Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 115

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 115
115 Þá er lagt til að ákvæði um stöðu kirkjuþings verði gert skýrara þannig að ekkert fari milli mála að þingið fari með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar nema lög mæli sérstaklega annan veg. Einnig er lagt til að það skref verði stigið strax að fjárstjórnarvald færist til kirkjuþings, enda eðlilegt að handhafi æðsta valds innan kirkjunnar stýri þeim fjármunum sem ætlaðir eru til rekstrar kirkjunnar. Orðalag tillagna þessara styðst við orðalag frumvarps þess sem lagt var fram á kirkjuþingi 2012. Um einstök ákvæði Um 1. gr. Lagt er til að brott falli ákvæði 1. ml. 1. mgr. 16. gr. þjóðkirkjulaga en 1. ml. ákvæðisins er svo hljóðandi: „Vígslubiskupar skulu vera tveir með aðsetur á hinum fornu biskupsstólum, í Skálholti í Biskupstungum og á Hólum í Hjaltadal.“ Um 2. gr. Lagt er til að ákvæði 19. gr. laganna falli brott. Ákvæðið er svo hljóðandi: „Biskup Íslands skal kalla vígslubiskupa til fundar svo oft sem þurfa þykir og nánar skal kveðið á um í starfsreglum, sbr. 59. gr. Biskupafundur skal m.a. búa þau mál er varða kenninguna, helgisiði og helgihald í hendur prestastefnu og gera tillögur um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma til kirkjuþings, sbr. 50. gr.“ Um 3. gr. og 4. gr. Lagt er til að niðurlagi ákvæðis 1. mgr. 20. gr. verði breytt á þann veg sem greinir í tillögu þessari. Núgildandi ákvæði er svohljóðandi: „Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka“. Lagt er til að þess í stað segi: „nema lög mæli annan veg“. Er það mun skýrara og afdráttarlausara ákvæði en það sem nú er í gildi. Fer þá ekkert á milli mála að kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar, nema annað sé sérstaklega tekið fram með skýrum hætti. Í samræmi við þá hugsun að kirkjuþing fari með æðsta vald þjóðkirkjunnar er rökrétt og eðlilegt að fjárstjórnarvaldið sé um leið skilgreint sem eitt af ábyrgðarsviðum þingsins en vart er unnt að hugsa sér að stjórnvald fari með æðsta vald en hafi ekki fjárstjórnarvald. Annars væri um mótsögn að ræða. Eðlilegt er og í samræmi við löggjöfina að öðru leyti að kirkjuþing setji starfsreglur um tilhögun fjárstjórnarvaldsins. Þá er í því sambandi eðlilegt að fella brott 2. mgr. og 3. mgr. 27. gr. laganna til að tryggja að fjárstjórnarvaldið færist að öllu leyti til kirkjuþingsins. Um 5. gr. Lagt er til að ákvæðið verði fært í átt til þess sem frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum mælir fyrir um. Þar segir í skýringum við ákvæði 20. gr. frumvarpsins um embættisgengi: „Efnisatriði þessarar greinar koma fram í 38. gr. núgildandi laga. Ekki er lengur talað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.