Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 118
118 119
annast afmörkuð verkefni. Hafi þau verkefni í för með sér fjárútlát, skal kirkjuráð tryggja,
að nægt fé sé á hverjum tíma lagt af tekjum kirkjunnar, skv. 7. gr., til að annast þær greiðslur.
Undirritun meirihluta fulltrúa kirkjuráðs skuldbindur þjóðkirkjuna við meiriháttar
samningsgerð eins og við sölu fasteigna.
Einungis kirkjuráð getur veitt prókúruumboð.
5. gr.
Við 7. gr. bætist þrjár nýjar málsgreinar, 2., 3. og 4. mgr., svohljóðandi:
Kirkjuráð hefur yfirumsjón með ráðstöfun þess fjár, innan lögmætra marka, sem
árlega rennur til kirkjunnar sem gagngreiðsla íslenska ríkisins á grundvelli samninga um
kirkjueignir og prestssetur, og íslenska ríkið ráðstafar ekki til launagreiðslna á hverjum
tíma samkvæmt þeim samningum.
Kirkjuráð hefur yfirumsjón með ráðstöfun fjár, innan lögmætra marka, sem þjóðkirkjan
aflar með frjálsum framlögum, eða fjár sem rennur með öðrum hætti til þjóðkirkjunnar,
frá opinberum aðilum, en tilgreint er í 1. og 2. mgr.
Kirkjuráð hefur yfirumsjón með fasteignum þjóðkirkjunnar.
6. gr.
Við 17. gr. bætist ný mgr. svohljóðandi:
Kirkjuráð getur ákveðið að halda lokaða fundargerðarbók fyrir málefni sem falla undir lög
um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000.
7. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast þegar gildi.
Athugasemdir með tillögu þessari.
I. Inngangur.
Frumvarp þetta er samið á vegum löggjafarnefndar kirkjuþings að beiðni forsætis nefndar
kirkju þings í tilefni af álitsgerð Péturs Kr. Hafstein, fyrrverandi hæsta réttar dómara og
forseta kirkjuþings, Gests Jónssonar hrl. og Trausta Fannars Valssonar, dósents við laga-
deild Háskóla Íslands, dags. 12. febrúar 2016, um valdmörk biskups Íslands og kirkjuráðs
þjóðkirkjunnar en álitsgerðina rituðu þeir á grund velli erindis bréfs frá kirkju ráði, dags. 20.
nóvember 2015. Í bréfi forseta kirkju þings til for manns lög gjafar nefndar, dags. 11. mars
2016, segir að í álits gerðinni komi fram að starfsreglur um biskupsstofu og kirkjuráð bæði
vanti og eins að þær mættu vera skýrari. Þá var óskað eftir að lög gjafar nefndin tæki að sér
að vinna tillögur að starfsreglum um biskups stofu og kirkjuráð og að æskilegt væri að slíkar
tillögur yrðu lagðar fyrri kirkjuþings fund hinn 15. apríl 2016 væri þess nokkur kostur.
Fyrir liggur, samkvæmt álitsgerðinni að kirkjuþing hefur víðtækar heimildir skv. 59.
gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, til að setja starfsreglur
um stjórnun og starfshætti kirkjunnar og eru í gildi reglur kirkjuþings nr. 817/2000 um
kirkjuráð en engar reglur hafa verið settar sem skýra betur ábyrgð, völd og verkefni milli
biskupsstofu og kirkjuráðs.