Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 29
Vikublað 19.–21. apríl 2016 Fólk Viðtal 25
Hefur aldrei reiðst
banamanni systur sinnar
Óttaðist vin systur sinnar
Eins og hjá mörgum unglingum
leitaði hugur Hafsteins út fyrir land
steinana og hann hélt því til Banda
ríkjanna sem skiptinemi, 17 ára
gamall. Hann heimsótti þá meðal
annars Lindu, systur sína, sem á
þeim tíma var búsett í San Fransisco
og ákváðu þau að fara í skíðaferða
lag. Þetta var í febrúar 1991, fyrir
tíma farsímanna, og þegar systkinin
sneru til baka úr ferðalaginu biðu
þeirra skilaboð á símsvaranum. Þá
hafði móðir þeirra reynt að ná í þau
í marga daga.
„Við heyrðum röddina hennar
mömmu þar sem hún sagði að Haf
dís hefði fundist látin. Hún hafði þá
verið týnd í dágóðan tíma og enginn
vissi hvar hún héldi sig. Meira sagði
hún ekki,“ rifjar hann upp. „Við vor
um algjörlega dofin. Þetta var allt
saman svo súrrealískt.“
Á unglingsárunum hafði Hafdís
eignast vin sem var nokkrum árum
eldri en hún. Þau voru á tímabili
saman í skóla en Hafsteinn var 11
ára þegar þau kynntust. Vinur Haf
dísar átti við geðræn vandamál að
stríða og var vistaður á hinum ýmsu
stöðum þar sem að fá úrræði voru í
boði. Hann var reglulegur gestur á
heimili fjölskyldunnar í Kópavogi
og Hafsteinn minnist þess að hafa
snemma upplifað ógn af honum
þó svo að vinurinn léti aldrei bera á
geðfötlun sinni á áberandi hátt við
fjölskylduna.
„Ég á sterka minningu af
honum að koma gangandi niður
stigann heima og ég man að ég var
hræddur við hann. Mér leið ekki vel
í kringum þennan mann. Þetta var
vond tilfinning sem ég hef aldrei
getað útskýrt.“
Dag einn, í febrúar 1991, hafði
Hafdís farið að heimsækja vin sinn
sem þá var vistaður á sambýli fyrir
þroskahamlaða í Reykjavík. Einum
og hálfum sólarhring síðar fannst
lík hennar undir rúmi hans. Hún
hafði verið stungin, ótal sinnum.
Seinna meir við yfirheyrslur sagði
vinur Hafdísar að hann hefði reiðst
henni fyrir að heimsækja hann á
þriðjudegi en ekki fimmtudegi. Það
kemur örlítið hik á Hafstein áður en
hann rifjar atburðinn upp. „Hún var
stungin 29 sinnum og samkvæmt
skýrslum þá skilst mér að hann hafi
stungið hana fyrst nokkrum sinnum
og hún misst meðvitund og svo hafi
hún vaknað og beðið hann um hjálp
og þá hafi hann stungið hana meira.
Hann átti að vera undir fullri gæslu
fylgdarmanns en því var ekki fram
fylgt, af einhverjum ástæðum. Það
voru víst einhverjar framkvæmdir í
gangi þegar hún kom að heimsækja
hann og því var enginn sem sá hana
koma og enginn starfsmaður sem
vissi að hún væri þarna.“
Fann fyrir ótta
Fjölskylda Hafsteins var ósátt við
hvernig tekið var á málinu af hálfu
heilbrigðisráðherra á sínum tíma.
Banamaður Hafdísar var dæmdur
ósakhæfur og gripið var til þess ráðs
að vista hann í leiguíbúð í bænum
undir eftirliti fjölskyldu sinnar þar
sem engin önnur úrræði virtust
vera til og réttargeðdeild var ekki
tekin til starfa. Það þótti umdeilt
að setja svo óstöðugan mann undir
gæslu fjölskyldu sinnar en ekki fag
aðila og fjölskylda Hafsteins gagn
rýndi einnig harkalega hversu lítið
eftirlit hafði verið með manninum
þegar hann framdi ódæðið enda
augljóst að hann væri hættulegur
umhverfi sínu.
Linda, systir Hafsteins, sagði í
viðtali við Þjóðviljann árið 1991 að
fjölskyldan virtist vera algjörlega
réttlaus á meðan samúðin væri
öll hjá morðingjanum. „Ráðherra
talaði um í blöðum að maðurinn
væri að veslast upp í fangelsi en
auðvitað yrði heilbrigð manneskja
ekki síður eftir sig eftir að hafa
framið slíkan verknað á vini sínum.
