Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 90
90 91
1. Kosningaréttur vígðra manna og kjörgengi þeirra: Áhersla á skýrleika og
samræmingu.
• Í núgildandi reglum er ekki samræmi milli kjörgengis og kosningaréttar, þ.e.
viðkomandi getur verið með kjörgengi en ekki kosningarétt. Nefndin telur að
betur fari á því að þetta verði samræmt.
• Þá telur nefndin einnig að þjónandi prestur eða djákni hjá íslenskum söfnuði
þjóðkirkjunnar erlendis sem er í föstu og launuðu starfi sem slíkur skuli bæði
hafa kosningarétt og kjörgengi.
• Þá vinnur nefndin að því að gera reglurnar skýrari varðandi það hverjir njóti
kosningaréttar og kjörgengis.
2. Uppbygging reglnanna: Áhersla á skýrari, aðgengilegri og einfaldari reglur.
• Að uppbygging reglnanna verði samfelldari og hver þáttur taki við af öðrum.
3. Atkvæðagreiðsla: Áhersla á einfalt fyrirkomulag.
• Núgildandi reglur eru þannig að þegar um það er að ræða að frambjóðendur
eru jafnmargir og sá fjöldi sem kjósa skal, skapast þær aðstæður þegar atkvæði
aðalmanna hafa verið talin og aðalmönnum raðað upp, að samanlögð atkvæði
(þ.e. sem aðal- og varamenn) allra varamanna eru jöfn, þar sem allir kjósendur
hafa annað hvort kosið viðkomandi sem aðal- eða varamann og því verður að
beita hlutkesti. Yfirkjörstjórn barst kæra að afloknum kosningum til kirkjuþings,
þar sem þetta atriði var kært. Féllst yfirkjörstjórn á það með kjörstjórn að
reglurnar væru óheppilegar hvað þetta atriði varðar, þ.e. þegar frambjóðendur
eru jafnmargir og sá fjöldi sem kjósa skal og að um annmarka á reglunum væri
að ræða. Nefndin er að skoða leiðir til þess að taka á þessu.
4. Rafræn kosning: Áhersla á öryggi og einfaldleika.
• Skoða þarf betur framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna kosninga.
f.h. nefndar um endurskoðun starfsreglna
nr. 301/2014 um kjör til kirkjuþings
Hjördís Stefánsdóttir.
(sign.)