Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Qupperneq 40
Helgarblað 13.–16. maí 201640 Sport Er bíllinn klár fyrir sumarið? Við einföldum líf bíleigandans Ferðabox Reiðhjóla- grindur Þverslár n Boleyn Ground kvaddur n Reid í hóp þeirra sem skoruðu kveðjumörkin á frægum leikvöngum Þeir skoruðu síðustu mörkin N ýsjálenski varnarmaður- inn Winston Reid tryggði West Ham United 3-2 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudagskvöld. Markið kom á lokamínútum leiksins og reyndist jafn sögulegt og það var dramatískt. Þetta mikilvæga sigurmark Reid, sem leikið hefur með West Ham frá árinu 2010, reyndist nefnilega síð- asta markið sem skorað verður á Boleyn Ground, heimavelli félags- ins síðastliðin 112 ár. Þegar flautað var til leiksloka blésu stuðnings- menn West Ham sápukúlum í síð- asta skipti yfir völlinn sinn sem lengi vel var kenndur við Upton Park. West Ham flytur sig á næst- unni yfir á Ólympíuleikvanginn í Stratford í Lundúnum og ljósin verða slökkt á Boleyn Ground. Sigurmark Reid mun væntan- lega lifa í hugum áhangenda West Ham um ókomna tíð, en hverjir skoruðu síðustu mörkin á öðrum sögufrægum leikvöngum enskra félagsliða? DV rifjar upp nokkur söguleg síðustu mörk. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is The Dell Matt Le Tissier (2001) Það var eitthvað svo ótrúlega viðeigandi að síðasta markið sem skorað var á hinum agnarsmáa en sjarmerandi heimavelli Southampton, The Dell, væri skorað af goðsögninni Matt Le Tissier. Enski framherj- inn lék allan sinn 16 ára feril með félaginu og skoraði þar yfir 200 mörk – þar af flest stórglæsileg. Mörg voru líka mikilvæg enda Southampton oft í botnbaráttu á lokadögum mótsins. En í lok leiktíðarinn- ar 2000/2001 var sætið tryggt. Síðasti leikurinn á The Dell, heimavelli félagsins til 103 ára, var gegn Arsenal. 15.252 áhorfend- ur smekkfylltu völlinn og vonuðust eftir hinum fullkomna endi. Staðan var 2-2 þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum þegar Le Tissier, sem ekki hafði skorað mark á tímabilinu, fékk boltann skoppandi til sín í teignum, sneri sér og hamraði hann við- stöðulaust í fjærhornið með vinstri á loka- sekúndum leiksins. Allt ætlaði hreinlega um koll að keyra á The Dell og kveðjustundin ósvikin og fullkomin. Boleyn Ground West Ham lék sinn síðasta leik á vellinum gegn Man Utd á þriðjudags- kvöld. Leiknum lauk með 3-2 sigri Hamranna og skoraði Winston Reid síðasta markið á þessum ágæta velli. Mynd EPA Filbert Street Matt Piper (2002) Leicester City tryggði sér sinn fyrsta úrvalsdeildartitil í 132 ára sögu félagsins á dögunum en fyrir 14 árum var sagan önnur. Á lokadegi mótsins tímabilið 2001/2002 var ljóst að Leicester var fallið og yrði í neðsta sæti deildarinnar hvernig sem lokaleikurinn gegn Tottenham færi á Filbert Street, sem hafði verið heimavöllur félagsins í 111 ár. Teddy Sheringham kom Spurs yfir með víta- spyrnu í fyrri hálfleik áður en Paul Dickov jafnaði. Skallamark miðjumannsins Matt Piper reyndist síðan ekki aðeins sigurmark Leicester heldur einnig síðasta markið sem skorað var á Filbert Street. Maine Road Michael Svensson (2003) Það eru ekki alltaf heimamenn sem eiga lokaorðið, eins og Manchester City komst að þegar kom að því að kveðja Maine Road í lok tímabilsins 2002/2003 eftir 80 ár. Southampton kom í heimsókn og var ekkert á því að leyfa City að fá hinn fullkomna kveðjuleik eins og Southampton hafði sjálft fengið tveimur árum áður. Skallamark frá sænska miðverðinum Michael Svensson á 34. mínútu leiksins reyndist það síðasta á Maine Road. Highbury Thierry Henry (2006) Það var sömuleiðis viðeigandi að síðasta markið á Highbury, heimavelli Arsenal, væri skorað af franska snillingnum Thierry Henry – markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Lokaleikur 2005/2006 tímabilsins var mikilvægur fyrir Arsenal sem þurfti að vinna Wigan og treysta á að Tottenham tapaði gegn West Ham til að tryggja sér Meistara- deildarsæti. Í stöðunni 3-2 Arsenal í hag fengu þeir víti þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það kom aldrei neitt annað til greina en að Henry tæki það. Hann skoraði auð- vitað úr vítinu, sitt þriðja mark í leiknum og síðasta markið sem skorað var á Highbury, í 93 ára sögu Arsenal á leikvanginum. Henry fagnaði markinu með því að kyssa grasið í kveðjuskyni. Tottenham tapaði gegn West Ham og fjórða sætið var Arsenal. Fullkom- inn dagur og dramatískur hjá Skyttunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.