Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 42
Vikublað 19.–21. apríl 201638 Menning ELSKAN, HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ HAFA MEÐ BERNAISESÓSUNNI? Alvöru grillsósur sem gera gott betra. E nginn getur efast um miklar vin- sældir bóka Lizu Marklund því þær seljast víða í bílförmum. Um gæðin gildir annað mál, sem sýnir sig vel í glæpasögunni Járnblóð sem mun vera síðasta bókin í bóka- flokknum um blaðakonuna Anniku Bengtzon. Ekki verður sagt að höf- undur kveðji blaðakonuna með flug- eldasýningu því sagan er einstaklega slöpp. Spennuþrungið verk er Járn- blóð ekki. Bókin er greinilega fram- hald af fyrri bók Marklund um sömu mál en þar tókst ekki að útkljá morð- málin og þau eru því aftur á dag- skrá í þessari bók. Þetta er áberandi galli því þeir lesendur sem ekki lásu fyrri bókina eiga erfitt með að ná áttum í þessari þótt höfundur reyni nokkrum sinnum að lauma að setn- ingum sem eiga að útskýra málin. Það er þó enn meiri galli að spennan í kringum þessi mál er nær engin í þessari bók. Við þetta bætist að persón- ur bókarinnar eru ekki áhuga- verðar þótt líf þeirra einkenn- ist af miklum ósköpum. Þetta er fremur vansælt fólk en um leið svo dauflegt að erfitt er að láta sér annt um örlög þess. Hluti af bókinni ger- ist hjá sálfræðingi þar sem Annika Bengtzon er í meðferð og þar er dramatíkin svo yfirsprengd að hún nálgast það að vera hlægileg. Höf- undi tekst skár upp í umfjöllum um dauða dagblaða og þeir hlutar bók- arinnar sem snúa að hatursorðræðu einnar aðalpersónunnar á netinu eru það besta í bókinni. Járnblóð er afleit glæpsaga, efnið er togað og teygt og bókin illa skrif- uð. Annika Bengtzon og félagar hafa kvatt en ekki með tilþrifum. n Afleit glæpasaga Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir The Witch IMDb 7,2 RottenTomatoes 90% Metacritic 83 Handrit og leikstjórn: Robert Eggers Aðalhlutverk: Anya Taylor-Joy, Ralph Ineson og Kate Dickie Sýnd í Bíó Paradís Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Járnblóð Höfundur: Liza Marklund Þýðandi: Ísak Harðarson Útgefandi: Mál og menning 362 blaðsíður Nornaveiðar af gamla skólanum N ornaveiðar hafa verið mik- ið í umræðunni undanfarin ár og enginn þjóðfélagshóp- ur svo valdamikill að hann álíti ekki að hann verði fyrir barðinu á slíku þegar hann er gagn- rýndur. Því er hressandi að sjá mynd um hinar raunverulegu nornaveið- ar, sem áttu sér stað bæði í Evrópu og Norður-Ameríku á 17. öld og Hrafn Gunnlaugsson gerði ágætis skil í Myrkrahöfðingjanum. Frægasta skáldverkið um norna- fárið er Eldraun Arthurs Miller, sem hefur verið kvikmynduð með Daniel Day-Lewis og frábærlega sett upp af Þjóðleikhúsinu nýlega. Sú saga fjall- aði í raun um ofsóknir mccarthyism- ans, en í The Witch er farin allt önnur leið. Því hér eru nornirnar raunveru- legar. Eða hvað? Þetta er í raun hin hliðin á sögu Millers, sjónarhóll samtímans þar sem hið yfirnáttúrulega er jafn raun- verulegt og hvað annað. Tungumálið er sótt beint í frumheimildir og verð- ur maður að hafa sig allan við til að skilja það, en þetta, ásamt firnasterk- um leik bæði barna og fullorðinna, gerir að verkum að hún fangar tímabilið vel og virkar raunsæisleg þrátt fyrir yfirnáttúrulegan efnivið. Þeir sem eiga von á hefðbundinni hryllingsmynd verða vísast fyrir von- brigðum, það er myndin ekki. Þessi mynd er eiginlega ekki eins og nein önnur, sem hlýtur eitt og sér að telj- ast kostur. Það bregður fyrir ádeilu á múgsefjun í anda Millers, en einnig eru farnar ótroðnar slóðir eins og í annarri nornamynd, Blair Witch Project, sem oft hefur verið stæld síðan. Maður veit ekki alveg hvar maður hefur mynd þessa, en hún situr lengi með manni. Blair Witch mætir Arthur Miller, það gæti verið mun verra. n „Þessi mynd er eigin lega ekki eins og nein önnur, sem hlýtur eitt og sér að teljast kostur. n Ný ofurgrúppa kom saman í fyrsta skipti á opnum árs- fundi Orkuveitu Reykjavík- ur í Iðnó á mánudag. Þetta var hljóm- sveitin Sjálfsvork- unn, sem er skipuð Haraldi Flosa Tryggvasyni, S. Birni Blön- dal, Sigurjóni Kjartanssyni, Herði Bragasyni, Frosta Gnarr og Jóni Gnarr. Þeir hafa ólíka reynslu af tónlistarsviðinu: Haraldur, sem er fráfarandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, lék til dæmis á tenórsaxófón með hljómsveitinni Júpíters & Jensen s/f. í upphafi tíunda áratugarins, Björn og Sig- urjón léku saman í rokksveitinni HAM, Hörður hefur starfað sem organisti og gert garðinn frægan með Apparat Organ Kvartett og Frosti Gnarr lék um tíma með hljómsveitinni Fufanu. n Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður sett í sjötta sinn í dag, þriðjudaginn 19. apr- íl. Setningarathöfnin fer fram með mikilli gleðihátíð í Hörpu, sem stendur frá morgni til kvölds. Á næstu fimm dögum fara svo fram um 150 ókeypis viðburðir fyrir börn og unglinga, í öllum hverfum borgarinnar. n Jón B.K. Ransu listfræðingur verður einn af fimm sýningar- stjórum norræna samtímalista- tvíæringsins Momentum sem opnar í Moss í Noregi í níunda sinn þann 17. júní 2017. Hinir sýningarstjórarnir sem taka þátt í verkefninu verða Ulrika Flink frá Svíþjóð, Ilari Laamanen frá Finnlandi, Jacob Lillemose frá Danmörku og Gunhild Moe frá Noregi. Úr listheiminum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.