Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 30
Vikublað 19.–21. apríl 201626 Fólk Viðtal gagnvart því að vera stöðugt að sanka að sér hinum og þessum óþarfa. Að halda að þú sért öruggari í þessu lífi með því að eiga nóg af hlutum er auð- vitað tómt rugl en ómeðvitað held ég að fólk fyllist öryggiskennd við að eiga hluti, við höldum að það sé einhver vörn eða trygging fyrir því að deyja ekki. Hugarfarið mitt hefur því breyst og í dag kaupi ég frekar færri en ögn dýrari hluti sem endast lengur og nýti þá til fulls.“ Bjó til kveðjustund Ekki liðu nema örfáir mánuðir frá brunanum þar til Hafsteinn fékk annað rothögg. Þá kvaddi hann fjórða fjölskyldumeðliminn, eldri systur sína, Sonju. Henni hafði þá verið haldið sofandi í öndunarvél í nokkrar vikur. „Sonja var með vægari einkenni en mamma af hrörnunarsjúkdóm- inum og átti á ýmsan hátt erfitt út af því. Einn daginn fékk ég símtal frá manninum hennar sem sagði að Sonja væri á spítala. Hún hafði þá fengið blóðtappa í lungað og missti í kjölfarið meðvitund.“ Skiljanlega var ekki auðvelt að horfa á náinn ástvin berjast fyrir líf- inu og geta ekkert gert. Óvissan var því mikil, að sögn Hafsteins. „Okkur var ýmist sagt að hún myndi ná sér eða að hún myndi ekki ná sér eða að hún myndi ná sér en aldrei vera sama manneskjan og áður. Að lokum var ákveðið að not- ast við líknandi meðferð og taka öndunarvélina úr sambandi,“ rifjar Hafsteinn upp. Hann er þó sáttur við hvernig leiðir skildu hjá þeim systk- inum. „Ég útbjó kveðjustund með henni deginum áður en súrefnið var tekið af henni og hún tók síðasta andartakið.“ Leiðir einstaklinga saman Hafsteinn er með BA-gráðu í sálfræði en árið 2010 lauk hann meistara- gráðu frá háskólanum í Denver í átakastjórnun (conflict resolution) og sáttamiðlun (mediation). Síðan þá hefur hann unnið sem sálfræði- ráðgjafi og sáttamiðlari og er vara- formaður í SÁTT, samtaka um sátta- miðlun, og einn af stofnendum. Í mjög stuttu máli útskýrir Haf- steinn að sáttamiðlun snúist um að hlutlaus sáttamaður skapi skilyrði fyrir fólk sem er í einhvers konar ágreiningi að leiða sín mál til lykta á sanngjarnan og uppbyggjandi hátt. „Þannig er það mitt hlutverk sem sáttamiðlari að draga fram þekkingu og sköpunargáfu einstaklinganna við að leysa vandann og tryggja á sama tíma að þeir hlusti á hver ann- an og sýni hver öðrum viðeigandi virðingu. Mál leysast í 80 til 90 pró- sent tilvika ef maður bara fær tæki- færi til að skapa réttu skilyrðin svo þessir aðilar geti talað saman.“ Verkefnin hafa verið mörg og fjölbreytt. Hafsteinn hefur með- al annars unnið með innanríkis- ráðuneytinu að innleiðingu ger- anda og þolanda sáttamiðlunar inn í íslenskt réttarkerfi. Þá hefur hann þjálfað lögreglumenn og sýslumenn um allt land í geranda og þolanda sátta miðlun. „Þessi tegund sátta- miðlunar kallst uppbyggileg rétt- vísi og á bara við innan réttarkerf- isins þar sem gerandi hefur brotið af sér gagnvart þolanda. Hún er því að ýmsu leyti mjög ólík þeirri sátta- miðlun sem ég hef unnið við síðustu átta árin þar sem tveir eða fleiri jafn réttháir aðilar vilja bara hittast til að leysa ágreining sín í milli.“ „Hugmyndafræðin þar á bak við er að brotaþolinn fá meiri stjórn á því hvernig hann eða hún vill leiða málið til lykta, fái skýringar á því af hverju gerandinn gerði það sem hann gerði og geti séð hvort ger- andinn iðrist gjörða sinna og þol- andinn fær jafnframt tækifæri til að fyrirgefa gerandanum ef þol- andinn vill það. En að fá afsökunar- beiðni eða bara fyrirgefa óháð því að gerandi biðjist afsökunar getur oft hjálpað þolandanum að ná sér eftir það sem gerðist. Þá fær ger- andinn að auki tækifæri til að bæta fyrir skaðann í samræmi við óskir þolandans,“ segir hann og bætir við að sé þessum fundum rétt stjórnað þá séu hagsmunir þolandans alltaf hafðir í fyrirrúmi. „Með þessu er líka verið að huga að hagsmunum gerandans og sam- félagsins því ef gerandinn áttar sig á afleiðingum gjörða sinna og hvaða áhrif það hafði á þolandann þá er hann ólíklegri til að brjóta af sér aftur. Jafnframt er kostnaðurinn minni og málin leyst á styttri tíma en ella þegar notast er við þessa aðferð.