Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 19.–21. apríl 2016 Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is Bakarameistari & Konditormeistari Allt frá konfektmola upp í fullbúna veislu Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002 SAMA VERÐ Í 8 ÁR! Linsur fyrir öll tækifæri 2500 kr. „Hingað koma engir peningar“ göngurnar standi verslun og ferða- þjónustu á svæðinu fyrir þrifum. Alla daga berast hjálparbeiðnir „Ég veit ekki hvað við höfum hang- ið hér í mörg ár í þeirri von og vissu að þessi vegur kæmi innan örfárra ára. En þau eru orðin ansi mörg,“ segir Ísak í Ásbyrgi í samtali við DV. Hann var þá staddur í búðinni, sem í fyrsta sinn í 41 ár var alveg lokuð yfir vetrartímann. Hann segir að fréttirnar um að samgöngubætur hafi verið slegnar út af borðinu – enn á ný – hafi verið þeim hjónum áfall. „Við erum tvö hérna í búðinni að reyna að hjálpa þeim útlending- um sem hingað koma; hleypa þeim á salerni og segja þeim til.“ Ísak segir ástand vega í sveitinni þannig að nánast hvern einasta dag, alla daga, berist hjálparbeiðn- ir frá ferðamönnum sem hvorki komast lönd né strönd. Lögregla og björgunarsveitir vísi á heima- menn. „Þetta er á hverjum einasta degi. Vegirnir eru á kafi.“ Hann segir tímaspursmál hvenær stórslys hlýst af. Mörg dæmi séu um að fólk hafi þurft að hafast við í bílum sínum yfir nótt í nístandi kulda – í þeirri trú að vegurinn verði ruddur daginn eftir. Á endanum freisti sumir þess að ganga til byggða. „Við erum atvinnulaus“ Ísak ber að undanfarin tvö ár hafi vegurinn úr Ásbyrgi að Dettifossi verið opnaður í júní. Í góðu ári sé orðið fært í maí. „Það er bullandi umferð alla daga í Mývatnssveit og fólk reynir að fara að Dettifossi og niður úr. Það er nefnilega enginn snjór í símanum,“ segir Ísak. Hann undrast slælegar merkingar um að vegirnir – að austan og vestan – séu ófærir. „Það stendur orðið „impassable“ – á einu tungumáli.“ Hann segir að oft sé það fólk frá Asíu sem lendi í vandræðum en einnig frá Evrópu. Ísak segist ekki verða var við þá gífurlegu fjölgun ferðamanna sem heimsæki Ísland – allavega ekki þar til umferð er hleypt á snemmsum- ars. „Við erum atvinnulaus núna, hjónin. Við stöndum hér og veit- um upplýsingar og hleypum fólki á klósett. Við reynum að fá bændur til að aðstoða fólk sem festir sig. En hingað koma engir peningar,“ segir hann. Fékk fimmtudagsmogga á mánudegi Hann undrast þá pólitík sem rekin er gagnvart svæðinu. Til viðbótar við stöðuna í vegamálum hafi dregið mjög úr póstþjónustu ný- lega. Þannig hafi hann ekki fengið póst nema í tvígang í síðustu viku en í þrígang hina vikuna. Mogga fimmtudagsins síðasta – í þeirri miklu fréttaviku - hafi hann til að mynda fengið á mánudegi. Út- varpsskilyrði séu slík að hann nái ekki FM útvarpssendingum nema ef hann keyri svolítinn spöl úti á þjóðveginn. Hann nái hvorki út- varpi í versluninni né inni hjá sér, nema með skruðningum ef hann stilli útvarpstækinu upp við síma- inntakið og noti það sem magnara. Annars verður langbylgjan að duga. Ljósleiðari sé eitthvað sem ekkert bóli á. „Þetta er ekki eðlilegt – þetta er ekki hægt,“ segir hann og bætir við: „Ég er búinn að vera miður mín síðan ég fékk þessar fréttir.“ n 1 Hvaða sjónarmið réðu því að ákveðið var að slá Dettifossveg út af samgönguáætlun, en ekki önnur verkefni? 2 Hvenær mega heimamenn á Norðausturhorninu vænta þess að Mývatnssveitin og Öxarfjörður verði tengdur með heilsársvegi? 3 Hvernig samrýmist þessi ákvörðun því yfirlýsta markmiði stjórnvalda að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið allt? 3 Kópasker og Raufarhöfn eru byggðar-lög á lista Byggðastofnunar yfir brothættar byggðir. Hvernig samrýmist ákvörðunin þeirri viðleitni stjórn- valda að efla þessi viðkvæmu byggðar- lög? Ég tel þetta hrein svik og heimsku,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Norðausturkjördæmis, við DV. Hann hefur um árabil talað fyrir mikilvægi Dettifossvegar. Steingrímur segir að vegurinn hafi komið fyrst inn í myndina á sama tíma og Suðurstrandavegur, sem hafi klárast fyrir allnokkrum árum. „Hvernig í ósköpunum á að réttlæta að henda nú þessum vegi út og klára hann ekki? Það eru svik við þetta svæði, sóun á miklum fjármunum sem þegar eru komnir í veginn ofan frá og neðan frá,“ segir hann og vísar til vegarins að Dettifossi norðanmegin, auk þeirra framkvæmda sem standa yfir frá Ásbyrgi að Vesturdal. Eftir stendur kaflinn á milli Vesturdals og Dettifoss, sem lokaður er stærstan hluta ársins, á meðan nýjar framkvæmdir komi inn á vegaáætlun. „Þetta leiðir af þeim fáheyrðu vinnubrögðum þessar­ ar ríkisstjórnar að afgreiða enga samgönguáætlun ár eftir ár (enga á þessu kjörtímabili) en taka sér þess í stað vald til að skipta vegafé í fjáraukalög­ um, framhjá þinginu og framhjá því skipulagi sem vegalög gera ráð fyrir.“ Hann bætir við að ríkisstjórnin hafi svelt samgöngumálin. Allir sjái að innviðirnir, ekki síst vegirnir, séu að grotna niður. Þeir séu í engu ástandi til að anna þeirri umferð sem nú er orðin staðreynd. „Niður­ staðan er að frammistaða ríkisstjórnar Framsóknar­ flokks og Sjálfstæðis­ flokks er einhver sú versta í sögunni þegar kemur að samgöngu­ málum.“ Skipta vegafé fram hjá þinginu Steingrímur J. segir það hrein svik og heimsku, að klára ekki Dettifossveg Svör höfðu ekki borist frá Ólöfu Nordal þegar DV fór í prentun. Spurningar DV til Ólafar „Ég er búinn að vera miður mín síðan ég fékk þessar fréttir. Aðdráttarafl Dettifoss er kröftugastur fossa í Evrópu. Aðdráttaraflið er mikið en aðeins er fært að fossinum öðrum megin yfir vetrartímann, og þá bara ofanfrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.