Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 50
Vikublað 19.–21. apríl 201646 Fólk „Engin að halda kjafti og vEra sæt“ Rósa Björk og María Lilja vinna að bók með ástarsögum nútímakvenna U m þessar mundir vinna vin- konurnar Rósa Björk Berg- þórsdóttir og María Lilja Þrastardóttir að bók með raunverulegum ástarsög- um íslenskra nútímakvenna. Bókin er væntanleg í byrjun sumars og er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á ástinni. „Við erum ekki komnar með nafn á bókina en vinnuheitið er Ástar- sögur íslenskra nútímakvenna. Ekki sögur af ástamálum langalangömmu þinnar heldur ástarsögur kvenna sem geta fundið út úr því að senda okkur „mail“. Þannig skilgreinum við nútímakonuna.“ Er mikilvægt að setja saman smásagnarit um ástamál nútíma- kvenna á Íslandi? Og hefur þetta verið ykkur hugleikið lengi? „Þetta er hugmynd sem er búin að vera með okkur í svolítinn tíma. Við eigum sjálfar fyndnar ástarsög- ur og vinkonur okkar eiga fyndnar sögur en núna var staður og stund til þess að gera þetta. Ég er búin að vera í fæðingarorlofi og það var kominn tími til að vinna einhver verkefni utan heimilisins. Þessi bók er bara jákvæð og því ekkert nema jákvætt að vinna að henni. Bókin verður vonandi spennandi kostur fyrir fólk til þess að taka með sér í fríið og ég held að bæði karlar og konur gætu haft gaman af því að lesa hana,“ segir Rósa Björk en þær stöllur eru komnar vel á veg með vinnuna og stefna á að í bókinni verði í kringum 100 sögur. Sjáum bara konfettí í sjónvarpi Vinkonurnar segja sögurnar í bók- inni ólíkar skálduðum ástarsögum því þessar eru raunverulegar og þar af leiðandi einlægari en margt af því sem við sjáum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi dagsdaglega. „Okkur fannst þetta góð hug- mynd en þegar við byrjuðum að auglýsa eftir sögum á Facebook, í hópum eins og til dæmis Beauty tips, þá fóru okkur að berast sög- ur sem sýndu hvað þetta var raun- verulega frábær hugmynd. Kon- ur eru svo einlægar og þegar sagan er ekki skálduð þá verður hún svo sönn. Við sjáum svo mikið kon- fettí í sjónvarpinu, í myndbönd- um og kvikmyndum. Samskipta- miðlar eru ekki endilega að hjálpa til enda hægt að filtera góðar para- myndir. En sögurnar sem við höfum fengið hingað til sýna líka leiðin- legu dagana sem koma hjá öllum inni á milli. Við sjáum sérstaklega að nafnleyndin sem við bjóðum upp á gerir að verkum að höfund- urinn er ekkert að skafa utan af því og segir líka frá pararáðgjöfinni og öðrum fylgifiskum sem oft tengjast ástinni. Ég held einmitt að af því að við bjóðum upp á nafnleynd þá séu konur oft reiðubúnari að vera ein- lægar og segja frá raunveruleikan- um.“ Rósa Björk og María Lilja eru almennt hrifnar af reynslusagna- forminu og segja svo margt fallegt við það þegar konur segja frá sinni reynslu. Stelpur gerendur í ástarsamböndum Konur virðast fúsar til þess að miðla af reynslu sinni enda hefur sögun- um rignt inn á netfang stelpn- anna að undanförnu. Ritstýrurn- ar segja að sögurnar sýni mikinn fjölbreytileika en líka að í þeim endurspeglist ákveðinn þráður sem mögulega einkenni ástamál nú- tímakonunnar og nefna sem dæmi hve miklir og meðvitaðir gerendur konur eru í ástamálum sínum í dag. „Við ákváðum að þetta yrðu bara sögur frá konum. Sú ákvörðun var tekin vegna þess að við erum miklir femínistar og okkur langaði að hafa þetta með fókus á konuna. Við vild- um leyfa konum að segja sína hlið og upplifun af ástinni. Svo hefur það komið í ljós að stelpur eru miklir gerendur í ástarsamböndum sínum sem gleður okkur því arfleifð okkar hefur viljað kenna konum að sitja á ballinu og bíða eftir því að vera boð- ið upp. En sögurnar sem við erum að sjá eru ekki þannig. Þar er engin að halda kjafti og vera sæt heldur eru höfundarnir miklir þátttakend- ur. Þetta vonum við að til dæmis ungar stelpur sjái og bara konur yf- irhöfuð og að þetta virki valdeflandi fyrir þær í ástamálunum þeirra.“ En hvernig hafa viðtökurnar ver- ið? Eru nútímakonur á Íslandi til í að segja sögur sínar? „Viðtökurnar hafa verið fram- ar öllum vonum. Við erum komn- ar með mjög margar og mjög ólík- ar sögur. Allt frá Tinder-sögum og æskuástum að vinkonuástarsögum og ástarsögum sem enda illa. En okkur langar í enn fleiri. Við kvíðum því mest að þegar bókin er komin út þá eigi margar eftir að koma til okkar og segjast eiga skondnar sög- ur sem hefðu verið fínar í bókinni. Við erum að taka við sögum þang- að til í byrjun maí og það má í raun- inni senda okkur sögur fram að því á astarsogur@gmail.com.“ Aðdáunin og áhuginn leynir sér svo sannarlega ekki í augum Maríu Lilju og Rósu Bjarkar en hefur þetta verkefni fengið þær til þess að skrifa sínar eigin sögur? „Já, við verðum báðar með sög- ur. Það væri nú svolítið erfitt að biðja fólk að senda inn ástarsögur þegar við getum ekki gert það sjálf- ar!“ n Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar María Lilja og Rósa Björg „Við eigum sjálfar fyndnar ástarsög- ur og vinkonur okkar eiga fyndnar sögur en núna var staður og stund til þess að gera þetta.“ Mynd SigTRygguR ARi „við erum komnar með mjög margar og mjög ólíkar sögur Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.