Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 101

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 101
101 boðunar og sálgæslu auk leiðtoga- og samskiptahæfni. Kjörnefnd er heimilt að óska þess að umsækjendur messi, prédiki, kenni eða haldi fyrirlestur. Gæta ber jafnræðis milli umsækjenda í viðtölum, s.s. varðandi spurningar. Þeim prestum sem áfram þjóna í prestakallinu skal boðið að tjá sig við kjörnefndina um umsækj endur, sem valið skal á milli, séu þeir sjálfir ekki meðal umsækjendanna. Allt fram að kjöri er umsækjanda heimilt að draga umsókn sína til baka. Kjörnefnd kýs sóknarprest eða prest úr hópi þeirra sem matsnefnd hefur talið hæfasta til að gegna viðkomandi prestsembætti. Hafi matsnefnd ekki starfað kýs kjörnefnd sóknarprest eða prest úr hópi umsækjenda. Sá umsækjandi telst hafa hlotið kosningu í prestsembætti sem hlýtur meirihluta greiddra atkvæða í leynilegri kosningu á kjörnefndarfundi. Ef enginn fær svo mörg atkvæði skal kosið að nýju um þá tvo sem flest atkvæði fengu. Falli atkvæði jafnt, ræður hlutkesti. Formaður kjörnefndar tilkynnir biskupi svo fljótt sem verða má niðurstöðu kosningar kjörnefndar. Verkefni biskups við veitingu prestsembættis. 9. gr. Biskup skipar þann umsækjanda í embætti sem meirihluti kjörnefndar hefur kosið og kynnir umsækjendum niðurstöðuna samkvæmt 40. gr. laga nr. 78/1997. 10. gr. Biskupi Íslands er heimilt að ákveða að í prófastsdæmum starfi héraðsprestar. Biskup skipar héraðsprest og leggur til grundvallar vali sínu umsögn matsnefndar og tillögu héraðsnefndar. 11. gr. Biskup Íslands skipar í embætti sérþjónustupresta þjóðkirkjunnar að fenginni niðurstöðu matsnefndar enda sé í umsóknarferlinu tryggð aðkoma fulltrúa þeirra sem viðkomandi þjónustu varðar. 12. gr. Telji biskup að verulegur formgalli sé á málsmeðferð kjörnefndar, getur hann ákveðið að skipa ekki í embættið og auglýsa það að nýju. Biskup setur leiðbeinandi reglur fyrir matsnefnd, kjörnefndir, héraðsnefndir og umsækjendur. 13. gr. Almenn prestskosning. Óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn prestkosning fari fram er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en hálfum mánuði eftir að prestakallið var auglýst laust til umsóknar. Kosið skal leynilega á milli umsækjenda.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.