Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 84
84 85
1. Með því að rækja eigið bænalíf og vaxa í andlegum skilningi (biðjandi).
2. Með því að boða kristna trú og -gildi, í opinberri umræðu á þeim vettvangi sem hentar
hverju sinni (boðandi).
3. Með því að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna kærleika í verki (þjónandi).
Nefndin leggur til þrjár meginbreytingar á starfsemi þjóðkirkjunnar sem verði þróuð
áfram í samráði og samstarfi við þjóðkirkjufólk.
I. Efling prófastsdæmanna
Hluti þess fjárstjórnarvalds, sem nú er á hendi kirkjustjórnarinnar verði færður út í
prófastsdæmin. Jafnframt fái prófastsdæmin verulegt sjálfstæði hvað varðar innri mál, s.s.
útdeilingu fjármuna, embættaskipan og stjórnsýslu innan sinna vébanda. Skoðað verðu
m.a. eftirfarandi:
1. Héraðsfundur hafi, innan löglegra marka, æðsta vald í málefnum prófastsdæmisins.
2. Hvert prófastsdæmi fái úthlutað ákveðnum fjölda embætta er greiðast samkvæmt
kirkjujarðasamkomulaginu. Skiptingin yrði varanleg, þó þannig að embætti færist til
eftir búsetuþróun.
3. Prófastsdæmi fái vald til að ákveða, þó með samþykki Kirkjuþings, hvernig embættum
innan þess er fyrir komið.
4. Umsýsla með prestssetrum og kirkjujörðum verði færð til prófastsdæma ásamt
fjármunum til viðhalds.
5. Breyta þarf skipan prófastsdæma og prófastar í fjölmennustu prófastsdæmunum gegni
eingöngu embætti prófasts en verði ekki prestar í söfnuðum. Prófastar verði fulltrúar
prófastsdæmisins og kosnir af prestum og fulltrúum sóknarnefnda. Samdar verði
reglur um embættisgengi prófasta.
II. Eftirlit og innri ferlar
Kirkjuþing og biskupar móti stefnu kirkjunnar hverju sinni og setji markmið og staðla,
sem séu raunhæfir og mælanlegir. Gert er ráð fyrir því að eftirlit með því hvernig gengur
að ná viðkomandi stöðlum verði eitt meginhlutverk biskupa, sem skili árlega skýrslu til
Kirkjuþings. Hér er í raun um hið hefðbundna eftirlitshlutverk biskupa að ræða, en það
er fært til nútímahorfs og gert markvissara og skilvirkara. Jafnfram er gert ráð fyrir því að
kirkjuþing fylgist með árangri í kirkjustarfi og axli aukna ábyrgð hvað það varðar.
1. Biskup og kirkjuráð: Gerir tillögur til kirkjuþings um markmið og staðla. Kirkjuþing
þarf að samþykkja markmið og staðla sem skuli leitast við að ná. Staðlar þyrftu að
mæla mikilvægustu þætti í starfsemi og taka til m.a.
• Fjármála
• Barna – og æskulýðsstarfs
• Gæða
• Sálgæslu og fullorðinsfræðslu
• Virkni
• Innri ferla