Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 24
Helgarblað 13.–16. maí 201624 Fréttir Erlent avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAMLEGA Gullgrafari fann mola á stærð við hænuegg n Líklega úr skipi sem ferjaði gull frá Ástralíu n Stærsti moli sem fundist hefur við Bretland G ullleitarmenn og aðrir ævin- týramenn flykkjast nú í fjöru eina við Bretlandsstrendur eftir að sextugur Breti fann gullmola við ströndina. Gullmolinn er talinn vera úr segl- skipinu Royal Charter, sem fórst við norðvesturströnd Wales í fellibyl árið 1859. Vincent Thurkettle átti ekki til aukatekið orð þegar það rann upp fyrir honum að glitrandi steinn sem hann fann neðansjávar, steinsnar frá ströndinni, reyndist vera úr skíra- gulli. Um var að ræða tæplega 100 gramma gullmola, á stærð við hænu- egg. Molinn er talinn vera hluti af 21 milljarðs króna fjársjóði sem legið hefur neðansjávar í meira en 150 ár. Verðmæti gullmolans hleypur á tæp- lega níu milljónum króna. Um er að ræða stærsta gullmola sem fundist hefur á Bretlandseyjum, að sögn breska blaðsins Mirror. Sá næststærsti fannst árið 1808 og mældist 59 grömm. Varð agndofa Fram kemur í umfjölluninni að fjár- sjóðsins hafi verið leitað allar götur síðan skipið sökk. Sjálfur hefur Vincent leitað stíft. Hann varði sjö sumrum við fjársjóðsleit áður en hann rakst á gullmolann. Á hverju sumri fékk hann fjölskyldumeðlimi til liðs við sig í um sex vikur. Hann fann molann í lítilli sprungu á hafs- botni, þegar hann var að snorka við strönd Anglesey í Wales. „Ég varð agndofa þegar ég sá molann. Sólin skein svo það glampaði á hann. Og vegna þess að hann var undir vatni virtist hann risastór.“ Hann segist aðeins hafa gert ráð fyrir að finna gullryk. Því hafi fundurinn komið honum gjörsamlega í opna skjöldu. „Þetta var ótrúleg stund.“ Hann segir að fyrsta hugsunin hafi verið sú að svona mola hefði hann hvergi sé nema á söfnum. „Ég vildi ekki snerta hann til að byrja með heldur reyna að grafa í minnið þessa ótrúlegu stund og átta mig á hversu fallegur hann var.“ Hann seg- ir að molinn hafi strax minnt sig á Faberge-egg. Þegar hann hafi tekið molann upp hafi hann verið þyngri en hann hafði gert sér í hugarlund. Hélt fundinum leyndum Vincent greindi aðeins nýverið frá fundinum en molann fann hann í raun árið 2012. Hann vildi fullvissa sig um að ekki væri meira gull á svæðinu, áður en hann gerði öðrum viðvart – lái honum hver sem vill. Þannig háttaði nefnilega til að þegar Vincent fann molann hafði óveður skolað ógrynni af sandi af botninum – og leitt þannig í ljós svæði sem hafði verið hulið áratugum saman. „Ég hef leitað að gulli í 39 ár og hand- leikið marga mola – en aldrei hef ég fundið svona stóran mola sjálfur.“ Talið er að ekki færri en 450 manns hafi farist með skipinu þegar það sökk, þann 26. október árið 1859. Skipið var á leið til Liverpool en í farmi þess var gull frá Ástralíu. Molann fann Vincent á fimm metra dýpi í um 40 metra fjarlægð frá þeim stað þar sem skipið fór niður. Fær fundarlaun Það sem kann að skýra þann drátt sem hefur orðið á því að Vincent gerði grein fyrir fundinum er sú stað- reynd að molanum varð hann að skila til krúnunnar. Lög kveða á um það – í ljósi þess hve nærri flakinu hann fannst. „Ég var miður mín að þurfa að láta hann af hendi, en ég held reyndar að það sé mikilvægt að hann fái notið sín á safni – fyrir allra augum.“ Hann bætir við að molinn hafi verið orðinn honum mjög kær, en fyrir hann fær hann þó einhver fundarlaun. Hann segir fundinn þó til marks um að fólk geti enn gert stórmerkilegar uppgötvanir við Bret- landsstrendur. n Seglskip Skipið hefur legið á hafbotni í 157 ár. Gullmoli Vincent þurfti að láta molann af hendi. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Laugavegur 24 Sími 555 7333 publichouse@publichouse.is publichouse.is BENTO BOX 11.30–14.00 virka daga / LUNCH 11.30–15.00 um helgar / BRUNCH 1.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.