Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Síða 38
Vikublað 19.–21. apríl 201634 Menning Geðraskanir, múmínálfar og ýmis önnur fyrirbæri n Þing norrænna fyrirbærafræðinga fer fram í HÍ n Björn Þorsteinsson útskýrir fyrirbærafræði Í lok vikunnar hittast hátt í hundrað fyrirbærafræðingar hvaðanæva að úr heiminum á þriggja daga málþingi í Háskóla Íslands. Þar munu þeir beita tækjum fyrir- bærafræðinnar á jafn fjölbreytta hluti og atvinnuviðtöl, geðraskanir, stríð og múmínálfana. Ólíkt flestum náttúrulegum vísindum tekur fyrirbærafræðin persónulega upplifun einstak- lingsins mjög alvarlega, lýsir henni nákvæmlega og rannsakar. Markmiðið er að skilja samband vit- undarinnar og fyrirbæranna í heim- inum út frá þessum grunni. Fyrir- bærafræðingurinn reynir að skilja eðli vitundarinnar, lögmál hennar og virkni, með því að skoða hvernig hin ólíku fyrirbæri heimsins birtast henni – og á sama tíma reynir hann að skilja eðli hlutanna sjálfra út frá því hvernig þeir sýna sig. Að vera til í heiminum „Fyrirbærafræði er ákveðin tegund af heimspeki sem er rannsókn á sambandi vitundarinnar og heims- ins, þar af leiðandi er hún rannsókn á því hvað það er að vera til í heim- inum,“ útskýrir Björn Þorsteinsson, lektor í heimspeki og stjórnarmað- ur í Norræna fyrirbærafræðifélaginu, sem stendur fyrir málþinginu í Há- skóla Íslands í vikunni. „Fyrirbærafræðingurinn spyr hvað vitundin sé, hvað það er að vera með meðvitund og vita af sér, hvað það er að vera sjálf og geta spurt spurninga um allt í heiminum, þar á meðal um sjálfan sig. Þessi rannsókn er alltaf líka rannsókn á þeim furðu- fyrirbærum sem ber fyrir vitundina, hvort sem það eru hlutir, tilfinningar, ímyndanir eða ranghugmyndir – bæði hversdagslegar upplifanir og þær sem eru á einhvern hátt sjúk- legar eða óvenjulegar.“ Björn útskýrir að nokkuð skýr aðferðafræði hafi mótast í megin- straumi fyrirbærafræðinnar, ákveðin leið til að rannsaka vitundarstarf- ið og samband vitundarinnar við heiminn. „Að einhverju leyti byrj- ar maður alltaf út frá sjálfum sér. En þar sem markmiðið er að finna það sem er almennt í vitundarlífinu þarf maður að setja til hliðar eigin fordóma og venjur. Aðeins þannig get- ur maður komist að einhverj- um skilningi á vitundinni al- mennt,“ segir Björn. Átti að vera grunnur fyrir hin hlutlægu vísindi Fyrirbærafræðin kom fyrst fram um aldamótin 1900 og var þýski heimspekingur- inn Edmund Husserl helsti frumkvöðull þessarar nýju stefnu. Markmið hans var að búa til sterkari grunn fyr- ir önnur vísindastörf með því að rannsaka reynsluna. Hann taldi alla vísindalega iðkun óhjá- kvæmilega byggja á reynslunni, en hins vegar hafi þessi grunnur ekki verið tekinn til nógu ítarlegrar skoðunar. „Þegar fyrirbærafræðin kom fram var hún tilraun til að búa í haginn fyrir vísindi sem gætu útskýrt allt á hlutlægan hátt. Brautryðjendum fyr- irbærafræðinnar sýndist það vera nauðsynlegt að taka hið huglæga svið, vitundina og starfsemi hennar, til nánari skoðunar. Þeir vildu reyna að greina hvernig hún virkaði, átta sig á því hvaða myndir hún gæti tek- ið á sig og hvernig samband hennar við heiminn væri,“ seg- ir Björn. „Þeir álitu að vitundin væri í sambandi við heiminn eftir ákveðnum brautum og vildu því kortleggja þessar brautir. Þetta voru til dæmis sjónskynj- un, heyrn, ímyndun, endur- minningar og væntingar.