Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 13
Helgarblað 13.–16. maí 2016 Fréttir 13 S teinar Þór Guðgeirsson, hæstaréttarlögmaður og ráð- gjafi Seðlabanka Íslands, og Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðla- bankans (ESÍ), hafa tekið sæti sem fulltrúar stjórnvalda í stjórn Lyfju. Kröfuhafar slitabús Glitnis framseldu allt hlutafé Lyfju, sem er ein af stærstu lyfjakeðjum landsins, til íslenska ríkisins fyrr á þessu ári sem hluta af stöðugleikaframlagi þeirra. Lyfja var yfirtekið af Glitni árið 2012 þegar þáverandi eigandi fé- lagsins gat ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Tilraunir Glitnis í kjölfarið til að selja fyrirtækið til fjárfesta báru hins vegar engan ár- angur, ekki síst vegna þess, sam- kvæmt heimildum DV, að Glitn- ir vildi fá erlendan gjaldeyri til sín við söluna. Á árinu 2014 nam hagnaður Lyfju 293 milljónum króna og meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári. Þá jókst einnig hagnað- ur fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) og var samtals 667 millj- ónir en velta fyrirtækisins var tæp- lega 8.500 milljónir á árinu 2014. Lyfja er eitt af fjölmörgum fyrir- tækjum sem íslenska ríkið eignað- ist hluti í vegna stöðugleikafram- laga föllnu bankanna. Þannig er ríkið meðal annars orðið hluthafi í félögum á borð við Lýsingu, Reiti fasteignafélag, tryggingafyrirtækið Sjóvá og Eimskip. Haukur og Stein- ar sitja í stjórnum fjölmargra fé- laga sem voru framseld til stjórn- valda í kjölfar nauðasamninga gömlu bankanna. Þá var Haukur einnig nýlega skipaður af fjármála- ráðherra í þriggja manna stjórn fé- lagsins Lindarhvols ehf. en það mun annast umsýslu með og fulln- usta þær tugmilljarða eignir sem voru afhentar ríkinu í tengslum við stöðugleikaframlög slitabúanna. n hordur@dv.is YOUR BEST CHOICE IN COLOR. HANNAH IS WEARING SHADE N° 3-65 PALETTE DELUXE NOW WITH LUXURIOUS OLEO-GOLD ELIXIR. TURN COLOR INTO A LUXURY. FOR UP TO 30% MORE SHINE.* EUROPE'S NO. 1 NEW Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum. Stjórnvöld með tvo fulltrúa í stjórn Lyfju Steinar Þór og Haukur C. Benediktsson koma nýir inn í stjórn Lyfja Er að fullu í eigu ríkisins. Mynd Sigtryggur Ari StjórnvöLd Sýna afLandS- krónueigendum á SpiLin n frumvarp kynnt í næstu viku n Opinn gluggi í fjórar vikur n Hvati að sem flestir taki þátt n Stórauknar heimildir lífeyrissjóða í apríl í fyrra þegar bankinn fór fram á að taka það yfir af framkvæmda- hópi stjórnvalda um losun hafta. Sá hópur sem hefur einkum unnið að undirbúningi útboðsins hefur ver- ið skipaður þeim Sturlu Pálssyni, framkvæmdastjóra markaðsvið- skipta og fjárstýringar í Seðlabank- anum, Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits- ins, og Benedikt Gíslasyni, ráðgjafa fjármálaráðherra. Þá vann Lilja Al- freðsdóttir, fyrrverandi aðstoðar- framkvæmdastjóri á skrifstofu seðla- bankastjóra og alþjóðasamskipta, náið með hópnum áður en hún var skipuð í embætti utanríkisráðherra í síðasta mánuði. Á síðustu vikum, samhliða því að vinna við útboðið hefur verið á loka- metrunum, hefur verið lögð á það mikil áhersla að frumvarpið um stöð- ugleikareikninga og framkvæmd út- boðsins muni ekki hafa nein neikvæð áhrif á lánshæfismat ríkissjóðsins. Þar hafa stjórnvöld meðal annars notið liðsinnis fjárfestingabankans JP Morgan auk þess sem bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit hefur veitt ráðgjöf í tengslum við útboðið. Þá hafa stjórnvöld einnig upplýst Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn og stóru láns- hæfismatsfyrirtækin um þá aðferða- fræði sem verður beitt til að leysa aflandskrónuvandann svo hægt sé að taka afgerandi skref í að opna nán- ast alfarið á erlendar fjárfestingar Ís- lendinga. n Fær tæki til að stemma stigu við vaxta- munarviðskiptum Stjórnvöld stefna að því að samtímis fyrirhuguðu aflandskrónuútboði í næsta mánuði verði Seðlabankinn tilbúinn með í vopnabúri sínu stjórntæki til að stemma stigu við miklu innflæði kviks áhættufjár- magns á grundvelli vaxtamunarvið- skipta, samkvæmt heimildum DV. Þar er einkum horft til þess að Seðlabankinn geti beitt sérstakri bindiskyldu í því skyni að gera slík viðskipti hættulegri fyrir fjárfesta og ávinninginn af þeim minni. Leggja þarf fram frumvarp fyrir Alþingi til að gera Seðlabankanum kleift að beita slíku stjórntæki. Frá því um mitt síðasta ár hafa erlendir fjárfestingarsjóðir, meðal annars núver- andi aflandskrónueigendur, staðið að baki um 80 milljarða gjaldeyrisinnflæði vegna kaupa á óverðtryggðum ríkisskuldabréf- um. Sú staðreynd að vaxtamunarvið- skiptin séu núna einkum drifin áfram af aflandskrónueigendum, ásamt einnig kröfuhöfum gömlu bankanna, sem hafa verið fastir með fé sitt undir höftum á Íslandi um árabil, þykir vísbending að um sé að ræða afar kvikt fjármagn, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála. Í ræðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á ársfundi Seðla- bankans í marsmánuði síðastliðnum kom meðal annars fram að mikilvægt væri að þróa stjórntæki sem hægt væri að beita til að draga gagngert úr óhóflegu fjármagnsinnflæði vegna vaxtamunarviðskipta. Valkostirnir í þeim efnum væru einkum skattur eða sérstök bindiskylda en í báðum tilfellum er þörf á lagabreytingum. „Færa má fyrir því rök að slíkt tæki þurfi að vera komið á lögbókina um líkt leyti og fyrirhugað útboð vegna aflandskróna fer fram því að gangi það eins vel og stefnt er að er hugsanlegt að traust á Íslandi aukist enn og fjármagnsinnstreymi magnist,“ sagði seðlabankastjóri. Margboðað aflandskrónuút- boð Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra hyggst gera grein fyrir frumvarpi sínu á ríkis- stjórnarfundi í næstu viku. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.