Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 19.–21. apríl 201612 Fréttir Þ að sem stendur upp úr eru þrjú mjög slæm veð- ur í desember og mars,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veður fræðingur við Veð- urstofu Íslands. Veturinn sem nú er að renna sitt skeið var frem- ur kaldur miðað við það sem al- gengast hefur verið það sem af er öldinni, sérstaklega um landið norðaustanvert, að því er fram kemur í samantekt á vef Veðurstofu Íslands. fyrsti er á fimmtudag. Vet- urinn sem nú er að baki var nokk- uð frábrugðinn þeim síðasta, þó að hitastig hafi, á heildina litið, ver- ið sambærilegt. „Það var ekki sami aminn í veðrinu,“ segir Elín í sam- tali við DV. „Það var ekki oft sem allt varð ófært, svo dæmi sé tekið.“ Hlýrra í Reykjavík en í meðalári Á vef Veðurstofunnar kemur fram að meðalhiti í Reykjavík hafi á tímabil- inu frá desember og út mars verið 0,6°C. Meðaltal sömu mánaða frá ár- inu 1961 til ársins 1990 er 0,0°C en síðasti vetur var nokkuð kaldari. Á Akureyri var meðalhiti vetrar- ins -1,8°C og er það 0,1°C kaldara en meðaltal áranna 1961 til 1990. Í fyrrnefndri samantekt á vef Veður- stofunnar segir að úrkoma í Reykja- vík hafi í vetur verið í meðallagi. Úr- koma á Akureyri var hins vegar 30 prósentum meiri en í venjulegu ári. „Snjór var meiri en í meðalári. Al- hvítir dagar í vetrarmánuðunum fjór- um voru 59 í Reykjavík, sex dögum fleiri en að meðaltali 1971 til 2000, og 107 á Akureyri, 25 fleiri en að meðal- tali. Snjómagn var líka talsvert ofan meðal lags á báðum stöðum.“ Ísland á meginskilum kalds og hlýs lofts Veðurfar síðasta vetrar litaðist mjög af lægðum, sem gengu hver af annarri yfir landið. Þó að þrjú afar slæm veður hafi gengið yfir landið þennan veturinn var tíðni lægð- anna ekkert í líkingu við síðasta vet- ur. Elín segir tilviljanir skýra þennan mikla mun. Ísland sé statt á megin- skilum kalds og hlýs lofts á norður- hvelinu og brugðið geti til beggja vona hvar mörkin eru nákvæm- lega hverju sinni. „Ef við lendum á jaðri þess að vera á mörkum hlýja og kalda loftsins þá verða mikil átök í veðrinu,“ segir hún. Háloftavind- ar ráði því hvar mörkin liggja hverju sinni. Elín segir ekki tímabært að skýra þessar miklu sveiflur á milli ára með hlýnun jarðar. Spurð hvernig hún upplifi þetta vor segir Elín að það virðist víða hafa verið mildara en í meðalári. Hæð hafi undanfarna daga hafi bægt lægðum frá landinu. Hún tekur þó fram að árin frá 2012 hafi verið óvenju róstusöm. „Maður er svolítið búin að missa áttirnar gagn- vart því hvað telst eðlilegt,“ segir hún glaðbeitt. Hún bendir þó á að enn sé vetrarríki á norðurhelmingi landsins. Kuldi í kortunum Elín segir um framhaldið að kuldi sé í kortunum en að hún treysti sér ekki til að spá fyrir um veðrið lengra en langtímaspáin nær hverju sinni. Staðsetning Íslands geri að verkum að afar erfitt sé að spá fyrir um veðr- ið marga daga fram í tímann. Tíu daga spár, sem sums staðar sé hægt að finna, séu til að mynda afar mis- tækar. „Næsta vika ætlar að verða köld og það verður snjókoma fyrir norðan. Þar verður vetrarlegt um að litast. Ég myndi halda að sumar og vetur gætu frosið saman,“ segir hún við DV. n „Ég myndi halda að sumar og vetur gæti frosið saman. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Það var ekki sami aminn í veðrinu“ n Veturinn hlýrri en venjulega í Reykjavík n Þrjú afar vond veður en færri lægðir Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég hef verið að glíma við augnþurrk. Ég nota Thealoz gervitár af því mér finnst þau smyrja augun vel, þau eru með langvarandi virkni, unnin úr náttúrulegum efnum og þau eru laus við öll aukaefni sem mér þykir kostur. Heiðdís Björk Helgadóttir Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Tengibox og kaplar Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Kapalkefli 10m H05vv-F3G1,5mm 2.990 Rafmagnssnúra 25m H05vv F3G1,5 5.490 Einnig 15m kr. 3.190 10 mtr kr. 2.590 25mtr IP44 H07RN F3G1,5 kr. 7.790 Fjöltengibox IP44 H07RN F3G1,5 1,5 m snúra 1.990 Kapalkefli 50mtr H05vv-F 3G1,5mm 8.990 25mtr H05vv-F 3G1,5mm 6.190 25mtr H05vv F3G1,5mm 4.190 Rafmagnskefli Pro 25m H07RN-F 3G1,5mm 8.590 3 fasa rafmagnssnúrur 25m 32amp 5G4 19.900 einnig 25m 32Amp 5G6 24.990 & 63Amp 25m 5G10 29.990 Tengibox 1x32A- 1 x 16-4x230v 21.990 Tengibox 1x32A- 2x16-4x230 v 29.900 Veðurfræðingur „Maður er svolítið búin að missa átt- irnar gagnvart því hvað telst eðlilegt.“ mynd þoRmaR ViGniR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.