“ Aðr- ir þekktir hugsuðir sem fylgdu í fótspor Husserls og byggðu heimspeki sína að miklu leyti á hinni fyrirbærafræðilegu nálgun voru til dæmis Martin Heidegger, Jean-Paul Sartre, Simo- ne de Beauvoir og Maurice Merleau- Ponty. Hagnýting í samstarfi við önnur vísindi Björn segir að þó að Husserl hafi ekki endilega tekist að sannfæra vísindamenn um að grunnur fyrir- bærafræðinnar væri nauðsynlegur hafi greinin lifað góðu lífi og henni beitt á ólíkum sviðum. „Fyrirbærafræðin hefur sérstak- lega náð árangri í samvinnu við önnur svið vísinda, meðal annars hugfræði (e. cognitive science) og taugavísindi – en þau eru efnisleg greiningargerð fyrir starfsemi heil- ans og þar af leiðandi vitundarlífs- ins eða skynjunarinnar. Fyrirbæra- fræðin hefur þróast í ýmsar áttir og er meðal annars í stöðugri sam- ræðu við hin hlutlægu vísindi, til dæmis læknisfræði – og þá ekki síst geðlæknisfræðina. Hún hef- ur einnig átt í samræðu við hjúkr- unarfræðina, en hjúkrun snýst alltaf að öðrum þræði um líðan fólks og hvernig hægt sé að bæta hana. Þar af leiðandi er mikilvægt að huga að því hvernig hugur og líkami vinna saman og hvernig sú sambúð geng- ur,“ segir Björn og bendir á að nokkr- ir af aðalfyrirlesurum þingsins flétti fyrirbærafræðinni saman við önnur rannsóknasvið á þennan hátt. Shaun Gallagher, sem heldur opn- unarfyrirlesturinn, er þekktur fyrir að tengja saman fyrirbærafræði og tauga- vísindi, og Marianne Klinke, annar af aðalfyrirlesurum þingsins, er hjúkr- unarfræðingur sem hefur beitt fyrir- bærafræðinni í rannsóknum sínum. „Í erindi sínu fjallar hún um ástand sem nefnist gaumstol (e. hemispatial neglect) sem fylgir oft í kjölfar heilablæðingar,“ segir Björn. „Þá hættir fólk að taka eftir því sem er vinstra megin í skynsviði þess, jafn- vel þannig að það borðar ekki matinn sem er vinstra megin á disknum en heldur því samt fram að það hafi gert það – og bregst jafnvel ókvæða við ef því er bent á að svo sé ekki. Fyrir- bærafræðilegi vinkillinn er skoðun á því hvernig fólk upplifir það og lýsir því að vera með gaumstol.“ Atvinnuviðtöl og múmínálfar Fyrirbærafræðin hefur verið nokk- uð áberandi í norrænni heimspeki á undanförnum áratugum og hefur danski heimspekingurinn Dan Za- havi, einn stofnenda Norræna fyrir- bærafræðifélagsins, verið þar í farar- broddi. Áhersla hinnar norrænu fyrirbærafræði hefur oftar en ekki verið á hin hagnýtu tengsl fyrirbæra- fræðilegu aðferðarinnar við önnur svið vísinda. Þetta kristallast í þema mál- þingsins sem er Phenomenology and Beyond, eða Fyrirbærafræði og handan hennar. „Með þessum titli erum við að reyna að draga fram hvernig fyrir- bærafræðin getur nýst við greiningu á ólíkum hlutum, eins og sjá má á dagskránni. Þar eru bæði málstofur um mjög huglæga þætti – svo sem starfsemi sálarinnar – en svo eru líka málstofur um stríð og framtíð Evrópu, um tæknina og þátt henn- ar í veruleikanum, um atvinnuvið- töl, geðraskanir og múmínálfana.“ n Málþingið fer fram í Háskóla Íslands frá fimmtudegi og fram á laugardag. Frítt er inn og þingið er opið almenn- ingi. Nánari upplýsingar má meðal annars finna í atburðadagatali á vef Háskóla Íslands. Inngangur að fyrirbærafræði Fyrirbærafræði er ein af höfuðstefn- um heimspekinnar í samtímanum. Upphaf hennar má rekja til fyrstu ára 20. aldarinnar þegar Edmund Husserl tók að móta hugmyndina um fræðigrein sem rannsakar mannlega vitund og samband hennar við heiminn. Í bókinni Fyrirbærafræði, sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2008, gerir Dan Zahavi, prófessor við Kaupmanna- hafnarháskóla, grein fyrir helstu hugtökum, aðferðum og stefjum í fyrirbærafræði fyrr og nú, auk þess sem hann fjallar um helstu kenningar heimspekinga á borð við Heidegger, Sartre og Merleau-Ponty. Gaumstol Á málþingi Norræna fyrirbærafræðifélagsins verður meðal annars fjallað um gaumstol, ástand þar sem fólk hættir að taka eftir því sem er vinstra megin í skynsviði þess. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Fyrirbærafræði er rannsókn á sam- bandi vitundarinnar og heimsins, þar af leiðandi rannsókn á því hvað það er að vera til í heiminum. Nýjaland Gleði - Friður - Hamingja Heilunarskóli & ýmis námskeið Sími 517 4290 Heilsustofa - Heilunarskóli - Miðbraut 7 - 170 Seltjarnarnesi Erum á Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.