Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 19.–21. apríl 2016 Umræða 23 S kattaskjól eru þau ríki köll­ uð sem gera litlar eða engar kröfur um að eignarhald fyrirtækja sé þekkt og inn­ heimta litla eða enga skatta af fyrirtækjum. Með þessu skapa skattaskjólin fyrirtækjum og fjárfest­ um aðstöðu til að komast hjá skatt­ lagningu. Skattheimta er forsenda þess að stjórnvöld geti byggt upp nauðsynlega innviði og veitt mikil­ væga þjónustu. Skattaskjólin veikja því velferðarsamfélagið um leið og þau auka á ójöfnuð þar sem skattaundanskot leiða til þyngri skatta á þá sem standa í skilum. Umfangið gríðarlegt Í bókinni The Hidden Wealth of Nations eftir G. Zucman er fjallað um eignir í skattaskjólum og þær metn­ ar á 7,6 þúsundir milljarða USD. Í Mið­Austurlöndum og Rússlandi er ríflega helm­ ingur eigna falinn í skattaskjól­ um, í Evrópu er hlutfall­ ið 10% en 4% í Bandaríkjunum og Asíu. Zucman áætl­ ar að 80% af eignum félaga í skatta­ skjólum séu ekki talin fram til skatts. Skattaskjól eru víða OECD telur upp 38 ríki sem upp­ fylla ekki lágmarkskröfur um upp­ lýsingaskipti. Á lista OECD má finna Bresku Jómfrúaeyjarnar, Panama, Möltu og Kýpur. Tvö síðasttöldu rík­ in eru aðilar að ESB en á listanum er einnig Liechtenstein sem er aðili að EES­svæðinu. En vandinn er víðar ef marka má óháð samtök sem kalla sig „Tax Justice Network“. Samtökin hafa birt athyglisverðan lista yfir skatta­ skjól en þar tróna Sviss, Hong Kong og Bandaríkin í efstu sætum. Luxem­ borg og Þýskaland eru einnig ofar­ lega á listanum en samkvæmt sam­ tökunum geta erlendir aðilar í vissum tilvikum notið nafnleyndar eða mjög lágra skatta í þessum ESB­ríkjum. Hvað er til ráða? Ísland er þátttakandi í átaki á veg­ um OECD sem meðal annars felst í því að skiptast á gögnum um fyrir­ tæki og skattgreiðslur þeirra. Á næst­ unni mun Ísland staðfesta reglur OECD sem skylda fjölþjóðleg fyrir­ tæki til að sundurliða ársreikninga sína niður á einstök ríki. Með því að upplýsa hvernig hagnaður mynd­ ast í hverju ríki fyrir sig verður erfitt fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki að flytja hagnað sinn til skattaskjóla. Einnig hafa verið innleiddar hér reglur um milliverðlagningu sem draga úr möguleikum fjölþjóðlegra fyrirtækja til að færa hagnað milli dótturfélaga sinna í ólíkum löndum. Auk þess að taka þátt í alþjóð­ legri samvinnu gegn skattaskjólum er mikilvægt að kanna hvaða laga­ breytingar hér á landi gætu mið­ að að sama marki. Til að kynna sér það nán­ ar hefur Efna­ hags­ og viðskiptanefnd Alþingis boðað til sín fulltrúa frá fjár­ mála­ og efnahagsráðuneyti, ríkis­ skattstjóra, skattrannsóknarstjóra, Fjármálaeftirliti og Seðlabanka. Ljóst er að það verður ekki einfalt að ná til þeirra sem vilja leyna eign­ um sínum. Þótt sett yrði bann við því að íslenskir aðilar ættu félög í skatta­ skjólum, væri mögulegt að komast hjá banninu með því að setja upp erlent skúffufélag utan skattaskjóla. Erlenda félagið gæti þá stofnað félag í skattaskjóli og haft milligöngu um viðskipti við það. Það yrði til bóta ef upplýst væri hverjir séu raunverulegir eigend­ ur að ráðandi eignarhlutum í íslenskum félögum. Slík upplýs­ ingaskylda er í ýmsum löndum. Raunverulegur eigandi er sá einstak­ lingur sem nýtur ávinnings af hluta­ fjáreigninni þótt það kunni að vera í gegnum skúffufélag. Hugsanlega mætti setja hliðstæða kröfu um raunverulega eigendur annarra fjár­ málagerninga svo sem innstæðna og skuldabréfa. Einnig hefur verið nefndur sá möguleiki að leggja skatt á greiðslur íslenskra félaga til félaga í skattaskjólum en fleiri leiðir koma til greina og verða skoðaðar nánar á næstunni. Í ljósi umfangs vand­ ans hér á landi er afar mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð í hinni al­ þjóðlegu baráttu gegn starfsemi skattaskjóla. n Lokum á skattaskjólin Kjallari Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins Myndin Kuldakast Það var vetrarlegt um að litast víðs vegar um landið, sérílagi eftir hríðarbyl sem gekk yfir norðanvert landið á sunnudag. Næstu dagar gætu orðið í kaldara lagi, samkvæmt veðurspám. mynd SigtryggUr ari HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook Ræktaðu þitt eigið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.