Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 22
Vikublað 19.–21. apríl 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 22 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Tólf mannslíf A llt frá því Frans páfi settist á páfastól hefur hann vakið athygli fyrir óvenju röggsam­ lega framgöngu í mannúðar­ málum. Hinn aldni páfi er óþreyt­ andi að tala máli þeirra sem minna mega sín. Stundum hefur páfi jafnvel virkað ögrandi, eins og þegar hann skammaði Donald Trump og sagði hann varla geta talist kristinn mann vegna viðhorfa hans til innflytjenda. Þetta mjög svo kristilega inngrip páfa var velkomið innlegg í kosningabar­ áttuna vestanhafs þar sem öfgafullur maður sem hatast við innflytjendur og hefur takmarkað álit á konum nýtur gríðarlegs fylgis og á jafnvel möguleika á að komast í Hvíta hús­ ið og verða einn valdamesti maður heims. Það á að vera hlutverk þeirra sem trúa á kærleikann að benda á erindisleysi slíkra manna á valdastól og þá hættu sem af þeim getur staf­ að. Þar hefur páfinn staðið sig með prýði. Orð skipta máli og eftir því er tekið þegar heimsleiðtogi, eins og páfinn, stígur fram og minnir á mikil vægi náungakærleiks og gagn­ rýnir þá sem vilja reisa múra og loka landamærum. Enn er páfinn kominn í heims­ fréttir vegna afstöðu sinnar til mannúðarmála. Hann, eins og um­ heimurinn allur, hefur horft á neyð flóttamanna á grísku eyjunni Lesbos, og þangað fór hann í stutta heim­ sókn. Hann lét sér ekki nægja að blessa flóttamenn og viðhafa kær­ leiksrík orð heldur lét hann verkin tala á svo afdráttarlausan hátt að gjörð hans var fyrsta frétt í stærstu fjölmiðlum heims. Páfinn tók með sér heim til Vatíkansins tólf sýrlenska flóttamenn, þar af sex börn. Kær­ leiksverk páfa ætti að vera hinum pólitísku leiðtogum heims fordæmi, en þeir eru ekki líklegir til að fylgja í fótspor hans. Köld raunsæispóli­ tík nútímans rúmar sennilega ekki mikinn kærleik. Skilaboð páfans eru skýr: Við eigum að sýna náungakær­ leik í verki. Kaþólska kirkjan er íhaldssöm stofnun sem þeir sem kenna sig við frjálslyndi telja sig eiga litla samleið með. Um leið nýtur Frans páfi um­ talsvert meiri virðingar og aðdáun­ ar en þessi ævaforna stofnun. Sam­ kvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði ekki alls fyrir löngu hefur um­ heimurinn Frans páfa í hávegum. Jafnvel meirihluti trúleysingja hefur á honum mikið álit. Hann er vinsælli en helstu leiðtogar heims, ef marka má sambærilegar kannanir. Hin­ ir mjög svo ágætu þjóðarleiðtogar Barack Obama og Angela Merkel eru næst á eftir honum. Vatíkanið segir að heimsókn páfa til Lesbos sé ekki pólitísk heldur hafi verið í hana farið af mannúðarástæð­ um. Það er hins vegar pólitísk gjörð þegar páfi veitir flóttamönnum skjól. Páfinn bjargaði tólf manns frá eymd. Vissulega er það ekki há tala en það eru þó tólf mannslíf. n Kannski ekki rétt í starfið Ef ég fer héðan er ég vænt- anlega að fara á götuna Ég er ánægð með mig eins og ég er (oftast) Birgitta Jónsdóttir sækist ekki eftir forsætisráðherra embættinu – Lateline Ragnar Stefán Rögnvaldsson óttast um örlög sín ef Draumasetrinu verður lokað. – DV Ebba Guðný Guðmundsdóttir segir öfgar í mataræði engum til góða. – DV Bankasýslunni ekki þakkað Fáum dylst að það hefur andað köldu á milli Bankasýslu ríkis­ ins og bankaráðs Landsbankans að undanförnu vegna Borgunar­ málsins svonefnda. Meirihluti bankaráðsmanna, þar á meðal formaðurinn, tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs og sak­ aði Bankasýsluna um að veitast „harkalega að bankanum af óbil­ girni sem er síst til þess fallið að auka traust.“ Sögðu bankaráð­ mennirnir að Bankasýslan hefði „gengið skrefi of langt“ með því að krefjast þess að bankastjóran­ um yrði sagt upp störfum. Venju samkvæmt hefur for­ maður bankaráðs þakkað Banka­ sýslunni, sem heldur utan um 98% hlut ríkisins í bankanum, fyrir samstarfið þegar hann flytur ávarp sitt á aðalfundi. En ekki í þetta skiptið. Á aðalfundi bank­ ans í liðinni viku minntist Tryggvi Pálsson, fráfarandi bankaráðs­ formaður, ekkert á Bankasýsluna heldur þakkaði aðeins „Fjármála­ eftirlitinu og Seðlabanka Íslands fyrir góð og fagleg samskipti.