Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 22
Helgarblað 13.–16. maí 201622 Fréttir Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Bæjarlind 1-3 - 201 Kópavogur - Sími: 571 5464 Sjáðu úrvalið á www.tiskuhus.is Stærðir 38-54 100% NÁTTÚRULEGT, FLJÓTANDI JÁRN ÁN AUKAEFNA MAMMA VEIT BEST KYNNIR: Purelife Red Iron Purelife Red Iron er unnið úr steingerðum jarðlögum þar sem plöntur og steinefni hafa myndað einstaka járnríkan jarðveg sem droparnir eru unnir úr. Hentar barnshafandi konum Milt í magann - engin hægðatrega Öruggt og áhrifaríkt GLÚTENLAUST - GERLAUST - MJÓLKURLAUST - VEGAN Mamma veit best - Laufbrekka 30 - 200 Kópavogur mammaveitbest.is 100% NÁTTÚRULEGT, FLJÓTANDI JÁRN ÁN AUKAEFNA MAMMA VEIT BEST KYNNIR: Purelife Red Iron Purelife Red Iron er unnið úr steingerðum jarðlögum þar sem plöntur og st i efni haf myndað einstaka járnríkan jarðveg sem droparnir eru unnir úr. Hentar barnshafandi konum Milt í magann - engin hægðatrega Öruggt og áhrifaríkt GLÚTENLAUST - GERLAUST - MJÓLKURLAUST - VEGAN Mamma veit best - Laufbrekka 30 - 200 Kópavogur mammaveitbest.is MAMMA VEIT BEST KYNNIR: Purelife Red Iron 100% NÁTTÚRULEGT, FLJÓTANDI JÁRN ÁN AUKAEFNA Purelife Red Iron er unnið úr steingerðum jarðlögum þar sem plöntur og steinefni h fa myndað einstaklega járnríkan jarðveg sem droparnir eru unnir úr. • Hentar barnshafandi konum • Milt í magan - engin hægðartregða • Öruggt og áhrifaríkt GLÚTENLAUST - GERLAUST - MJÓLKURLAUST - VEGAN n Sex ára stúlka bundin á fótum með sippubandi til að gera æfingu rétt n Viðurkennd aðferð segir formaður F aðir sex ára stúlku segir dóttur sína ekki fara á aðra æfingu hjá Fimleikadeild Fylkis í Ár­ bænum eftir að hún var, að hans mati, beitt harðræði á æfingu. Stúlkan unga hafi kom­ ið grátandi heim af æfingu eftir að þjálfari, sem nýlega fór að þjálfa hana, batt fætur henn­ ar saman með sippubandi því hún gat ekki gert tiltekna æf­ ingu á tvíslá rétt. Formaður fimleikadeildarinnar segir þjálfunaraðferðirnar ekki óeðlilegar. Þjálfarinn kveðst hafa spurt stúlkuna leyfis. Kvíðin og lítil í sér „Honum er alveg sama, hann virðist ekki skilja og segir þeim bara að gera hitt og þetta. Það hafa fleiri haft samband við okkur og spurt hvort við höfum tekið eftir breytingum hjá okkar börnum,“ segir Gauti Fannar Gestsson, faðir um­ ræddrar stúlku. Hann segir að dóttir sín hafi verið orðin lítil í sér og farin að kvíða því að mæta á æfingar. Að sögn Gauta hafa engin skýr svör borist frá Fylki varðandi málið. Foreldrum boðið að funda með þjálfara Í samtali við DV sagði Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður Fimleika­ deildar Fylkis, að foreldrunum hafi verið boðið að tala við þjálfarana. Sömuleiðis hafi dótturinni verið boðið að færa sig í annan hóp, þar sem hún sé í keppnishóp. Í keppnis­ hópnum eru nokkrar stelpur valdar og gerðar eru meiri kröfur til þeirra. DV spurði Guðrúnu hvort hún kann­ aðist við að þjálfarinn hafi bund­ ið saman fæturna á stúlkunni með sippubandi vegna þess að hún hafi ekki getað gert æfingu rétt. Segir Guðrún að það sé eðlilegt að settur sé púði eða að fæturnir séu bundnir þegar gerðar séu æfingar á tvíslá. „Hann spurði hvort hann mætti binda fæturna, því það væri betra. Bæði þjálfarinn og aðstoðarþjálfari hans sögðu að hún hefði jánkað þegar ég spurði þau nánar um þetta,“ segir Guðrún, sem þvertekur fyrir að harðræði hafi verið beitt. Bað leyfis Karak Olah István er þjálfarinn sem um ræðir og hefur hann svipaða sögu að segja og Guðrún. Hann segist hafa spurt stúlkuna hvort hann mætti setja band utan um fæturna á henni og hún hafi gefið leyfi til þess Hann segist aldrei hafa fengið kvart­ anir á því átta og hálfa ári sem hann hafi starfað hjá Fylki. „Ég myndi vilja fá að tala við föð­ urinn augliti til auglits, ef hann er að ásaka mig um eitthvað,“ segir Karak að lokum. Kom grátandi heim „Barnið mitt kemur grátandi heim út af þessu,“ segir Gauti Fannar þegar viðbrögð fimleikadeildarinnar eru borin undir hann. „Ef þú ert full­ orðinn maður og þjálfari og spyrð sex ára barn um leyfi til að gera eitthvað, hver er með valdið? Mín skoðun er sú að þetta sé gjörsamlega fyrir neð­ an allar hellur og hún upplifði þetta svona,“ bætir hann við. DV leitaði álits hjá Ásu Ingu Þor­ steinsdóttur, framkvæmdastjóra Gerplu, á þeim þjálfunaraðferðum sem hér hefur verið lýst. Ása segir að hún viti ekki til þess að börn séu bundin, en ef barnið upplifi ein­ hvers konar misbeitingu væri slíkt grafalvarlegt mál. Hún lagði þó áherslu á að erfitt væri fyrir hana að tjá sig um mál sem hún væri ekki kunnug. n Með börnunum Gauti fannar og dætur hans tvær. Bundin á fótum Faðir sex ára stúlku segir að hún hafi verið beitt harðræði á æfingu hjá fim- leikadeild Fylkis á dögunum. Hún var bundin á fótum til að gera æfingu á tvíslá. Forsvarsmenn fimleikadeildarinnar segja aðferðirnar ekki óeðli- legar og hafna því að harðræði hafi verið beitt. Arnar Örn Ingólfsson arnarorn@dv.is „Barnið mitt kemur grátandi heim út af þessu Fimleika- þjálFari sakaður um harðræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.