Ég skil ekki hvernig hefur verið tek
ið á þessu máli,“ sagði Linda með
al annars í viðtalinu og sagði spurs
mál hvar ætti að draga línuna. „Af
hverju sendum við bara ekki alla
heim og gefum þeim annan séns?“
Hafsteinn fann fyrir vissum ótta
í kjölfar andláts systur sinnar, ótta
sem hann hafði ekki fundið fyrir
áður. Allt í einu var heimurinn
ekki lengur öruggur staður. „Það
var búið að kippa undan mér fót
unum. Ég hafði ekki lengur traust
haldreipi, það var ekki lengur hægt
að treysta því að lífið væri réttlátt
og sanngjarnt. Ég óttaðist að þetta
gæti komið fyrir hinar systur mín
ar, mömmu eða pabba eða þá mig.“
Hann ber ekki kala eða reiði til
mannsins sem drap systur hans.
„Reiðin beindist ekki að honum
og hefur aldrei gert. Það er ekki
hægt að kenna honum um það sem
hann gerði. Reiðin beindist að sam
félaginu því þar liggur ábyrgðin. Því
miður var þetta mál þaggað niður
og enginn var látinn sæta ábyrgð á
því að mjög alvarlega veikur maður
var vistaður á sambýli sem engan
veginn gat gætt hans, og þar að
auki var enginn að fylgjast með
honum þrátt fyrir það ástand sem
hann var í. Ráðamenn eiga að bera
ábyrgð og það eiga að koma til bæt
ur þegar samfélagið bregst á þenn
an hátt þótt auðvitað sé aldrei hægt
að bæta með peningum neitt þessu
líkt, það er þó lágmarks viðleitni og
viðurkenning á mistökum.“
Kúvending
Um vorið 1991, aðeins einum og
hálfum mánuði eftir andlát Haf
dísar, var Hafsteinn kominn aftur til
skiptinemafjölskyldunnar í Banda
ríkjunum og var að undirbúa sig
undir að fara á alvöru amerískt
lokaball, eða „prom“. Þá fékk hann
aftur fréttir frá Íslandi sem sneru
heiminum á hvolf. Hann fékk að
vita að faðir hans væri látinn, 62 ára
að aldri.
„Þetta var algjör kúvending,
þarna var öllu snúið á haus í mínu
lífi. Þetta var öðruvísi missir en
þegar Hafdís lést enda var sam
bandið hjá okkur pabba nánara,
hann var miklu meiri þátttakandi í
mínu lífi. Hann var algjörlega mín
stoð og stytta. Eftir að Hafdís dó
ákváðum við að það væri best fyr
ir mig að fara aftur út, lifa
lífinu, komast í annað um
hverfi og klára það sem
ég var að gera. En eftir að
pabbi dó þá kom ekkert
annað til greina en að fara
heim. Ég gat ekki verið
lengur í burtu frá fjöl
skyldunni.
„Pabbi fékk hjartaslag
og lést í svefni. Hann
hafði barist við veikindi
í ákveðinn tíma, krabba
mein, sykursýki og of háan
blóðþrýsting en það kom
samt algjörlega að óvörum
þegar hann lést svo snögg
lega. Síðasta skiptið sem
ég hitti hann var áður en
ég fór aftur út til Banda
ríkjanna. Þá var hann
rúmliggjandi og lá inni á
spítala og leit satt að segja
ekki vel út.“
„Pabbi var af þeirri
kynslóð manna sem var ekki mikið
að tjá sig um líðan sína þannig að
hann sagði mér ekki hvernig hon
um leið og hvað í raun amaði að
honum. Einhverra hluta vegna fann
ég það á mér að þetta gæti verið
okkar síðasta stund saman þannig
að ég fékk þörf fyrir að nota tæki
færið og láta allt flakka við hann. Ég
sagði honum hvernig mér leið, að
mér þætti vænt um hann og elskaði
hann. Ég hafði það sterkt á tilfinn
ingunni að ég þyrfti að gera það ná
kvæmlega þarna. Þó svo hann segði
ekki mikið á móti þá fann ég greini
lega að hann var sama sinnis,“
rifjar Hafsteinn upp en bætir við að
það hafi verið huggun harmi gegn
að vita til þess að faðir hans fékk
sína hinstu ósk uppfyllta. „Þegar
mamma spurði hann fljótlega eftir
að þau kynntust hvernig hann vildi
helst deyja þá sagðist hann vilja
ekkert frekar en fá að deyja í svefni
við hliðina á henni.“
Mikilvægt að skilja
aldrei í ósátt
Í febrúar 2007, þegar Íslendingar
kepptust við að hækka yfirdráttinn
í botn og kaupa flatskjái, neyddist
Hafsteinn til þess að kveðja móður
sína. Að hans sögn var aldrei hægt
að sjá á henni að hún hefði gengið í
gegnnum þær hörmungar að missa
bæði eiginmann og dóttur og jafn
framt að fást við hrörnunarsjúk
dóm. Enn og aftur var Hafsteinn
staddur í Bandaríkjunum þegar
hann fékk fréttirnar og flaug heim.
