Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 19.–21. apríl 201618 Fréttir Erlent M anstu eftir myllumerk- inu #Bringbackourgirls? Það eru tvö ár síðan það var áberandi á samfélags- miðlum. Fyrir tveimur árum, þann 14. apríl 2014, mættu 276 stelpur í ríkisrekna skólann í Chibok í Borno-fylki í Nígeríu. Enn eru 219 þeirra í haldi Boko Haram-liða sem rændu þeim og myrtu kennara þeirra. Amnesty International hefur krafist þess að ní- gerísk stjórnvöld bindi enda á þján- ingar stúlknanna og fjölskyldna þeirra og komi þeim aftur heim. Talsvert hefur verið ritað um sam- tökin Boko Haram og heljartök þeirra í Nígeríu á þessum síðum á síðustu tveimur árum. Alþjóðasamfélagið virðist hafa verið ráðþrota í aðgerðum gegn samtökunum, en forseti Níger- íu fullyrðir sigurreifur að hann muni ná að rjúfa heljartak samtakanna og sagðist raunar ætla að gera það fyr- ir síðustu áramót. En hvernig stend- ur þá á því að enn eru 219 nígerískar skólastúlkur enn í haldi samtakanna og hvers vegna eru börn gerð út sem sjálfsvígssprengjuvargar? Hvernig er hægt að beita sér gegn samtökum sem virðast ekki lúta miðlægri stýr- ingu og engu líkara en margir haldi um stjórnvölinn? Deyr reglulega Forseti Nígeríu, Muhammdu Buhari, sagðist ætla að takast á við samtökin af fullum þunga og ná yfirhöndinni fyrir síðustu áramót. Hann segist reglulega hafa eyðilagt æfingasvæði samtak- anna og bækistöðvar. Samt tekst sam- tökunum reglulega að sprengja upp fólk – og börn – á sínum vegum, nán- ast vikulega. Þá hafa samtökin skot- ið rótum í nágrannaríkjum Nígeríu, meðal annars Tsjad og Kamerún. Rík- in hafa myndað bandalag til að vinna gegn þeim, en svo virðist sem þau sæki heldur í sig veðrið en hitt, þrátt fyrir loforð og staðhæfingar stjórn- valda um hið gagnstæða. Þá má bæta því við að forsprakki samtakanna, Abubakar Shekau, er reglulega sagður hafa dáið í átökum. Hann er reyndar mjög umdeildur, það er að segja, fólk er ekki endilega sannfært um tilvist hans. Margir telja að liðsmenn Boko Haram bregði sér í hlutverk hans í áróðursmyndbönd- um, þar sem litarhaft hans og hreim- ur virðist breytast nokkuð reglulega. Hann tók við samtökunum árið 2009 eftir dauða fyrri leiðtoga og stofn- anda Boko Haram, Mohammeds Yusuf. Hann hefur myndað banda- lög við önnur íslömsk öfgasamtök, meðal annars ISIS. Ætla má að vopn og áróðursaðstoð berist Boko Haram frá ISIS, en ekkert bendir til þess að ISIS-liðar hafi komið til Nígeríu eða annarra ríkja sem liðsstyrkur. Virðast ekki trúræknir Boko hafa farið með ofbeldi og skelf- ingu um héruð Nígeríu frá árinu 2009. Samtökin voru stofnuð nokkru fyrr, árið 2002, en í fyrstu voru þau sjálf með trúarskóla sem einbeitti sér að því að rægja vestræna menningu og áhrif hennar og kenna íhaldssamar og róttækar kenningar um íslam. Nafnið Boko Haram þýðir einmitt „Vestræn menntun bönnuð“, en orðin koma úr tungumáli sem kallast hausa. Önnur þýðing gæti verið „Vestræn menning er syndsamleg“.Meðlimir segjast að- hyllast formfasta og gamaldags bók- stafstrú og telja að fylgja eigi íslömsk- um lögum, en raunar bendir fátt til þess að þeir séu trúræknir af ein- hverju ráði. Grimmileg Aðfarir samtakanna eru grimmilegar. