Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Qupperneq 92
92 93
9. mál kirkjuþings 2015
Flutt af: Steindóri Haraldssyni, Birgi Rafni Styrmissyni, Birni Jónssyni, Elínborgu
Gísladóttur, Geir G. Waage, Jónínu Bjartmarz, Marinó Bjarnasyni, Ólafi Björgvini
Valgeirssyni, Ragnheiði Magnúsdóttur, Stefáni Magnússyni og Þórunni Júlíusdóttur
Að lokinni fyrri umræðu og lokinni umfjöllun í löggjafarnefnd var málið dregið til
baka.
Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til breytinga
á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997
1. gr.
Kirkjuþing 2015 beinir þeim tilmælum til innanríkisráðherra að hann flytji á Alþingi
eftirfarandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, sbr. 1. mgr. 10. gr. og 1. 2. og 3. mgr. 25. gr. sömu laga.
2. gr.
1 mgr. 10. gr. hljóði svo: Biskup Íslands hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar
og starfi hennar í landinu. Hann fylgir eftir reglum er kirkjuþing setur, samþykktum
kirkjuþings og markaðri stefnu þess og prestastefnu og hefur ákvörðunarvald um einstök
mál, nema þau heyri undir önnur stjórnvöld þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum þessum.
3. gr.
1. mgr. 25. gr. hljóði svo: Kirkjuráð er skipað fimm mönnum, tveimur guðfræðingum
og þremur leikmönnum, sem kirkjuþing kýs og skulu varamenn kosnir með sama hætti.
Að lokinni kosningu til kirkjuráðs kýs kirkjuþing formann og varaformann ráðsins úr
hópi þeirra sem kosningu hlutu. Kosið skal í kirkjuráð á fyrsta kirkjuþingi að aflokinni
kosningu til kirkjuþings. Kirkjuráðsmenn sitja þar til nýtt kirkjuráð hefur verið kjörið.
Kirkjuráð ber ábyrgð gagnvart kirkjuþingi skv. 23. gr. þessara laga.
4. gr.
2. mgr. 25. gr. hljóði svo: Forseti kirkjuþings og biskup Íslands hafa rétt til setu í kirkjuráði.
Þeir hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt .
5. gr.
3. mgr. 25. gr. hljóði svo: Lög þessi öðlist gildi við næsta kjör biskups Íslands.