Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Qupperneq 21
Vikublað 19.–21. apríl 2016 Umræða Stjórnmál 21 „Down“ en ekki „out“ Friðjón Friðjónsson, almannatengill og einn eigandi KOM E ftir mótmæli, afsögn og núna leyfi er staða Sigmundar Davíðs sérkennileg. Tveir þingmenn hafa tekið fram hnífana, Frosti Sig- urjónsson og Karl Garðarsson, og komið með gagnrýni af tagi sem ekki hefur sést áður í þingflokki Framsóknar í garð Sig- mundar Davíðs. Þá hefur hann jafnframt fengið gagnrýni úr eigin kjör- dæmi. Harðasta gagnrýnin kom þó frá Akureyri en þar sækir Höskuldur „heppni“ sitt fylgi þannig að það er ekki hægt að segja að það séu fyrr- verandi stuðningsmenn formannsins sem hamast gegn honum. En það er ólíklegt að hnífar Frosta og Karls dugi í verkið, meira þarf til. Ef fleiri flokksmenn fara að snúast gegn honum, að maður tali ekki um varaformaðurinn, þá verður þetta mjög þungt fyrir Sigmund. Það er ekki ólíklegt að mál þróist þannig að það megi segja að Sigmundur sitji í skjóli Sigurðar Inga. En það ætti enginn að afskrifa Sigmund Dav- íð. Hann hefur sýnt það áður að hann er afgerandi stjórnmálamaður og er ýmislegt til lista lagt. Ef Sigmundur fylgir grunnreglum almanna- tengslanna og opnar mál sitt upp á gátt, sýnir að ekkert óeðlilegt hafi verið á ferð og allir skattar og gjöld hafi verið greidd er hægt að sjá fyr- ir sér sviðsmynd þar sem Sigmundur nær aftur vopnum sínum í að- draganda kosninga. Erfitt að sætta sig við samráðsleysi Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði S umt af því sem komið hefur fram undanfarnar vikur er storm- ur í vatnsglasi, en öðru er erfitt að líta framhjá. Það að forsætis- ráðherra skyldi ekki gefa upp hagsmuni eiginkonu sinnar sem kröfuhafa í þrotabú bankanna var dómgreindarbrestur. Það að skrá Wintris ekki í hagsmunaskráningu Alþingis 2009 voru einnig alvarleg mistök. En erfiðast er að sætta sig við leikina sem Sigmund- ur lék án samráðs við flokksfélaga sína, þá einkum þingflokkinn. Sá sem ekki treystir flokksfélögum sínum getur ekki búist við því að njóta trausts þeirra á móti, og traust er einfaldlega lykilatriði í stjórnmálum. Það má með réttu efast um að það auki trúverðugleika Framsóknarflokksins út á við að Sigmundur verði áfram í forystusveit. En það skiptir jafnvel meira máli að atburðir síðustu vikna, bæði fram komnar upplýsingar og viðbrögð við þeim, hafa skekið það traust sem nauðsynlegt er að almennir flokksmenn beri til formanns flokksins. Slíkan skaða er ekki auðvelt að laga eftir á. Þingmenn eiga mikið undir Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild HÍ Þ að hvort Sigmundur Davíð á afturkvæmt í stjórnmálin ræðst fyrst og fremst af afstöðu áhrifafólks innan Framsóknar- flokksins. Meti það stöðuna svo að það skaði fylgi flokks- ins að hann leiði Framsóknar- flokkinn áfram mun verða hart lagt að honum að segja af sér sem formaður. Kjörn- ir fulltrúar flokksins eiga til dæmis mikið undir því að há- marka fylgið því annars missa einhverjir þeirra þingsætin. Takist Sigmundi og stuðningsmönnum hans hins vegar að sannfæra framsóknarmenn um að of hart hafi ver- ið gengið fram gegn honum og að hann hafi enn mikinn kjörþokka fær hann annan séns. Hvort verður ofan á skýrist mjög fljótlega. En hætti Sigmundur sem formaður Framsóknarflokksins hættir hann jafnframt á þingi. Sjálfur virtist Sigmundur þess fullviss dagana eftir hinn fræga Kastljósþátt að honum myndi takast að skýra mál sitt gagnvart kjós- endum. Á kjörtímabilinu hefur honum þó ekki tekist sérlega vel að nýta sér fjölmiðla til styrkja ímynd sína. Ýmsir hafa líka orðið afhuga honum vegna þess að hann hefur átt það til að fríspila og hleypa málum í upp- nám. Nægir til dæmis að nefna að hann ráðfærði sig ekki við þingflokk- inn áður en hann hélt á fund forsetans til að óska eftir þingrofi. Allt bendir til óánægju innan flokksins Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við HÍ F lokkurinn getur auðvitað gert það sem hann vill en spurningin er hvort flokk- urinn muni ekki tapa á því að fara inn í kosningar með Sig- mund Davíð í formannssætinu. Skoðanakönnun sem Félagsvís- indastofnun gerði á dögunum sýndi að um þriðjungur þeirra sem hugðust kjósa Framsóknar- flokkinn vildi að Sigmundur segði af sér þingmennsku. Bara það bendir til þess að það gæti skaðað flokkinn hvað varðar fylgi ef hann verður áfram for- maður, og jafnvel ef hann verð- ur áfram frambjóðandi til þings. Við höfum séð flokksmenn koma fram síðustu daga sem hafa gagnrýnt Sigmund; Höskuld Þórhallsson og oddvita flokksins á Norðurlandi, svo dæmi séu tekin. Það að þeir komi fram opinberlega bendir eindregið til að það sé óánægja innan flokksins því sjaldnast tala menn nú svona opinskátt gegn formanni. Út frá pólitískri leikjafræði væri óráð á fara inn í kosningar með Sigmund sem formann. En þetta er auðvitað allt miðað við stöðuna í dag. Mögulega tekst Sigmundi að skýra mál sitt á næstu mánuðum og hreinsa borðið. Það er ekki hægt að útiloka það. M y n d R EU TE R S / Si g TR y g g U R a R i LÍFRÆN EGG nesbu.is Í FYRSTA SINN Á ALMENNUM NEYTENDAMARKAÐI NESBÚ EGG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.