Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 32
Vikublað 19.–21. apríl 201628 Sport
Stjörnu-
framherjar
Atletico
Madrid
n Alltaf maður í manns stað á Vicente Calderón n Þótt stjörnur fari koma nýjar sem skína
A
tletico Madrid hefur á
undanförnum árum stimpl-
að sig rækilega inn sem
eitt af bestu félagsliðum
Evrópu undir stjórn hins
argentínska Diego Simone. Liðið sló
Barcelona út úr Meistaradeild Evrópu
í síðustu viku, lið sem margir töluðu
um sem eitt besta félagslið sögunnar.
Í síðari leik liðanna skoraði franski
framherjinn Antoine Griezmann
bæði mörk Madrídinga í merkilegum
2-0 sigri á stórveldinu frá Katalóníu.
Griezmann hefur þegar þetta er skrif-
að skorað 29 mörk í öllum keppnum
fyrir Atletico og bætist hann við
langan lista af frábærum framherj-
um sem spænska félagið virðist alltaf
ná að grafa upp og láta blómstra í
fremstu víglínu á Vicente Calderón.
Margoft á umliðnum árum hefur
Atletico mátt sjá á bak stjörnufram-
herjum sínum, sem raðað hafa inn
mörkum fyrir félagið í lengri eða
skemmri tíma. En alltaf virðast for-
ráðamenn félagsins eiga svar þegar
stórliðin mæta með ferðatöskur full-
ar fjár til að kaupa þeirra bestu leik-
menn. Eftir tvær frábærar leiktíðir
er ljóst að mörg fjársterk félög munu
reyna að nappa Griezmann í sumar.
En eins og sagan sýnir, þá þarf það
ekki endilega að vera mikið áfall fyrir
Atletico.
Hér eru nokkur fræg dæmi um
frábæra framherja sem Atletico hefur
átt og misst, en alltaf náð að fylla í
skarðið með einum eða öðrum hætti
á umliðnum árum. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Sergio Agüero
Tímabil: 2006–2011 Leikir: 234 Mörk: 101
Atletico sló félagsmet sitt þegar það greiddi Independiente í Argentínu 20 milljónir
evra fyrir framherja sem nýorðinn var 18 og talinn var eiga möguleika á að verða næsti
Diego Maradona. Sergio Agüero mátti strax lifa við mikla pressu sem verðmiðanum
fylgdi og sýndi með sjö mörkum á sínu fyrsta tímabili að hann var enginn venjulegur 18
ára knattspyrnumaður. Á næstu fjórum tímabilum eftir það raðaði hann inn mörkum
og myndaði sérlega eitrað framherjapar með Diego Forlán.
Christian Vieri
Tímabil: 1997/1998 Leikir: 32 Mörk: 29
Ítalski markahrókurinn hafði vakið athygli á sínu fyrsta og eina tímabili með Juventus þegar
Atletico keypti hann 24 ára gamlan á 10 milljónir evra. Vieri sló samstundis í gegn, raðaði
inn mörkum og varð markahæsti leikmaður deildarinnar. Vieri stoppaði þó stutt við, eins
og vanalega. Eftir frábæra leiktíð og frammistöðu á HM 1998 var hann seldur til Lazio á 25
milljónir evra. Átti ári síðar eftir að verða dýrasti leikmaður sögunnar þegar Inter borgaði 49
milljónir evra fyrir hann.
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10 bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.