Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 35
Vikublað 19.–21. apríl 2016 Lífsstíll 31 Hvernig sögur eru það? „Ég segi til dæmis frá því að ég reyndi í byrjun að fela óléttuna fyrir öðrum. Þegar ég var í boðum var fólk mikið að spyrja af hverju ég væri ekki að drekka áfengi. Þá tók ég upp þann sið að fá mér bara sódavatn í kok­ teilglasi með lime eða sítrónu og þá hættu allir að spyrja. Ég fjalla líka um alvarlegri hluti eins og depurð á með­ göngu, sem mér finnst merkilegt efni og þess virði að um það sé rætt.“ Fannst þú fyrir depurð á með- göngunni? „Já, um tíma gerði ég það. Það er sagt að frá þriðja til sjötta mánaðar meðgöngu séu frábærir af því þá finni maður ekki lengur til ógleði og líði vel. En ég upplifði það ekki, held­ ur var ég á þessu tímabili döpur og hafði áhyggjur af því hvernig myndi fara. Við það bættist samviskubit af því að mér skyldi líða svona og ekki vera í skýjunum yfir því kraftaverki sem mér var gefið og þá leið mér ennþá verr. Ég var að lesa mér til um það hvort þessar tilfinningar væru eðlilegar en fann ekki mikið. Mér fannst ég ekki vera eins og ég ætti að vera. Svo leið sú tilfinning hjá. Í bók­ inni skrifaði ég lítið innskot um þetta tímabil. Ef ég hefði heyrt einhvern annan segja að þessar tilfinningar væru ekki óeðlilegar þá hefði ég ver­ ið aðeins rórri. Það er erfitt að að­ skilja hvað eru hormón og hvað eru tilfinningar manns, þetta er svo sam­ ofið. Maður veit bara hvernig manni líður og hvað hjartað segir. Það er svo mikið ferðalag fyrir líkamann og alla tilveru manns að ganga með barn.“ Fær það besta af öllu Mia dóttir Anítu er tveggja ára gömul. Aníta er spurð hvort það hafi breytt henni að verða móðir. „Alveg tvímælalaust. Hjartað er orðið fimm sinnum stærra,“ segir hún. „Ég er miklu þolinmóðari en áður og fyrir­ gef fólki mun auðveldar. Eftir því sem maður lærir meira og upplifir meira því umburðarlyndari verður maður.“ Mia litla á íslenska móður, grískan föður og býr í Los Angeles. Hvernig gengur að blanda þessum ólíku menningarheimum saman í uppeldinu? „Ég held að hún fá það besta af öllu, vona það allavega. Fyrir mér er hún Íslendingur en hún fær líka margt fallegt úr grískri menningu. Við erum grískt­íslenskt heimili, skiptum hátíðunum til dæmis þannig að við erum með íslensk jól og gríska páska, sem eru stærsta há­ tíð Grikkja. Við skírðum Miu bæði í íslenskri og grískri kirkju sem var táknrænt. Við vildum að hún fengi þau skilaboð að hægt væri að taka allt það besta úr þeim menn­ ingarheimum sem maður kynnist og gera það að manns eigin. Mia er óskaplega skörp stelpa með ákveðnar skoðanir á öllu. Hún er að læra þrjú tungumál, tjáir sig vel og syngur mikið. Pabbi hennar tal­ ar grísku við hana og ég íslensku og svo talar hún ensku á leikskólanum. Hún hefur mikla ánægju af því að hátta bangsana sína og breiða yfir þá og syngur þá Sofðu unga ástin mín.“ Með hlutverk í mynd Herzog Aníta segist reyna að koma eins oft til Íslands og hún geti. „Ég hef reynt að koma tvisvar á ári en ferðunum hefur fækkað síðan dóttirin fæddist. Ég sakna Íslands mjög mikið. Í mínu starfi er erfitt að taka langt frí. Ég get kannski farið í burtu í viku nema ég hafi mjög gilda afsökun til að fara í lengri tíma.“ Aníta fer með hlutverk í nýjustu mynd hins virta leikstjóra Werners Herzog, Salt and Fire, en búist er við að myndin verði frumsýnd í vor. Um sam­ vinnuna við Herzog segir hún: „Það er mikil heiður að fá að vinna með Herzog. Það var óskaplega gaman að ganga inn í hans heim og vinna und­ ir leiðsögn hans. Hann hef­ ur mjög ákveðnar skoðan­ ir á því hvernig hann vill hafa hlutina. Mér finnst það frá­ bært. Oft kvartar fólk undan leikstjórum sem eru ákveðnir og kallar þá harðstjóra eða einræðisherra en það gef­ ur mér mjög mikið að vinna með leikstjóra sem virkilega veit hvað hann vill. Erfið­ ast finnst mér að vinna með leikstjórum sem vita ekki hvað þeir vilja því þá verður útkoman ekki markviss.“ Ýmis kvikmyndaverkefni eru framundan en Aníta vill sem minnst um þau ræða að sinni. „Ég er búin að ráða mig í nokkur verkefni en dagsetningar í þessum bransa standast yfirleitt illa og hlutir tefjast og frestast. Þess vegna er ég lítið fyrir að tala um verkefni fyrr en þau eru komin af stað. Fram að því er ég að undirbúa mig fyrir þau.“ Er þetta lýjandi starf? „Já, þetta er mjög lýjandi en þess virði. Hæðirnar eru mjög háar og lægðirnar mjög lágar. Þannig er þetta líf. Ég fór ekki inn i þennan heim af kæruleysi, ég gerði mér grein fyrir því að þetta yrði ekki auðvelt líf. Það reynir á mann en það er sama í hvaða listgrein maður vinnur, maður verður að leggja hjarta sitt, allan sinn kraft, dug og þol í starfið.“ n Ferðalag fyrir líkamann n Aníta Briem sendir frá sér bók um næringu á meðgöngu n Leikur í nýrri mynd Werners Herzog n Saknar Íslands „Það er mikil heiður að fá að vinna með Herzog. Það var óskap- lega gaman að ganga inn í hans heim og vinna undir leiðsögn hans. Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hann vill hafa hlutina. Mér finnst það frábært. Með bók sína Mömmubitar Leikkonan lifir heilsusamlegu lífi og hugsar vel um mataræðið. Mynd Sigtryggur Ari Stoltir foreldrar með Miu Mia hefur þá venju að syngja Sofðu unga ástin mín fyrir bangsana sína. Mia litla „Mia er óskaplega skörp stelpa með á kveðnar skoðanir á öllu. Hún er að læra þrjú tungum ál, tjáir sig vel og syngur mikið.“ ljúffengur morgunmatur alla daga Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.