Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 11
Vikublað 19.–21. apríl 2016 Fréttir 11 Leit að guLLskipinu hefst á ný með að ná samningi er að tryggja að 1667 ehf. fái í það minnsta upp í sinn kostnað. Gísli segir hins vegar að hópurinn sem stendur að verk­ efninu sé tilbúinn í ævintýrið og þeir treysti sér til að fjármagna möguleg vonbrigði. „En fyrsta skrefið er að fá fram afstöðu ríkisins til þessa máls.“ Tugir skipa strandað á svæðinu Fundur Gísla með Þórarni, sem vann við leitina í byrjun níunda áratugarins, er fyrst og fremst til að fara yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir. Það var nokkur eftir vænting hjá Þórarni vegna málsins. Það flækir þetta þó nokkuð að tugir skipa hafa strandað á svæðinu síð­ ustu aldir. „Þegar við verðum búnir að finna skipið þá taka við alveg nýjar spurningar og þeim höfum við ekki svarað enn. Ætlum við að grafa skipið upp og flytja það, eins og Vasa­skipið í Stokkhólmi, eða ætl­ um við að láta skipið liggja á sínum stað og gera fólki mögulegt að koma og skoða það? Eða ætlum við að sækjast eftir því að ná upp einstökum munum úr því? Þetta á allt eftir að ræða í samstarfi við ríkið og sérfræðinga.“ Forsaga málsins ætti ekki að vera til að hvetja Gísla. Árið 1965 töldu gullleitarmenn sig vera búna að finna skipið. Annað kom í ljós. Árið 1972 voru menn enn á ný nokkuð vissir um að gröf Het Wapen van Amsterdam væri fundin. Enn var gripið í tómt. Ellefu árum síðar voru menn enn á ný vissir um að skipið væri fundið. Í ljós kom skrokkur af þýskum togara sem hafði strandað á sandinum. n n Undirbúningur staðið í tvö ár n Alþjóðlegt teymi með nýjustu tækni n Gull, óskornir demantar, perlur, silfur, kopar og vín var hluti af farminum Mikið í fréttum Ótal blaðagreinar hafa verið s krifaðar um skipið og leitina á Skeiðarársandi. Tveir ævintýramenn Þórarinn og Gísli hittust á sunnudag til að fara yfir stöðu málsins. Þórarinn tók þátt í leitinni 1980 til 1983. Mynd EggErT SkúlaSon „Það segir okkur líka að farmurinn er ósnertur. Vonbrigði Framkvæmdir, sem ráðist var í við leitina 1983, voru mjög miklar. Hér töldu menn sig búna að finna skipið. Annað kom í ljós. Áþekkt skip Skipið Het Wapen van Amsterdam var eitt stærsta og tignarlegasta skip í flota Hollands á sínum tíma. Það var 50 metra langt og ellefu metra breitt. Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.