Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Qupperneq 10
Helgarblað 13.–16. maí 201610 Fréttir Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir s: 534 1400 Fokdýr sundsprettur fyrir fjölskylduna í Bláa lóninu n Stakur miði hækkað um 81% á fimm árum n Þriggja manna fjölskylduferð á 22 þúsund krónur V erð fyrir stakan miða í Bláa lónið um sumartíma hefur hækkað um 81 pró- sent á fimm árum. Í sum- ar, frá og með 1. júní næst- komandi, getur ferðamaður sem ekki hefur bókað sér tíma á vefsíðu Bláa lónsins fyrirfram vænst þess að greiða 8.700 krónur fyrir stakan miða sem árið 2011 kostaði 4.800 krónur. Sumardýfa í lóninu hjá pari með einn ungling á aldrinum 14– 15 ára með í för kostar fjölskylduna 22.400 krónur í sumar. Stærra lón og fleiri ferðamenn Spár gera ráð fyrir að hátt í 1,7 milljónir erlendra ferðamanna komi til Íslands á árinu og myndi það þýða sprengingu í fjölgun frá því í fyrra um nærri fimm hundruð þúsund manns. Hundruð þúsunda gesta koma í Bláa lónið sem er einn vinsælasti ferðamannastað- ur landsins og hefur verið áætlað að sjö af hverjum tíu ferðamönn- um sem koma til landsins, hafi við- komu í lóninu. Enda sýndi það sig í ársreikningi Bláa lóns- ins fyrir árið 2014 að gestir borguðu tæpa 3,7 milljarða króna í aðgangseyri það ár. Ársreikningur fé- lagsins fyrir ferða- mannametárið í fyrra liggur ekki fyrir en er vænt- anlegur. Árið 2014 kostaði stakur sum- armiði 6.200 krónur og nýverið var lokið við að stækka Bláa lónið um helm- ing. Ljóst er að tekjur lónsins í fyrra og í ár munu verða umtalsverðar ef fer sem horfir. Hærra verð á háannatíma Verðskrá Bláa lónsins er þannig í dag að boðið er upp á vetrarverð, sem er í gildi frá 1. janúar til 31. maí og svo frá 1. september til 31. des- ember ár hvert. Sumarverð, sem er umtalsvert hærri, er í gildi frá 1. júní til 31. ágúst, á háannatíma ferðamennskunnar á Íslandi. Árið 2014 kostaði almennur miði í lónið 5.400 krónur að vetri til en 6.200 krón- ur að sumri. Í ár er verð á vetrar- miða 5.800 krón- ur en 7.300 krónur á sumrin. Samkvæmt vef Bláa lónsins miðast verð nú þó við að notendur bóki á netinu fyrir- fram. Ef greitt er við komuna í Bláa lónið leggjast 1.400 krónur ofan á verð. Þannig að vetrarmiðinn verð- ur 7.200 krónur en sumarmiðinn á 8.700. Í dag kostar miðinn fyr- ir unglinga, sem skilgreindir eru sem 14–15 ára í Bláa lóninu, 3.600 krónur hvort heldur sem er á vetr- artímanum eða á sumrin. Börn, tveggja til þrettán ára, fá frítt. Hafa ber í huga að þetta er lægsta mögu- lega verð á svokölluðum Standard- pakka, sem veitir aðgang að Bláa lóninu og kísilmaska. Síðan er hægt að fá þrjá dýrari pakka, Comfort, Premium og Luxury. 81% hækkun á fimm árum Í umfjöllun DV um Bláa lónið í júní 2011 kom fram að stakur miði í lón- ið kostaði 4.800 krónur. Samanbor- ið við sumarverðið án netbókun- ar í dag (8.700 kr.) er ljóst að verð á stökum miða, fyrir einstakling sem ekki hefur bókað fyrirfram, hefur hækkað um 81 prósent á þessum fimm árum frá 2011. Eða um 3.900 krónur. Á sama tímabili hefur verð- lag hækkað um 14,5%. Hækkunin er því langt umfram almennt verðlag. Ein skýring á þessum hækkun- um er meðal annars 11 prósenta hækkun sem tilkomin var vegna breytinga sem gerðar voru á virð- isaukaskattslögum í fyrra og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. Fram að því hafði Bláa lónið fallið und- ir undanþágu í lögunum þar sem starfsemi þess taldist til starfsemi sundstaða, heilsuræktar og íþrótta- starfsemi og var lónið undanþegið skattinum. Frá 1. janúar 2016 hef- ur lónið því greitt virðisaukaskatt í lægra þrepi af baðgjöldum, eða 11 prósent. Þessi breyting skilaði sér út í miðaverðið milli ára. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Gríðarlegar vinsældir Spár gera ráð fyrir 1,7 milljónum erlendra ferðamanna í ár. Áætlað hefur verið að 7 af hverjum 10 ferðamönnum fari í Bláa lónið með- an á dvöl þeirra stendur. Aðgangsverðið hefur hækkað umtalsvert á undanförn- um árum. Mynd RóbeRt ReyniSSon Þetta kostar í Bláa lónið núna Standard (netverð) Fullorðnir Unglingar (14–15 ára) Sumar 7.300 kr. 3.600 kr. Vetur 5.800 kr. 3.600 kr. Standard (greitt við komu) Fullorðnir Unglingar (14–15 ára) Sumar 8.700 kr. 5.000 kr. Vetur 7.200 kr. 5.000 kr. Ef ekki er bókað á netinu fyrirfram og greitt við komuna í Bláa lónið leggjast 1.400 krónur á verðið. Þessi tafla sýnir verð með því álagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.