Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Blaðsíða 25
Helgarblað 13.–16. maí 2016 Fréttir Erlent 25 F jögur smábörn í Bandaríkj- unum létust á einni viku í apríl eftir að þau komust í skotvopn á heimilum sínum og skutu sig í ógáti. Í þeirri sömu viku skaut tveggja ára stúlka móður sína til bana þegar þær keyrðu í gegnum smá- bæ í Milwaukee-ríki. Stúlkan fann skammbyssu undir bílstjórasætinu og tók í gikkinn. Bandaríska stórblað- ið New York Times birti ný- verið fréttaskýringu þar sem vakin er athygli á tíðni dauðsfalla í landinu sem rekja má til þess að börn á aldrinum eins til þriggja ára komust í skotvopn. Eins og gefur að skilja er þar í öll- um tilvikum um að ræða voðaskot sem börnin verða oftast sjálf fyrir. Í umfjöll- un blaðsins segir að um 30 Bandaríkjamenn hafi lát- ist í slíkum slysum í fyrra og að árlega verði um 30 þúsund dauðsföll þar sem skotvopn komi við sögu. Í sömu viku og smábörn- in fjögur létust komu einnig upp fimm önnur dauðsföll í landinu sem rekja má til þess að börn eða unglingar komust í skotvopn. Þar er einnig sagðar sögur nokkurra bandarískra barna sem hafa dáið eftir voðaskot. Sha'Quille Kornegay, tveggja ára gömul stúlka sem var jörðuð í Kansas City í Missouri í apríl síðastliðnum, er eitt þeirra. Hún fann skammbys- su sem faðir hennar geymdi und- ir kodda uppi í rúmi. Byssan var búin laser-geisla sem vakti áhuga litlu stúlk unnar. Þegar faðir henn- ar vaknaði lá Sha'Quille grátandi á gólfinu með skotsár á höfði. Hún var jörðuð nokkrum dögum síðar, í bleikri líkkistu og með litla kórónu á höfðinu sem faldi sárið. Faðir henn- ar, Courtenay Block, var ákærð- ur fyrir manndráp og vanrækslu barns. Í yfirheyrslum hjá lögreglu viðurkenndi Block að hafa falið byssuna áður en hann hljóp með dóttur sína út úr húsinu til að kalla eftir aðstoð. Kiyan Shelton, þriggja ára drengur, er annað barn sem New York Times fjallar um. Kiyan var að leik í eldhúsinu heima hjá sér þegar farsími móður hans, Kan- ishu Shelton, fór að hringja ofan í veski hennar. Hann náði sér í stól og klifraði upp á eldshúsborðið. Í veskinu var einnig lítil skamm- byssa. Nokkrum sekúndum síðar heyrði Kanisha skothvell og fann síðan Kiyan með skotsár á brjósti. Hann var úrskurðaður látinn á há- skólasjúkrahúsi Indiana polis- borgar síðar um kvöldið. n Hópefli í fákaseli Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.Is | símI: 483 5050 Matur, drykkur og skemmtun Fjögur smábörn létust af völdum voðaskota n Tveggja ára stúlka í Missouri fann skammbyssu undir kodda föður síns n 30 deyja á ári hverju Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Dýrkeypt mistök Árið 2015 mátti rekja um 280 voðaskot til þess að börn eða unglingar komust í skotvopn. Tveggja ára Sha'Quille Kornegay fann byssu undir kodda föður síns. Hún var jörðuð í lítilli bleikri kistu í Kansas City í síðasta mánuði. Ákærður Courtenay Block, faðir Sha'Quille Kornegay, hefur verið ákærður fyrir manndráp. » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum. Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Verkstæði og viðgerðarþjónusta Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og viðgerðarþjónustan. Á verkstæði okkar erum við með öll tæki til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla vélum. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.