Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 19.–21. apríl 2016 „Hingað koma engir peningar“ n Ferðaþjónustubændur horfa á ferðamenn úr fjarlægð n Dettifossvegur út af vegaáætlun M aður veit ekkert hvernig maður á lengur að smæla framan í heim­ inn,“ segir Ævar Ísak Sigur geirsson, verslunar­ maður í Ásbyrgi, í samtali við DV. Á dögunum var tilkynnt að fyrirhug­ aðri vegatengingu á milli Detti­ foss og Ás byrgis hefði verið kippt út af Samgönguáætlun. Enn þurfa heimamenn í Öxarfirði og nágrenni því að horfa úr fjarlægð á ferða­ mannastrauminn yfir vetrartímann en um Mývatn og Dettifoss fer mik­ ill fjöldi allt árið um kring. Slóðin úr Ásbyrgi að Dettifossi, jafnt austan sem vestan megin Jökulsár á Fjöll­ um, er lokuð stærstan hluta ársins, eða frá fyrstu vetrarveðrum þar til snjóa leysir í lok maí eða júní. Engin vetrarþjónusta er á leiðunum austan og vestan megin árinnar. Hljóðið í ferðaþjónustubændum og verslunarmönnum við Öxarfjörð er þungt. Erlendum ferðamönnum, sem bóka gistingu, er oft, að sögn heimamanna, ókunnugt um ástand þeirra vega sem þeir sjá í GPS­tækj­ um sínum. Afbókanir þeirra sem ætla frá Dettifossi niður í Öxarfjörð – um 24 kílómetrar í beinni loftlínu – eru fremur regla en undantekn­ ing. Þannig segir Olga Gísladóttir, ferðaþjónustubóndi og sveitar­ stjórnarmaður í Norðurþingi, að af 30 sem bókuðu gistingu í desem­ ber, hafi tveir komið og gist. All­ ir aðrir hafi hringt og boðað forföll vegna ófærðar. Leiðin frá Detti­ fossi að vestanverðu, um Mývatn, Húsavík og Tjörnes, að Ásbyrgi í Öx­ arfirði telur 168,4 kílómetra. Þessu hafa ferðamenn sjaldnast gert ráð fyrir, þegar þeir hringja og afpanta gistingu undir kvöld. Hitti ráðherra í mars Olga segir að mikil óánægja sé með ákvörðun ráðherra. Biðin eftir vega­ úrbótum sé orðin ansi löng. Ferða­ þjónustan – sem ætti að vera ein helsta tekjulindin – líði mjög fyrir stöðu vegamála. Þannig hafi ferða­ þjónustan í Skúlagarði verið lokuð í vetur, afbókanir hafi verið svo tíðar að ekki hafi verið talið borga sig að hafa opið. Olga segist hafa hitt Ólöfu Nor­ dal innanríkisráðherra þann 18. mars síðastliðinn til að leggja á það áherslu að ljúka við vegatenginguna á milli Mývatnssveitar og Ásbyrg­ is. Ákvörðunin um að blása út af borðinu því sem áður hafði verið boðið hafi því komið henni alveg í opna skjöldu. „Þetta hefur áhrif al­ veg austur til Raufarhafnar.“ Hún nefnir að bæði Kópasker og Raufar­ höfn séu á lista yfir Brothættar byggðir, verkefni Byggðastofnunar til að hjálpa byggðum sem berjast í bökkum. „Það er skrýtið ef ríkis­ valdið er ekki með okkur í því. Hér binda menn miklar vonir við ferða­ þjónustu.“ Aftur jákvæðir fyrir kosningar? Í svipaðan streng tekur Benedikt Björgvinsson, sem rekur gistiþjón­ ustu á Kópaskeri og hefur gert um árabil. Hann kannast einnig við að fólk afbóki gistingu vegna lok­ aðra vega beggja vegna Jökulsár. „Maður finnur mun þegar þess­ ir gömlu vegir – sem lagðir voru í upphafi bifreiðaaldar – eru opnað­ ir. Þá eykst umferðin.“ Hann telur að opnun heilsársvegar úr Mývatns­ sveit og niður í Öxarfjörð myndi tví­ mælalaust auka umferð. „Það yrði kannski ekki mikið yfir háveturinn til að byrja með, en það munar um allt.“ Benedikt, sem var í stjórn ferða­ þjónustusamtakanna Norðurhjara, segir að þingmenn sem mætt hafi á samgönguráðstefnu sem félagið hélt í september í fyrra hafi verið mjög jákvæðir gagnvart fyrirhug­ uðum vegaframkvæmdum. „Ég veit ekki hvað hefur gerst hjá þeim þegar þetta var samþykkt. Þing­ menn verða örugglega aftur orðnir jákvæðir fyrir kosningar næsta haust. Þetta gufar upp þess á milli.“ Hann bendir á að ákvörðunin gangi þvert gegn þeirri stefnu að stuðla að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. Benedikt segist þó fagna fyrirhug­ uðum vegaframkvæmdum á þjóð­ vegi 85, sem liggur um Kelduhverfi að Bakkafirði. Það sé út af fyrir sig jákvætt en nægi ekki til að bæta upp fyrir vonbrigðin sem fylgdu Detti­ fossveginum. Hann segir að sam­ Ófært Eins og sjá má eru vegirnir sem tengja Mývatnssveit og Öxarfjörð, um Dettifoss, enn ófærir. Aðeins er fært að fossinum sunnan frá. Dettifoss er stjörnumerktur á myndinni. „Þingmenn verða örugglega aftur orðnir jákvæðir fyrir kosn- ingar næsta haust. Þetta gufar upp þess á milli. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Olga Gísladóttir Af 30 pöntunum í des- ember voru 28 afbókaðar, að sögn Olgu. „Við stöndum hér og veitum upplýsingar og hleypum fólki á klósett Verslunareigandinn Ísak segist vera orðinn langþreyttur á biðinni eftir veginum, sem myndi hleypa fólki niður í Ásbyrgi yfir vetrartím- ann. Mynd ÆVAr ÍsAk siGurGeirssOn S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.