Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 60
Helgarblað 13.–16. maí 201660 Fólk Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322 CNC renniverkstæði Spádómar um Eurovision Þ ó svo að Greta okkar Salóme hafi fallið úr keppni á full- komlega óskiljanlegan hátt síðasta þriðjudag, eru Ís- lendingar enn spenntir fyrir úrslitum í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer á laugardagskvöldið. Grillveislur, búningapartí og aðrar samkomur eru löngu orðnar hefð hjá unnendum dægurtónlistar um þetta leyti í maí. DV leitaði til nokkurra Eurovision-spekinga og fékk þá til að svara eftirfarandi spurningum: Gerður Kristný skáld 1 Ég ætla að halda með Hollending-um í ár. Lagið þeirra er svo ljúft. Þriðjudagskvöldið var býsna skemmti- legt. Hápunkturinn var þegar ísbíllinn hringdi skyndilega fyrir utan húsið mitt í miðri keppni og við synir mínir hlupum öll út á náttfötunum til krækja okkur í ís. 2 All Kinds of Everything með hinni írsku Dönu verður alltaf Eurovision-lagið mitt. Það er svo fallegt. Síðan vann það líka vorið sem ég kom í heiminn. Á tónhlöðunni minni er ég svo með sænska lagið This Is My Life með Önnu Bergendahl frá árinu 2010. Það er bráðfallegt. 3 Ég verð heima hjá mér. Við fjölskyldan eigum eftir að horfa á keppnina með öðru auganu, spjalla heilmikið saman um lögin og atriðin og jafnvel borða gotterí. Brandur Logi Tumason nemandi 1 Ég held að það verði Rússland af því að það er með flott atriði og gott lag. Frakkland er líka mjög gott í ár. 2 Uppáhalds Eurovision-lagið mitt frá upphafi er Augnablik sem heitir Now á ensku. Alda Dís söng það í keppninni hér heima 2016 og lenti í öðru sæti á eftir Gretu. Ég held líka mikið upp á All Out of Luck með Selmu, en í þessari keppni er það rússneska lagið. Mér finnst það mjög skemmtilegt og flott á sviði. 3 Ég verð hjá fjölskyldunni minni pabba megin að horfa á Eurovision og kannski kjósa. Ég hlakka mikið til. Lísa Kristjáns- dóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur 1 Ég spái Frakklandi sigri, svo held ég reyndar að Brigitte Bardot frá Austurríki verði ansi ofarlega. 2 Mitt „all time favorite“ Eurovision-lag er klisja frá a-ö. Það er Svíþjóð 1999, Charlotte Nilson. Ég spáði því sigri og Selmu öðru sæti í útvarpsviðtali og var ekki vinsæl fyrir vikið. En það lag hefur allt sem júrópopp ætti að hafa. Tvær upphækkanir, blásturshljóðfæri og bara allan pakkann. 3 Á laugardaginn verð ég í Kaupmannahöfn á vinnufundi, býst ekki við að sjá mikið af keppninni. En ég fylgist með á Twitter og Facebook. Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður 1 Ég er ekki búin að gera alveg upp hug minn, er samt búin að sjá flest myndböndin! hahaha. Ég held með Armeníu í augnablikinu, hún er alveg svakaleg söngkonan. Reyndar man ég ekkert hvernig lagið er. 2 Uppáhaldslögin eru nokkur. Eistland árið 2009, Sebastian Tellier fyrir Frakkland 2008, Cezar fyrir Rúmeníu 2013 eru öll góð í partíið. Spánn í fyrra sló öll met með mynd- bandinu sínu og á þar með sérstakan stað í mínu „corazon“. Loreen er auðvitað aðaldrottningin líka! 3 Ég ætla að vera í Kramhúsinu á laugar-daginn, maður kemst ekki inn í það partí nema í búningi. Kannski skelli ég mér bara í Loreen- outfittið [Loreen keypti klæðnað eftir Eygló þegar hún heimsótti Ísland um daginn, innsk. blm.]. Ég þarf að finna hárkollu, synd að ég skyldi klippa mig um daginn. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og lagahöfundur 1 Ég spái því að Svíþjóð sigri með lagið If I Were Sorry. Lagið er bara svo mikið eins og lögin í dag eru, lítið, krúttlegt, einlægt. Stóru lögin með „wall of sound“ eru orðin örlítið þreytt og þess vegna held ég að hinn sænski Frans fari mjög langt. Austurríki og Rússland verða einnig ofarlega. 2 Uppáhaldslög eru mörg. Af þeim íslensku er það Nína en svo finnst mér serbneska lagið Molitva sem Marija Šerifović flutti 2007 eitt það allra besta í keppninni frá upphafi. 3 Ég verð heima á laugardaginn með fjölskyldu. Ragnheið- ur, konan mín, var samt eitthvað að ýja að óvæntum laugardegi þannig að kannski koma nokkrir óvæntir og skemmtilegir gestir í heimsókn. n Mikil tilhlökkun n Gotterí og góður félagsskapur í vændum Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is 1 Hvaða lagi spáir þú sigri í keppninni á laugardaginn? 2 Hvað er þitt uppáhaldslag úr keppninni, frá upphafi? 3 Hvar verður þú á laugardags-kvöldið? Mynd Hanna andRésdóttiR Mynd sigtRygguR aRi Sérbakað fyrir þig Allt fyrir fermingar tertur, heitir réttir, brauðtertur, snittur og margt fleira. Sími: 483 1919 - almarbakari@gmail.com Hveragerði og Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.