“ Að sögn Hafsteins er enginn vafi á því að með þessum hætti er hægt að leysa málin á þann hátt að all- ir aðilar komi út úr aðstæðunum sem sterkari einstaklingar. Eins og er mega aðeins minni háttar brot fara í sáttamiðlun hér á landi. „Því miður erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar þar sem þessi aðferð er mun viðurkenndari fyrir dómstólum og notuð í alvarleg- um málum eins og ofbeldis- og kyn- ferðisbrotamálum, annaðhvort fyrir eða eftir uppkvaðningu dóms. Það er afskaplega leitt að sjá og þetta er neikvæð þróun vegna þess að ávinn- ingurinn fyrir þolendur og gerendur, sem og samfélagið í heild, er mjög mikill.“ Snýst um að axla ábyrgð Eins og gefur að skilja hefur Haf- steinn ósjaldan velt fyrir sér hugtak- inu um fyrirgefningu. En á hún alltaf við? Er hægt að fyrirgefa allt, jafnvel morð eða kynferðisbrot? „Margir halda að þeir séu að gefa eftir ef þeir ákveða að fyrirgefa. Þeir hafi ósjálfrátt þá tapað leiknum. Það á auð- vitað aldrei að horfa framhjá þeirri staðreynd að alvarlegt brot hafi átt sér stað eða gera á einhvern hátt lítið úr tilfinn- ingum þolandans. En kannski má líka hugsa þetta þannig að gerandinn er að vissu leyti þolandi líka. Hann er þolandi samfélags sem hefur getið hann af sér. Það er ekki eins og gerandinn detti fullskap- aður úr einhverju tómi held- ur þroskast hann og þróast í þeim kerfum, stofnunum og fjölskyldumynstrum sem við sem samfélag bjóðum upp á. Einhvers staðar hlýtur ger- andinn að öðlast þessar skoð- anir, langanir og hegðun sem á endanum leiða til þess að hann brýtur af sér. Þannig að þegar hlutirnir eru skoðaðir í samhengi og ef við fengjum allar upplýsingar um hvernig flestir gerendur eru aldir upp þá myndum við, held ég, nán- ast án undantekninga fyrirgefa þeim um leið. Við sem samfélag ölum upp fólk og afbrot lýsa í raun bara hversu vel okkur er að takast til, á þessu þurfum við að taka ábyrgð og gera það á uppbyggilegan hátt.” Umræðan um biturleika, reiði, fórnarlömb og gerendur hefur líklega sjaldnast átt eins vel við og nú – í ljósi atburðanna sem nýverið skóku ís- lenskt samfélag og ríkisstjórn. „Þessir einstaklingar léku ákveðið hlutverk í þessu samfélagi,“ segir Hafsteinn. „Aðstæðurnar voru fyrir hendi og það var frjór jarðvegur fyrir þá til að leika þessi hlutverk. En það er líka okkar ábyrgðarhluti að standa vörð. Það voru margir sem tóku þátt í þessu gullæði, og það voru mörg viðvörunarljós sem var ekki tekið mark á. Við kusum fólk í þessar stöð- ur til að sjá um þetta fyrir okkur, þess vegna hlýtur ábyrgðin að vera hjá okkur að einhverju leyti. Við þurf- um að spyrja okkur hvers vegna við buðum upp á aðstæður fyrir þessa atburði til að þróast og dafna eins og þeir gerðu.“ Skoðanakerfið breytir öllu „Þegar upp er staðið þá gaf það mér mikið að lenda í öllum þess- um áföllum og ég lít alls ekki á mig sem fórnarlamb. Þetta varð til þess að ég þurfti að endurskoða mín lífs- viðhorf, eins og bara það af hverju við erum hérna á jörðinni og út á hvað þetta gengur allt saman og sú vegferð hefur gefið mér mikið. Ég missti systur mína vegna manns sem ákvað að enda hennar líf. Ég get ekki svarað fyrir það af hverju þessi einstaklingur, á þessum tímapunkti, fékk leyfi til að enda líf annarrar manneskju. Það er ekki hægt að dæma mig fyrir að vera ekki reiður manninum vegna þess að mitt skoð- anakerfi er ekki endilega það sama og hjá næsta manni.“ „Ég hef fyrirgefið öllum varð- andi allt sem fyrir mig hefur komið og jafnframt fyrirgefið mér og beðist afsökunar fyrir allt sem ég veit að ég hef gert öðrum. Ég væri ekki sá sem ég er í dag ef ég hefði ekki geng- ið í gegnum þetta. Ef maður lendir aldrei í átökum, ágreiningi, erfið- leikum eða áföllum þá held ég að maður læri ekki eins mikið um lífið og eftir stendur ef til vill spurningin; er gott eða slæmt að lenda í slíku? Og svarið gæti verið að það fer eftir því hvernig við tökumst á við við- fangsefnið.“ n „Mér þótti gríðarlega vænt um Hafdísi“ Þegar Hafsteinn komst á unglingsaldur tók hann fram úr systur sinni í þroska. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon„Ég sagði honum hvernig mér leið, að mér þætti vænt um hann og elskaði hann. nokkurra ára gamall með pabba Hafsteinn og faðir hans voru ætíð nánir og góðir vinir. Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.