Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 19.–21. apríl 201610 Fréttir Leit að guLLskipinu hefst á ný L eit að gullskipinu á Skeiðar- ársandi mun hefjast á ný í sumar eftir að hafa legið niðri frá árinu 1983. Gísli Gíslason frumkvöðull, sem fer fyrir hópnum sem nú hyggst hefja leit á sandinum, hitti á sunnudag Þórar- in Kristinsson sem tók mikinn þátt í síðustu leit að flakinu en sú leit stóð í þrjú ár, 1980–1983. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í tvö ár og stefnt er að því að hefja leit í sumar. Hollenska kaupskipið Het Wapen van Amsterdam strandaði úti fyrir Skeiðarársandi þann 19. september 1667. Tæplega þrjú hundruð manns voru um borð í skipinu og komust flestir heilu og höldnu frá borði. Einungis á bilinu 60 til 80 manns var þó bjargað því fólkið lést á sandin- um og í örvæntingarfullri baráttu við íslenskt ofsaveður. Gríðarleg verðmæti Farmur skipsins er talinn gríðarlega verðmætur og hefur í tvígang verið ráðist í leit að skipinu. Fyrst var það árið 1960, þegar Ólafur Thors undir- ritaði leyfisbréf til Bergs Lárussonar, þar sem kveðið var á um að hlutur ís- lenska ríkisins skyldi vera 12 prósent af því verðmæti sem myndi finnast. Aftur var ráðist í viðamikla að- gerð árið 1980 við leit að skipinu, sem síðari ár hefur gengið und- ir nafninu gullskipið. Í þrjú ár leit- aði flokkur manna að skipinu en án árangurs. Þá voru fremstir í flokki Kristinn Guðbrandsson, kenndur við Björgun, og Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður. Meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni á sín- um tíma er Þórarinn Kristinsson, sonur Kristins í Björgun. Óhætt er að fullyrða að enginn núlifandi Ís- lendingur þekkir betur til aðstæðna en Þórarinn. „Skipið er örugglega þarna. Það er hundrað prósent öruggt. Hvað er í því er kannski ekki alveg vitað en það er til farmskrá og á sínum tíma var verðmætið talið nema 43 tunn- um af gulli.“ Gísli Gíslason, lögmað- ur, rafbílasali og ævintýramaður, hefur bjargfasta trú á að hollenska gullskipið sé á sínum stað. Leitað fyrst með drónum Nú hefur Minjastofnun gefið út leyfi til hlutafélagsins 1667 ehf., sem Gísli Gíslason á, og heimilar leit að skip- inu á Skeiðarársandi. Enn er unnið að samkomulagi við landeigendur og Gísli segir að tveggja ára undir- búningsvinna hafi alltaf miðað að því að gera þetta í sátt og samlyndi og samkvæmt lögum. Hann hefur sett saman alþjóðlegan hóp sér- fræðinga sem mun einbeita sér að því að nýta nýjustu tækni við leitina. Leitin mun hefjast í sumar en Gísli leggur mikla áherslu á að fyrst í stað verði eingöngu um að ræða að flog- ið verði yfir svæðið með drónum og jafnvel lítilli þyrlu eða flugvél. „Við erum á þessari stundu ekki að fara í nokkurt jarðrask eða utan- vegaakstur. Fyrst í stað miðar þetta að því að reyna að greina frávik í mælingum á sandinum og staðsetja hvar skipið gæti mögulega legið.“ Gunnar A. Birgisson, kafari og sérfræðingur í leit að sokknum skip- um, er hluti af teymi 1667 ehf. Hann telur að blandaðri tækni verði beitt í sumar við leit í sandinum. „Það er erfitt að beita rafsegulbylgjum þar sem sandurinn er svo segulmagn- aður. Þá málma, sem eiga að vera í skipinu, er erfitt að finna með raf- segulmæli. Við þurfum að beita öðrum aðferðum og við erum klár- ir í það.“ Gunnar er atvinnumað- ur á þessu sviði. Hann reiknar með að skipið liggi á tíu til tuttugu metra dýpi í sandinum. Hann hefur siglt með ströndinni fyrir utan Skeiðar- ársand og einnig kannað fjöruna. „Við erum enn í þeim fasa að safna frekari gögnum og það er mjög mikil vægt.“ Farmurinn ósnertur „Skipið kom hingað. Það strandaði hér og það er á sínum stað. Í skráð- um heimildum sem við höfum séð er sagt frá því að 90 árum eftir að skipið strandaði voru menn að skipuleggja að reyna að komast út í flakið til að bjarga einhverju af farmi þess. Það segir okkur að menn komust ekki út í það vegna aðstæðna. Það segir okkur líka að farmurinn er ósnertur,“ segir Gísli. Eitt af því sem Gísli og félagar vinna að nú er að ná samningi við ríkið. Gísli var búinn að fastsetja fundartíma með þáverandi for- sætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Nú leitar hann eftir fundi með arftaka hans. „Allt sem er í jörðu og er eldra en hundrað ára er í raun eign ríkisins, þar sem það telst fornminjar.“ Markmiðið n Undirbúningur staðið í tvö ár n Alþjóðlegt teymi með nýjustu tækni n Gull, óskornir demantar, perlur, silfur, kopar og vín var hluti af farminum Eggert Skúlason eggert@dv.is „Skipið er örugg- lega þarna. Það er hundrað pró- sent öruggt. Klárir og spenntir Gunnar A. Birgisson og Gísli Gíslason hafa undirbúið verkið í tvö ár. Nú er komið leyfi fyrir fyrsta skrefinu. Mynd EGGErt SKúLaSon Tilboð á Lappset útileiktækjum 2016 Leitið til sölumanna í síma 565 1048 HEILDARLAUSNIR FYRIR LEIKSVÆÐI - Leiðandi á leiksvæðum jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is Uppsetningar, viðhald og þjónusta • Útileiktæki • Girðingar • Gervigras • Hjólabrettarampar • Gúmmíhellur • Fallvarnarefni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.