Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 33
Vikublað 19.–21. apríl 2016 Sport 29 Radamel Falcao Tímabil: 2011–2013 Leikir: 91 Mörk: 70 Atletico beið risavaxið verkefni sumarið 2011 að fylla skörð Agüero, sem seldur hafði verið til Manchester City á 45 milljónir evra, og Forlán, sem fór til Inter Milan. Það virtist nær ómögulegt. En í Portúgal hafði Radamel nokkur Falcao verið að raða inn mörkum fyrir Porto í tvö ár og var orðinn afar eftirsóttur. Stærstu félög Evrópu þorðu þó einhverra hluta vegna ekki að taka sénsinn og verðmiðinn fældi aðra frá. Atletico greiddi Porto 40 milljónir evra fyrir Falcao sem sló umsvifalaust í gegn. Mörk- unum rigndi, Atletico vann spænska bikarinn, UEFA- bikarinn og UEFA-Ofurbik- arinn með Falcao í fremstu víglínu. Hið nýríka franska félag Monaco greiddi síðan 60 milljónir evra fyrir hann sumarið 2013 og Atletico vant- aði enn á ný stjörnufram- herja. Antoine Griezmann Tímabil: 2014–enn hjá Atletico Leikir: 98 Mörk: 54 Enn á ný hafði Atletico misst sinn helsta markaskorara þegar félagið ákvað, sumarið 2014, að veðja á 23 ára Frakka sem slegið hafði í gegn hjá Real Sociadad tímabilið áður. Atletico greiddi hátt í 30 milljónir evra fyrir Griezmann sem sló samstundis í gegn og skoraði 25 mörk á sínu fyrsta tímabili. Hann er enn að og hefur leikið betur en nokkru sinni fyrr á yfirstandandi tímabili. Hefur skorað 29 mörk í 45 leikjum í öllum keppnum. Hvort Atletico takist að halda honum frá auðjöfrum knattspyrnuheimsins á eftir að koma í ljós, en eitt er víst; þeir eru sjálfsagt með eftirmann hans í handraðanum. Fernando Torres Tímabil: 2001–2007 Leikir: 244 Mörk: 91 Brotthvarf Hasselbaink var ekki eins mikið áfall og margir héldu því í unglingaliðinu átti Atletico einn Fernando Torres sem miklar vonir voru bundnar við. Þegar hann var aðeins 19 ára var hann orðinn fyrirliði Atletico og varð á sex ára tímabili að goðsögn á Vicente Calderón. Var síðan keyptur til Liverpool á um 25 milljónir punda árið 2007 þar sem hann sló rækilega í gegn. Torres er nú aftur kominn til Atletico á láni frá AC Milan og hefur skorað nokkur mikilvæg mörk. Diego Costa Tímabil: 2010/2011 og 2012–2014 Leikir: 135 Mörk: 65 Atletico hafði keypt Costa fyrst árið 2007 frá Braga en lánað hann út um allar trissur árin á eftir. Eftir að hafa selt hann til Valladolid 2009 var hann keyptur aftur sem varaskeifa fyrir Agüero og Forlán tímabilið 2010/2011. En þegar þeir voru horfnir og Falcao orðinn aðalmaðurinn náði Costa sér á strik og skor- aði 20 mörk í öllum keppnum tímabilið 2012/2013. En það var ekki fyrr en á því næsta, þegar Falcao var horfinn á braut, sem Costa blómstr- aði. Skoraði 36 mörk í öllum keppnum og var lykilmaður í liðinu sem óvænt vann spænsku deildina tímabilið 2013/2014 og komst í úrslitaleik Meistaradeildar- innar. Þá um sumarið var hann seldur til Chelsea á um 32 milljónir punda og hélt uppteknum hætti þar. Jimmy Floyd Hasselbaink Tímabil: 1999/2000 Leikir: 43 Mörk: 33 Hollendingurinn öflugi hafði átt tvö góð tímabil með Leeds á Englandi þegar hann var keyptur til Atletico sum- arið 1999 á 10 milljónir punda. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu og markafjölda þá tókst Hasselbaink ekki að forða Atletico frá falli það tímabilið. Fallklásúla í samningi hans gerði að verkum að Chelsea vann kapphlaupið um hann, greiddi 15 milljónir punda sem þá var hæsta verð sem Chelsea hafði greitt fyrir leikmann. Þar átti hann eftir að slá í gegn og mynda m.a. öflugt framherjapar með Eiði Smára Guðjohnsen. Diego Forlán Tímabil: 2007–2011 Leikir: 196 Mörk: 96 Forlán hafði slegið í gegn á þremur tímabilum sínum með Villareal á Spáni eftir misheppnaða dvöl hjá Manchester United. Var hann orðinn einn öflugasti framherji Evrópu þegar Atletico keypti hann sumarið 2007 á 21 milljón evra til að fylla skarð Torres og stilla upp með undrabarninu Agüero. Samstarf þeirra var gjöfult og mynduðu þeir eitt besta framherjapar Evrópu næstu tímabilin á eftir. Félagið vann meðal annars UEFA-bikarinn 2010. Þó að Torres væri að brillera á Englandi á sama tíma, voru fáir sem söknuðu hans með Forlán og Agüero í stuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.