Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 19.–21. apríl 201616 Fréttir Erlent R úmlega fjögur hundruð flóttamenn eru taldir af eftir að báti, sem var á leið frá Egyptalandi til Ítalíu, hvolfdi á Miðjarðarhafinu á sunnudag. Aðeins tókst að bjarga 29 einstaklingum en flest fórnarlömb- in komu frá Sómalíu, Eþíópíu og Erítreu. Slysið kemur í kjölfar fregna um mikla aukningu á ferð- um smyglara með flóttamenn frá ströndum Líbýu og Egyptalands yfir til Ítalíu. Sú leið er margfalt hættu- legri en bátsferðirnar sem flótta- menn frá Mið-Austurlöndum hafa lagt í frá Tyrklandi til grískra eyja. Umdeilt samkomulag Þann 20. mars síðastliðinn undir- rituðu Evrópusambandslöndin og Tyrkland samkomulag um brott- vísun allra flóttamanna sem koma til Evrópu í gegnum Tyrkland. Fyr- ir hvern flóttamann sem er vísað á brott mun Evrópusambandið taka við einum Sýrlendingi frá flótta- mannabúðum í Tyrklandi í gegn- um kvótaflóttamannakerfið. Mark- mið samkomulagsins var að draga úr hvatanum fyrir Sýrlendinga til að ferðast með bátum smyglara til Grikklands með tilheyrandi hættu á fjörtjóni. Þeir sjái sér frekar hag í því að vera um kyrrt í flóttamanna- búðum í Tyrklandi í von um að komast til Evrópu. Á þeim tæpa mánuði sem samkomulagið hef- ur verið í gildi hafa rúmlega 200 flóttamenn verið fluttir til baka frá Grikklandi. Skelfilegar aðstæður í Grikklandi Þá hefur lokun landamæra Makedóníu og Grikklands gert það að verkum að 53 þúsund flótta- menn eru núna fastir í Grikklandi og lifa þar margir hverjir við skelfi- legar aðstæður. Verst er ástandið í Idomani, litlum bæ við landamæri Makedóníu, en þar dvelja um 32 þúsund einstaklingar við afleitar aðstæður í tjaldbúðum. Mikill órói hefur verið á svæðinu og reglulega hefur soðið upp úr. Makedóníska landamæralögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega af grískum yfir- völdum fyrir að beita mikilli hörku en táragasi og byssukúlum úr plasti hefur rignt yfir óeirðaseggi. Makedóníumenn svara hins vegar fullum hálsi og saka Grikki um aðgerðarleysi varðandi flótta- mannavandann. Þá hafa borist fregnir af óeiningu meðal flótta- manna sem hefur leitt til átaka. Út af stríðinu í Sýrlandi hafa ríkis- borgarar þess lands verið í forgangi varðandi umsóknir um alþjóðlega vernd sem skapraunar einstak- lingum frá öðrum þjóðlöndum, til dæmis Afganistan, sem eru ekki síður að flýja hörmungar. Þær eru hins vegar ekki metnar jafn rétthá- ar í samanburði við ástandið í Sýr- landi. Færri flýja til Grikklands Afleiðingar af hinu umdeilda samkomulagi og slæmu ástandi í Grikklandi eru þær að mun færri flóttamenn hafa freistað þess að komast yfir til Grikklands frá Tyrk- landi. Flóttamönnum sem lögðu upp í förina fækkaði um 42% í mars samanborið við febrúarmánuð. Þróunin hefur haldið áfram í þessa átt. Fyrstu tvær vikurnar í apr- íl komu 1.903 flóttamenn yfir til Grikklands frá Tyrklandi. Til sam- anburðar komu 24.073 einstak- lingar sömu leið fyrstu tvær vikurn- ar í mars. Hjálparstofnanir óttast mjög að hindranirnar sem eru til staðar í Grikklandi og þessi mikla fækk- un varðandi komu flóttamanna frá Tyrklandi sé vísbending um að mun fleiri muni reyna að komast til Egyptalands, Líbýu eða Túnis og freista þess að komast sjóleiðina þaðan yfir til Ítalíu. Þessi ótti hefur ekki enn raungerst því enn er hlut- fall Sýrlendinga afar lágt. 1.132 drukknað á árinu Það sem af er ári hafa 178.228 flóttamenn komið til Evrópu sam- kvæmt tölum International Org- anization of Migration. Langflest- ir hafa komið til Grikklands, eða 153.468 talsins, en 24.048 einstak- lingar hafa ferðast sjóleiðina frá ströndum Afríku til Ítalíu. Þá hafa 648 einstaklingar flúið til Spánar og 28 til Kýpur. Samkvæmt sömu töl- um hafa 1.132 einstaklingar látið lífið eða er saknað. Flestir hafa lát- ist á leið sinni frá Afríku til Ítalíu, eða 752 einstaklingar, þá er með- talið slysið hræðilega um helgina. Þá hafa 375 einstaklingar látið líf- ið á sjóleiðinni milli Grikklands og Tyrklands og fimm einstaklingar hafa drukknað á árinu við að reyna að komast frá Afríku til Spánar. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Hættuför Óttast er að mun fleiri flóttamenn reyni að komast til Evrópu sjóleiðina frá Afríku. Um 400 einstaklingar létu lífið um helgina í mannskæðasta slysi það sem af er ársins. Færri flýja til Grikklands n Afleiðingar umdeilds samkomulags milli Tyrklands og Evrópulanda n Fleiri reyna hættuför Flóttamenn það sem af er ári Um 178 þúsund manns hafa komið sjóleiðis til Evrópu það sem af er ári. Alls 1.132 einstaklingar hafa látið lífið á árinu og óttast er að sá fjöldi muni vaxa þar sem flóttamenn eru taldir munu reyna hættulegri sjóferðir til Evrópu. Spánn 648 5 látnir Ítalía 20.084 752 LÁTNIR 153.468 Grikkland 375 LÁTNIR 28 Kýpur 0 LÁTNIR 1.011.712 einstaklingar samtals fóru sjóleiðina til Evrópu á síðasta ári

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.