Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 100
100 101
7. gr.
Kjörnefnd prestakalls.
Kjörnefnd prestakalls er kosin á aðalsafnaðarfundi til fjögurra ára í senn. Nefndin er
skipuð 11 fulltrúum að lágmarki og jafn mörgum til vara. Forfallist kjörnefndarmaður skal
varafulltrúi sömu sóknar taka sæti hans í kjörnefndinni. Varafulltrúar taka sæti samkvæmt
þeirri röð sem þeir voru kosnir. Ef fjöldi sóknarbarna í prestakalli 16 ára og eldri, miðað
við 1. desember næstliðinn er meiri en tvö þúsund skal bæta við tveimur fulltrúum í
kjörnefndina fyrir hvert byrjað þúsund umfram tvö þúsund. Hver kjörnefndarmaður fer
með eitt atkvæði. Ef fleiri en ein sókn er í prestakalli skal tryggt að hver sókn eigi að
lágmarki einn fulltrúa. Að öðru leyti skal ákvarða fjölda fulltrúa hverrar sóknar í kjörnefnd
í hlutfalli við fjölda sóknarbarna í prestakallinu, 16 ára og eldri miðað við 1. desember
næstliðinn.
Biskupsstofa veitir upplýsingar um fjölda kjörmanna hverrar sóknar í kjörnefnd
prestakalls.
Prófastur er formaður kjörnefndar, stýrir störfum hennar, fundum og er í fyrirsvari fyrir
nefndina. Prófastur hefur ekki atkvæðisrétt nema þegar kjörinn er héraðsprestur.
Allir fundir kjörnefndar skulu bókaðir og staðfestir af fundarmönnum. Þá skal
kjörnefnd gæta þess að varðveita gögn er varða starfsemi hennar. Um vörslu þessara gagna
skal fara í samræmi við gildandi lög hverju sinni. Kjörnefnd velur ritara.
Sé presti ætlað að þjóna í fleiri en einu prestakalli skulu kjörnefndir í þeim prestaköllum
sameinaðar í eina kjörnefnd. Prófastur er formaður hinnar sameinuðu kjörnefndar og
gilda um störf hennar sömu reglur og um kjörnefndir prestakalla eins og við getur átt.
Umboð sameinuðu kjörnefndarinnar fellur niður þegar nefndin hefur lokið störfum.
Sé presti ætlað að þjóna prestakalli að hluta og embætti héraðsprests að hluta, skal
kjörnefnd prestakalls og héraðsnefnd sameinaðar í eina kjörnefnd undir formennsku
prófasts. Umboð sameinaðrar kjörnefndar fellur niður þegar nefndin hefur lokið störfum.
Um hæfi kjörnefndarmanna fer eftir ákvæðum II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Í stað þeirra sem segja sig frá kjöri eða sem kjörnefndin úrskurðar vanhæfa, skal skipa
varamenn viðkomandi kjörnefndar. Sé prófastur vanhæfur skipar biskup varamann hans.
Prófastar fylgja því eftir að kjörnefndir séu kosnar samkvæmt reglum þessum og að
ávallt sé til staðar sá fjöldi aðalmanna og varamanna sem áskilið er.
8. gr.
Störf kjörnefndar prestakalls.
Biskup sendir kjörnefnd og/eða héraðsnefnd öll gögn er varða umsækjendur.
Eftir að öll gögn um umsækjendur hafa borist kjörnefnd, skal formaður eins fljótt og
kostur er, boða skriflega til nefndarfundar með a.m.k. viku fyrirvara.
Að fenginni niðurstöðu matsnefndar, sbr. 6. gr., boðar kjörnefnd þá umsækjendur, sem
matsnefnd hefur metið hæfasta, til viðtals.
Hafi kjörnefnd náð samstöðu um að óska ekki eftir þjónustu matsnefndar, sbr. 2. gr.,
metur kjör nefnd hæfni umsækjenda og velur þá umsækjendur sem hún boðar til viðtals.
Kjörnefnd getur eftir atvikum boðið umsækjendum að sýna fram á hæfni til helgihalds,