Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 19.–21. apríl 201614 Fréttir
Bankinn krefst uppboðs
á 500 milljóna gagnaveri
Vill eign svissneska athafnamannsins Giorgio Massarotto á Ásbrú á nauðungarsölu
L
andsbankinn hefur farið fram
á að gagnaver sem sviss-
neskur athafnamaður að nafni
Giorgio Massarotto opnaði
á Ásbrú í Reykjanesbæ árið
2014 verði selt á nauðungaruppboði.
Um 70 milljóna króna fasteignalán
Svisslendingsins er í vanskilum sem
og reikningar frá Orkusölunni og HS
veitum. Gagnaverið er því rafmagns-
laust en þar er tölvubúnaður fyrir um
300 milljónir króna.
Greiddi 130 milljónir
Massarotto keypti fasteignina Kletta-
tröð 19 af Þróunarfélagi Keflavíkur-
flugvallar, Kadeco, í júlí 2014 í gegn-
um félag sitt IceMine ehf. Húsnæðið
er alls 1.720 fermetrar að stærð og var
byggt af Bandaríkjaher árið 1960.
Kaupverðið nam 130 milljónum
króna og greiddi Svisslendingurinn
það að fullu við afhendingu. Lands-
bankinn lánaði 70% af kaupverðinu,
með veði í fasteigninni, og Massarotto
samdi síðar við Orkusöluna og HS
veitur um kaup og flutning á þremur
megavöttum af raforku.
Samkvæmt upplýsingum DV réðst
IceMine í kostnaðarsamar breytingar
á húsnæðinu á Ásbrú. Þær hafi á end-
anum kostað um 80 milljónir króna
eða tvöfalt meira en upphaflega
stóð til. Verktakar sem sáu um fram-
kvæmdina hafi ekki fengið allar kröf-
ur sínar greiddar og hið sama megi
segja um nokkur önnur fyrirtæki sem
aðstoðuðu Svisslendinginn við að
keyra gagnaverið í gang. Þrátt fyrir
umsvif hans hér á landi hafa hvorki
hann né gagnaverið ratað í íslenska
fjölmiðla.
Fór í þrot
Gagnaverið var samkvæmt heim-
ildum DV leigt út til fyrirtækja í
Sviss og á Ítalíu sem stunda Bitcoin-
námavinnslu. Fyrirtæki í slíkum
rekstri nota sérstakar ofurtölvur,
sem geta leyst flóknar stærðfræði-
jöfnur, til að „grafa“ rafmyntina upp.
Við það verða til nýjar Bitcoin-mynt-
ir en fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki
grafa eftir rafræna gjaldmiðlinum í
gagnaverum hér á landi.
Eina tekjuöflun IceMine byggði
á leigu á tölvubúnaði og reiknigetu
gagnaversins. Svissneska fyrirtækið
Bitmine, sem var í eigu Massarotto
og meðfjárfesta hans, var fyrsti og
eini viðskiptavinur gagnaversins
þangað til það fór í þrot í maí 2015.
Eftir það bárust engar leigugreiðslur
frá Sviss en samkvæmt heimildum
lokaði Massarotto í kjölfarið samn-
ingi við ítalskt fyrirtæki. Sá leigutaki
hefur nú sagt skilið við gagnaverið
en ekki hafa fengist upplýsingar um
hvort þeim viðskiptum lauk áður en
lokað var fyrir rafmagnið.
„Þessi Bitcoin-búnaður er fljótur
að úreldast og nú eru komnar nýjar
kynslóðir af þessum tölvum sem eru
orkuhagkvæmari. Þessi búnaður er
því nánast verðlaus í dag. Lands-
bankinn er með fyrsta veðrétt í hús-
inu og er eini kröfuhafinn sem er vel
tryggður. Aðrir eru í von um að það
sé eigið fé í húsinu sem losni þegar
það verður selt,“ segir viðmælandi
DV sem á kröfu á IceMine og vildi
ekki láta nafns síns getið.
Skráð á Kadeco
Fasteignin Klettatröð 19 er í nauð-
ungarsölubeiðni Landsbankans
sögð í eigu Kadeco. Kjartan Þór
Eiríksson, framkvæmdastjóri
þróunarfélagsins, segir ástæðuna þá
að afsali fasteignarinnar hafi aldrei
verið þinglýst.
„Þessi aðili er búinn að greiða
okkur eignina að fullu og gerði það
strax þegar hann fékk hana afhenta.
Þó að við séum þarna að nafninu til
beinist krafan ekki gegn okkur held-
ur er hún talin eign viðkomandi fé-
lags. Það voru einhver tæknileg at-
riði sem tengjast undirritun hjá
þeim sem komu í veg fyrir að þessu
væri þinglýst á sínum tíma. Við erum
búin að koma því á framfæri að þetta
er ekki okkar eign og eina leiðin til að
leiðrétta þetta er að þinglýsa afsali og
við gætum gert það einhliða en það
þýðir þá kostnað fyrir okkur sem við
erum ekki að leggja í og því látum
við þetta standa svona. Þetta fer þá
bara sinn veg en hefur engin áhrif á
okkur,“ segir Kjartan.
Heimildir DV herma að sýslu-
maðurinn á Suðurnesjum hafi óskað
eftir yfirlýsingu frá Massarotto, í kjöl-
far þess að afsalinu var skilað inn
til þinglýsingar, um að hann byggi
innan Evrópska efnahagssvæðisins
(EES). Yfirlýsingin hafi ekki borist og
afsalinu því aldrei verið þinglýst. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Umdeildur Giorgio Massarotto virðist umdeildur
innan Bitcoin-samfélagsins ef marka má ýmsa
spjallþræði á netinu. Þar er hann sakaður um fjár-
svik og óheiðarlega viðskiptahætti. Íslenskt félag
hans keypti Klettatröð 19 á Ásbrú sumarið 2014.
„Það voru einhver
tæknileg atriði
sem tengjast undirritun
hjá þeim sem komu í veg
fyrir að þessu væri þing-
lýst á sínum tíma.
Framkvæmdastjóri Kadeco Kjartan
Þór Eiríksson segir IceMine hafa greitt 130
milljóna króna kaupverð fasteignarinnar á
Ásbrú við afhendingu hennar í júlí 2014.
PLUSMINUS OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Hönnun mánaðarins:
California
Design
20%
afsláttur