftirlit með því hvernig gengur að ná viðkomandi stöðlum verði eitt meginhlutverk biskupa, sem skili árlega skýrslu til Kirkjuþings. Hér er í raun um hið hefðbundna eftirlitshlutverk biskupa að ræða, en það er fært til nútímahorfs og gert markvissara og skilvirkara. Jafnfram er gert ráð fyrir því að kirkjuþing fylgist með árangri í kirkjustarfi og axli aukna ábyrgð hvað það varðar. 1. Biskup og kirkjuráð: Gerir tillögur til kirkjuþings um markmið og staðla. Kirkjuþing þarf að samþykkja markmið og staðla sem skuli leitast við að ná. Staðlar þyrftu að mæla mikilvægustu þætti í starfsemi og taka til m.a. • Fjármála • Barna – og æskulýðsstarfs • Gæða • Sálgæslu og fullorðinsfræðslu • Virkni • Innri ferla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.