Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Side 44
Helgarblað 13.–16. maí 201644 Lífsstíll 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is K ynfræðingurinn Sigríð­ ur Dögg Arnardóttir situr aldrei auðum höndum. Nýjasta bók hennar „Á rúmstokknum“ var að koma sjóðandi heit í verslanir en hana gaf hún út sjálf og fjármagnaði útgáfuna með uppistandi um það þegar hún sjálf var að uppgötva sig sem kyn­ veru. „Bókin er svona ekta bók sem á heima á kaffistofunni á vinnustöðum eða í sumarbústaðnum. Bókina má lesa upphátt fyrir hvort annað en hún er tilvalin til þess að brjóta ísinn. Bókin er þannig sett upp að það má krota í hana, myndskreyta og taka túss og strika undir. Hún er ætluð fullorðnu fólki og í henni eru pistlar sem ég hef skrifað árin 2010–2015. Sumir birtust í Fréttablaðinu og sumir hafa aldrei áður verið birtir. Að auki eru spurningar og svör frá lesendum.“ Það leynir sér ekki á röddinni að Sigga Dögg er ánægð með afrakstur­ inn og stolt yfir að hafa komið þessu hugarfóstri í heiminn. Við útgáfu er að mörgu að huga en bókin var sett upp af eiginmanni hennar, forsíðu­ myndin var tekin við rúmstokkinn þeirra og prentunin var fjármögnuð með uppistandi. „Mig langaði til þess að prófa að gefa út bókina sjálf og til þess þurfti ég að útvega mér fjármagn. Ég hef alltaf haft mjög gaman af uppistandi en hélt samt að það væri frátekið fyrir klárara og fyndnara fólk en mig. Margir hafa þó sagt við mig að fyrir­ lestrarnir mínir séu hálfgert uppi­ stand og þess vegna ákvað ég að það væri engu að tapa. Markmiðið var að fólk gæti hlegið, hvort sem það var að mér eða með mér og ef fólk gerði það þá var komin möguleg fjármögn­ unarleið. Málið er að þora að taka áhættuna og það hefur aldeilis skilað sér. Ein vinkona mín sagði mér í kjöl­ farið, að fyrst ég þyrði að halda uppi­ stand ætli hún að halda tónleika!“ Frelsandi að hlæja að sjálfri sér Sigga Dögg gerir skýran greinarmun á faglegum kynfræðifyrirlestrum og uppistandi. Hún hefur verið vinsæll fyrirlesari fyrir unglinga og foreldra þeirra í grunnskólum landsins auk þess sem hún hefur frætt fagfólk og annað áhugafólk um kynlíf og kyn­ fræðslu. Við slíkar kringumstæður fær hún oft spurningar er varða hana sjálfa sem kynveru sem hún gefur þá lítið fyrir. Í uppistandinu hefur hún þó gefið annan tón sem segja má að sé mun persónulegri. „Uppistandið, sem heitir „Kyn­ fræðingur verður til“ er um mig að uppgötva mig sem kynveru þegar ég var unglingur. Það fjallar til dæmis um mínar uppgötvanir í kynlífi og hvernig það er ekki alltaf á jafnréttis­ grundvelli. Ég er að uppræta alls konar mýtur og segja frá feilsporum mínum í kynlífi. Þetta eru sem sagt alls ekki „þú ert með lítið typpi“­ brandarar heldur er ég að hlæja að sjálfri mér og það er svo frelsandi.“ Sigga Dögg hikar hvergi og nefn­ ir nokkur dæmi um það sem uppi­ standið hefur upp á að bjóða. „Ég er að lýsa upplifun allt frá því að nálgast þá sem ég var skotin í, yfir í það þegar ég snerti typpi í fyrsta sinn og fór í fyrsta sleikinn. Ég var svo hispurslaus og hafði strax á ung­ lingsaldri afskaplega gaman af þess­ um uppgötvunum. Oft dansar uppi­ standið á mörkum raunveruleikans og hins ýkta gríns, stundum þannig að ekki alveg hægt að greina á milli. Sumar frásagnirnar eru lygilegar en í þeim felst líka oftast sannleikurinn.“ Viðtökurnar hafa komið Siggu Dögg á óvart, þær skiluðu áhorf­ endafjölda sem dugði fyrir prentun og öðrum útgáfukostnaði í tengslum við „Á rúmstokknum“ en þrátt fyrir það virðist kynfræðingurinn ekki ætla að hætta að gera grín. „Uppistand mitt er háfemínískt enda geri ég þar grín að kröfunum sem eru gerðar til kvenna og hvernig þær skipta engu máli þegar kemur að ástinni og kynlífi. Ég geri til dæmis ógeðslega mikið grín að háreyðingu, blúndum, g­strengjum, því hvernig við nálgumst kynlíf og hvert hlutverk þitt er þegar þú ert með píku í kyn­ lífi. Það skal því engan undra að það eru fyrst og fremst konur sem bóka mig og það eru konur sem mæta á mín uppistönd þrátt fyrir að uppi­ stand hafi hingað til verið mikill karlaheimur.“ Næsta uppistand Siggu Daggar „Kynfræðingur verður til“ verður í Þjóðleikhúskjallaranum þann 19. maí en miða má nálgast á tix.is. Á rúmstokknum er komin í búðir og nú er bara að leggjast upp í sófa með bókina, lesa upphátt og ræða opin­ skátt um efni bókarinnar. n Kynfræðingur grínast og gefur út bók Hélt að uppistand væri frátekið fyrir klárara og fyndnara fólk Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar Ánægð og stolt Sigga Dögg er ánægð með afraksturinn Myndir SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.