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir til að mynda að 44 börn voru látin fremja sjálfsvígssprengjuárásir af liðsmönnum Boko Haram í fyrra. Í einni af hverjum fimm sjálfs- morðsárásum kemur barn við sögu. Doune Porter, talsmaður hjá UNICEF, segir að börnin sem um ræðir eigi það flest sameiginlegt að hafa mátt þola svívirðilega meðferð af hálfu liðsmanna samtakanna. Rétt er að hafa í huga að það er óvarlegt að nota orðið sjálfsmorðsárásir þegar börn eiga í hlut. Porter segir að þarna séu á ferðinni börn sem mátt hafa mátt þola andlegt, líkamlegt og kynferðis- legt ofbeldi. Dæmi eru um að stúlk- ur, eins og þær sem var rænt í Chibok, séu hnepptar í ánauð af liðsmönnum samtakanna og þær neyddar til að giftast liðsmönnum þeirra. Sýni þær mótþróa og neiti að giftast séu þær neyddar til að sprengja sig í loft upp á fjölförnum stöðum. Drengir eru neyddir til að ráðast á fjölskyldumeð- limi sína til að sanna að þeir séu hliðhollir samtökunum. Gleymdum við þeim? En gleymdum við stúlkunum sem var rænt í Chibok? Eða gáfumst við upp? Boko Haram hafa sem áður sagði sagt að þau styðji samtökin ISIS sem halda Sýrlandi og Írak í heljargreip- um. Athygli heimsins og pressunnar hefur beinst að báðum þessum ríkj- um, enda er straumur flóttamanna þaðan yfir til Evrópu mikill og hafa stækkað og aðgerðir þeirra orðið sí- fellt viðameiri. Ofbeldi ISIS hefur fyr- ir vikið kannski stolið sviðsljósinu, en alþjóðasamtök og stofnanir segja að full ástæða sé til þess að fylgjast með ástandinu í Nígeríu. Boko Haram sendu nýlega frá sér mynd band sem sýn ir fimmtán stúlk- ur frá Chibok. Stúlkurnar eru klæddar í svarta sloppa með slæður, en flestar þeirra voru kristinnar trúar. Þeim hefur verið gert að snúast til íslam. Tvær mæður sem eiga stúlk ur sem hurfu frá Chibok þekktu dæt ur sín ar í mynd bandinu. Þær gátu einnig nafn- greint aðrar stúlkur sem þær sáu og borðið kennsl á þær. Myndbandið var tekið upp 25. desember, en var sýnt núna. Hluti stúlknanna er því á lífi. En auk þessara 276 stúlkna í Chi- bok hafa 2.000 stúlkur og fullorðnar konur horfið frá árinu 2014 í Nígeríu og nágrannaríkjum Nígeríu. Ástandið þar hefur ekki batnað þrátt fyrir aðgerðir stjórnarhersins til að endur- heimta svæði úr herkví Boko Haram. En þá mætir stúlkunum einnig annar vandi, skömm fyrir að hafa tengst samtökunum eða verið í haldi þeirra. Það er erfitt að sameinast sínu gamla samfélagi eða fjölskyldu eftir slíkar þjáningar, sem bætir ekki úr skák. Þá er mikill næringarskortur í landinu og má ætla að flóttamannastraumur þaðan aukist í ljósi þess að fátækasta fólkið líður gríðarlegan skort. Þeir allra fátækustu þurfa að þola öfga- kennt ofbeldi, misnotkun, afleiðingar loftslagsbreytinga og hungur. Að auki er að vaxa úr grasi kynslóð sem aldrei hefur átt heimili, fengið menntun og þekkir ekkert nema líf á flótta og und- ir ægivaldi hryðjuverkasamtaka. n 219 stúlkur eru líklega enn í haldi Boko Haram frá Chibok 20 þúsund hafa fallið í árásum og vegna ofbeldis samtakanna 2,3 milljónir nígerískra borgara eru heimilis-lausar vegna aðgerða Boko Haram – þar af 1,3 milljónir barna. 180 milljónir manna búa í Nígeríu 1/3 þjóðarinnar býr við sára fátækt 500 tungumál eru töluð í Nígeríu 44 börn voru látin fremja sjálfsvígs-sprengjuárásir í fyrra. Manstu eftir stelpunum? n Tvö ár síðan 276 stúlkum var rænt n 2.000 til viðbótar hefur verið rænt Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Stöðugar árásir Hér má sjá eyðileggingu eftir eina af árásum Boko Haram. MynD EPA Stúlkurnar Tvær konur þekktu dætur sínar og gátu borið kennsl á aðrar stúlkur í myndbandinu. Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.