„Mamma, sem var bundin í
hjólastól frá því um sextugt, þurfti
að fara í uppskurð út af krabba
meini í hálsi. Hún fékk lungnabólgu
ofan í uppskurðinn og náði sér
aldrei á strik eftir það. Þetta gerðist
mjög hratt, það liðu ekki nema tvær
eða þrjár vikur.“ Hafsteinn segir það
hafa verið skelfilegt að horfa upp á
móður sína missa allan mátt í lík
amanum. „Þetta var barátta fram á
síðasta dag. Maður er einstaklega
varnarlaus í þessum aðstæðum.“
Þegar Hafsteinn greinir frá
þessu er óvenjumikið æðruleysi í
tón hans. „Ég hafði tækifæri til að
segja hvernig mér leið og náði að
skilja við þannig að ég var sáttur.
Það er mikil friðþæging.“ Hann
segir mikilvægt að skilja aldrei við
neinn í reiði eða ósátt. „Þú veist
aldrei hvort eða hvenær þú munt fá
símtal sem breytir öllu.“
Núllpunktur
Um miðjan janúar 2009, nokkrum
mánuðum eftir að brúnaþungur
Geir H. Haarde hafði beðið Guð um
að blessa Ísland, kom Hafsteinn
heim í þriðja skiptið frá Bandaríkj
unum þar sem hann hafði verið
að ljúka við lokaritgerð í meistara
námi og stóð fyrir framan bruna
rústir timburhúss sem hann átti á
Klapparstígnum. Það hafði verið
kveikt í því og það eina sem var eftir
var grunnur hússins.
„Þarna sat ég eftir með tölvuna
mína og einhverja hluti í ferðatösk
unni. „Þetta voru samt allt bara
einhverjir veraldlegir hlutir sem ég
missti. Það sem mér fannst eigin
lega sárast að sjá eftir voru ástar
bréf foreldra minna sem mamma
hafði látið mig fá með því skilyrði
að ég læsi þau ekki fyrr en þau væru
bæði fallin frá. Ég hafði ekki gefið
mér tíma í það.“
Hafsteinn segist þrátt fyrir allt
hafa fundið fyrir ákveðinni frelsis
tilfinningu við að missa allar sínar
eigur. „Þarna gat maður byrjað
upp á nýtt, þó svo að auðvitað væri
líka ákveðinn afkomuótti til staðar,
enda hrunið nýskollið á. Ég hafði
sankað að mér helling af dóti og
drasli í gegnum tíðina og geymdi
til dæmis átta eða níu svarta plast
poka fulla af fötum í húsinu því ég
gat ekki hugsað mér að losa mig við
þá af einhverjum ástæðum. Þarna
rann það upp fyrir mér að allt þetta
dót skiptir nákvæmlega engu máli
þegar upp er staðið.
Þarna breyttist viðhorf mitt
Fann fyrir ótta
Hafsteinn fann fyrir
vissum ótta í kjölfar
andláts systur sinnar,
ótta sem hann hafði
ekki fundið fyrir áður.
MyNd ÞorMar VigNir guNNarssoN
Ósátt við málalok Fjölskylda Hafsteins
var ekki sátt við þá meðferð sem bana
maður Hafdísar hlaut og sögðu augljóst að
hann væri hættulegur umhverfi sínu.
„Það var ekki
lengur hægt
að treysta því að
lífið væri réttlátt
og sanngjarnt
Glerborg ehf • Mörkinni 4, 108 Rvk. • S: 565 0000 • Opið 8-17 virka daga • www.glerborg.is
Fáðu þéR SvalaGleR FRá GleRbORG FyRiR SuMaRið
2291 árf ðregalgeps &nupílsrelg ,raggulg ,relG
2291 árf ðregalgeps &nupílsrelg ,raggulg ,relG
2291 árf ðregalgeps &nupílsrelg ,raggulg ,relG
Fáðu
tilboð!