Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 101
101
boðunar og sálgæslu auk leiðtoga- og samskiptahæfni. Kjörnefnd er heimilt að óska þess
að umsækjendur messi, prédiki, kenni eða haldi fyrirlestur. Gæta ber jafnræðis milli
umsækjenda í viðtölum, s.s. varðandi spurningar.
Þeim prestum sem áfram þjóna í prestakallinu skal boðið að tjá sig við kjörnefndina
um umsækj endur, sem valið skal á milli, séu þeir sjálfir ekki meðal umsækjendanna.
Allt fram að kjöri er umsækjanda heimilt að draga umsókn sína til baka.
Kjörnefnd kýs sóknarprest eða prest úr hópi þeirra sem matsnefnd hefur talið hæfasta
til að gegna viðkomandi prestsembætti.
Hafi matsnefnd ekki starfað kýs kjörnefnd sóknarprest eða prest úr hópi umsækjenda.
Sá umsækjandi telst hafa hlotið kosningu í prestsembætti sem hlýtur meirihluta greiddra
atkvæða í leynilegri kosningu á kjörnefndarfundi. Ef enginn fær svo mörg atkvæði skal
kosið að nýju um þá tvo sem flest atkvæði fengu. Falli atkvæði jafnt, ræður hlutkesti.
Formaður kjörnefndar tilkynnir biskupi svo fljótt sem verða má niðurstöðu kosningar
kjörnefndar.
Verkefni biskups við veitingu prestsembættis.
9. gr.
Biskup skipar þann umsækjanda í embætti sem meirihluti kjörnefndar hefur kosið og
kynnir umsækjendum niðurstöðuna samkvæmt 40. gr. laga nr. 78/1997.
10. gr.
Biskupi Íslands er heimilt að ákveða að í prófastsdæmum starfi héraðsprestar. Biskup
skipar héraðsprest og leggur til grundvallar vali sínu umsögn matsnefndar og tillögu
héraðsnefndar.
11. gr.
Biskup Íslands skipar í embætti sérþjónustupresta þjóðkirkjunnar að fenginni niðurstöðu
matsnefndar enda sé í umsóknarferlinu tryggð aðkoma fulltrúa þeirra sem viðkomandi
þjónustu varðar.
12. gr.
Telji biskup að verulegur formgalli sé á málsmeðferð kjörnefndar, getur hann ákveðið að
skipa ekki í embættið og auglýsa það að nýju.
Biskup setur leiðbeinandi reglur fyrir matsnefnd, kjörnefndir, héraðsnefndir og
umsækjendur.
13. gr.
Almenn prestskosning.
Óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn
prestkosning fari fram er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist
biskupi eigi síðar en hálfum mánuði eftir að prestakallið var auglýst laust til umsóknar.
Kosið skal leynilega á milli umsækjenda.