Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 36
Vikublað 19.–21. apríl 201632 Skrýtið 1 BlaðamaðurMeðallaun: 386 þús. kr. Vöxtur: -9% Með tilkomu internetsins hefur blaðaútgáfa verið á stöðugu undanhaldi undanfarinn áratug eða svo. Það hefur í för með sér fækkun starfa og þess vegna færri tækifæri. Tekjurnar minnka og launin haldast því í lágmarki. 2 SkógarhöggsmaðurMeðallaun: 365 þús. kr. Vöxtur: -4% Pappírsnotkun í heiminum fer hratt minnk- andi enda stafræn samskipti það sem tekið hefur yfir. Því hefur dregið úr skógarhöggi. Í ofanálag er vinnuumhverfið afar hættulegt og líkamlegt álag mikið. 3 SjónvarpsmaðurMeðallaun: 386 þús. kr. Vöxtur: -9% Starfið þykir illa borgað og álagið í vinnunni er mikið. Þá fer tækifær- um fækkandi samhliða hnignun hefðbundinnar dagskrárgerðar. Ekki bætir úr skák að frammistað- an í vinnunni er fyrir allra augum. 4 PlötusnúðurMeðallaun: 311 þús. kr. Vöxtur: -11% Útvarpsstöðvar berjast í bökkum úti um allan heim, enda hefur samkeppni vaxið hröðum skrefum. Plötusnúðar á útvarpsstöðvum hafa vikið fyrir lagalistum sem tölvur sjá um að spila. Þá eru launin áberandi léleg. 5 HermennskaMeðallaun: 291 þús. kr. Vöxtur: ? Starf í hernum er eitt það hættulegasta – og þess vegna það streitumesta – sem völ er á. Hermenn vita aldrei hvenær þeim verður falið að fara inn á svæði þar sem þeir eru í bráðri lífshættu. Starfið er auk þess illa borgað. 3 MeindýraeyðirMeðallaun: 319 þús. kr. Vöxtur: -1% Meindýraeyðar þurfa daglega að horfast í augu við og drepa dýr sem vekja óhug hjá öðrum, svo sem rottur, geitunga, snáka og köngulær. Þá þurfa þeir nær daglega að meðhöndla alls kyns eitur. Launin eru heldur ekki beysin. 7 AfgreiðslustarfMeðallaun: 225 þús. kr. Vöxtur: 7% Þrátt fyrir að vaxtarhorfur í smásölu séu ágætar getur afgreiðslustarfið verið bæði taugatrekkjandi og lýjandi, sérstaklega hjá þeim sem eru lægst settir. Launin eru skelfileg og álagið getur verið mikið. 8 AuglýsingasalaMeðallaun: 498 þús. kr. Vöxtur: -3% Samhliða hnignun hefðbundinna fjölmiðla verður starf auglýsingasala erfiðara með hverju árinu. Hafa þarf mikið fyrir hverri krónu enda eru launin oft árangurstengd. Starfið er í fyrsta sinn á meðal þeirra tíu verstu. 9 LeigubílstjóriMeðallaun: 241 þús. kr. Vöxtur: 13% Það hefur aldrei verið meira að gera hjá leigubílstjórum, jafnvel þótt samkeppni – á borð við Über – sé tiltölulega nýtilkomin. Starfið er afar streituvaldandi, vegna ná- lægðar við viðskiptavini og umferðarinnar, auk þess að vera illa borgað. 10 SlökkviliðsmaðurMeðallaun: 478 þús. kr. Vöxtur: 5% Starf slökkviliðsmanns getur verið rólegt, þegar verkefnin eru fá. Það getur hins vegar breyst með einni hringingu og starfsmað- urinn þarf að leggja líf sitt í mikla hættu. Starfið er afar krefjandi líkamlega og andlega. 10 verstu störfin A ð vera blaðamaður á dag- blaði er versta starf í heimi, samkvæmt úttekt careercast.com. Vefsíðan stendur árlega fyrir saman- burði á hinum ýmsu störfum miðað við tilteknar forsendur. Breyturnar eru vinnuumhverfi, tekjur, streita og vinnuöryggi. Við vinnsluna eru not- aðar tölur frá ráðuneytum banda- rískra stjórnvalda en 200 störf eru vegin og metin. Endalaust væri sjálfsagt hægt að karpa um hvort tiltekið starf er gott eða slæmt. Áhugasvið fólks eru sem betur fer fjölbreytt og ólík störf eiga misvel við það. Þannig á undirritaður blaðamaður bágt með að viðurkenna að starfið sem hann hefur gegnt síð- astliðin níu ár sé það versta í heimi. En þannig virðist það engu að síð- ur vera. Hér er farið yfir það hver tíu verstu störfin eru. Hafið hugfast að um er að ræða störf í Bandaríkjunum og að mánaðarlaun, sem hér eru birt í krónum, eru umreiknuð úr dollur- um, á gengi dagsins í dag. n baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.