“ Hópefli í fákaseli Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.Is | símI: 483 5050 Matur, drykkur og skemmtun Satt eða logið E ftirlitshlutverk Alþingis byggir á því að þingmenn veiti ráð­ herrum og framkvæmdavaldi nauðsynlegt aðhald. Það er hins vegar ekkert í lögum um ráð­ herraábyrgð sem segir til um ábyrgð ráðherra gagnvart Alþingi, ef hann greinir rangt frá, gefur þingmönnum og þinginu villandi upplýsingar eða leynir upplýsingum sem mikilvægar eru fyrir meðferð mála á Alþingi. Frumvarp í þessa veru var þó fyrst lagt fram árið 1993 og fyrsti flutn­ ingsmaður var Jóhanna Sigurðar­ dóttir. Mál í svipuðum dúr hefur oft verið lagt fram eftir það en ekki náð fram að ganga. Lög um ráðherraábyrgð Lög um ráðherraábyrgð eru að stofni til frá 1963 og hefur lítið verið breytt frá þeim tíma. Þau kveða á um ábyrgð ráðherra á stjórnarframkvæmdum og hvenær megi krefja ráðherra ábyrgð­ ar. Meginreglan er sú að það skuli gert ef ráðherra hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldis­ ins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrir­ sjáanlega hættu. Lög um ráðherraá­ byrgð taka hins vegar ekki sérstaklega til ábyrgðar ráðherra á að veita Al­ þingi réttar upplýsingar. Ein af ábendingum rann­ sóknarnefndar Alþingis um að­ draganda og orsakir falls íslensku bankanna var að Alþingi hafi ekki náð að rækja eftirlitshlutverk sitt með framkvæmdarvaldinu með nægilega öflugum hætti. Undir þetta tók þingmannanefndin sem fjallaði um skýrsluna. Lögð var áhersla á að auka sjálfstæði þingsins gagn­ vart framkvæmdarvaldinu og meðal annars lagt til að þingskaparlög, lög um ráðherraábyrgð og landsdóm yrðu endurskoðuð með þetta að leiðarljósi. Þingskapalög Við endurskoðun þingskapalaga í kjölfar vinnu þingmannanefndarinn­ ar 2010 var eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdarvaldinu styrkt til muna. Þar er meðal annars kveðið á um að ráðherra skuli leggja fram þær upplýsingar sem hann hefur aðgang að og hafa verulega þýðingu fyrir mat þingsins á máli sem er til meðferðar. Þessi skylda tekur til svara við fyrir­ spurnum frá alþingismönnum, við sérstakar umræður, við skýrslugerð, umfjöllun um þingmál og frumkvæð­ isathugun fastanefnda þingsins, hvort sem upplýsingagjöfin er að frum­ kvæði ráðherra eða samkvæmt beiðni þingsins. Í þingskapalögum er hins vegar ekki kveðið á um afleiðingar þess að upplýsinga skyldan sé virt að vettugi. Ekki er heldur fjallað sérstak­ lega um almenna sannleiksskyldu ráðherra í upplýsingagjöf til Alþingis. Heildarendurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð og landsdóm hefur ekki ennþá farið fram þrátt fyrir ein­ róma samþykkt Alþingis um að það skuli gera. Enginn vafi Það þyrfti að taka af öll tvímæli um að lög um ráðherraábyrgð taki til upplýsingagjafar ráðherra til Al­ þingis og að hann verði að sæta til­ greindum viðurlögum, brjóti hann þá skyldu. Ábyrgð ráðherra ætti að skapast annars vegar ef hann veitir Alþingi rangar eða villandi upplýs­ ingar og hins vegar ef hann leynir upplýsingum sem hafa verulega þýð­ ingu við meðferð máls á Alþingi. Slíkt ákvæði er í dönskum lögum um ráð­ herraábyrgð og í Noregi var almenn upplýsingaskylda ráðherra til Stór­ þingsins sett í stjórnarskrá árið 2007 og á sama tíma var lögð refsing við því ef ráðherra vanrækir þá skyldu í lögum um ráðherraábyrgð. Lýðræði Það er grundvallarforsenda lýðræðis að þjóðkjörnir fulltrúar hafi réttar upplýsingar til þess að byggja ákvarð­ anatöku sína á. Rangar upplýsingar geta hæglega leitt til þess að þingið komist að annarri niðurstöðu en ella. Skortur á upplýsingagjöf getur leitt til trúnaðarbrests milli þings og ráð­ herra eins og nýleg dæmi sanna hér á landi. Svo að Alþingi geti sinnt eftir­ litshlutverki sínu sem skyldi verða þingmenn að fá nægilegar, réttar og greinargóðar upplýsingar um þau mál sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Í niðurstöðum vinnuhóps um siðferði í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið var lögð áhersla á mikilvægi upplýstra skoðanaskipta og rökræðna fyrir aukið aðhald þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu. En við erum í vanda ef ráðherrar segja ekki satt og halda upplýsingum frá þinginu. Skýr ákvæði í lög skortir til að taka á þeirri stöðu hér á landi. n Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Kjallari „Skilaboð páfans eru skýr: Við eigum að sýna náungakærleik í verki. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.