Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 5
Helgarblað 27.–30. maí 2016 Fréttir 5 Makrílstuldur í Gana kostaði ISI 97 milljónir I celand Seafood International (ISI) neyddist til að greiða jafn- virði 97 milljóna króna til að endurheimta hundruð tonna af heilfrystum íslenskum makríl sem ganverskir þjófar stálu í fyrra. Þjófarnir stálu útflutningsskjölum af flutningafyrirtæki í Gana sem átti að koma þeim til viðskiptabanka ís- lenska sölu- og markaðsfyrirtækis- ins þar í landi. Höfðu þeir sem hand- hafar skjalanna umráðarétt yfir makríln um. Mikill tilkostnaður Samkvæmt nýbirtum ársreikn- ingi ISI var skjölunum stolið eftir að þau voru send frá Íslandi til Gana. Heildarkostnaður fyrirtækisins við að endurheimta þau nam 680 þús- und evrum í árslok 2015, eða rúm- um 97 milljónum króna miðað við þáverandi gengi. Í reikningnum seg- ir að fyrirtækið reyni nú að fá tjón- ið bætt. Í svari ISI við fyrirspurn DV segir að þjófnaðurinn hafi verið tilkynntur ganverskum lög- regluyfirvöld- um. Ekki fengust nákvæmar upp- lýsingar um hvenær atvikið átti sér stað aðrar en þær að uppsjávarfisknum var stolið á fyrri árshelmingi 2015. Um heilfrystan makríl, með haus og hala, var að ræða en fyrirtækið vill ekki gefa upp heildarverðmæti sendingarinnar. Því hafi á endanum tekist að endur- heimta hana, eða eins og segir í svar- inu; „töluvert löngu seinna og með miklum tilkostnaði“. „Í rauninni vitum við ekki hverj- ir þetta voru sem komust yfir þessi skjöl. Við getum því ekki svarað því hverjir voru þarna að verki. Þetta er mjög óvanalegt atvik en Afríka hefur alltaf verið stór markaður fyrir sjáv- arafurðir og við höfum átt í viðskipt- um þar í mjög langan tíma og eigum þar mjög traust viðskiptasambönd. En varan var í lagi og henni var skip- að aftur út úr landinu. Endaði hún í Evrópu og var seld þar. Þetta var ein- angrað tilvik sem felur í sér kostn- að sem gengur út á að ná vörunni til baka með tilheyrandi kostnaði og selja hana svo á öðrum tíma,“ segir í svarinu. Rekið með tapi ISI er alfarið í eigu lúxemborgskra einkahlutafélagsins International Seafood Holdings S.a.r.l. Það er sölu- og markaðsfyrirtæki í út- flutningi á ferskum, söltuðum og frosnum sjávarafurðum með höf- uðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið var stofnað árið 1932 og starfrækir einnig sjö starfsstöðvar í Evrópu og Norður-Ameríku. Stjórn ISI tilkynnti á mánu- dag að hún hefði óskað eftir því við Nasdaq Iceland, Kauphöll Íslands, að hlutabréf þess yrðu tekin til við- skipta á First North-markaðn- um. Kvika banki hafði þá haft um- sjón með lokuðu fagfjárfestaútboði á 40% hlut í fyrirtækinu sem lauk þann 11. maí. Bréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands síð- asta miðvikudag. Í ársreikningi ISI fyrir síðasta ár kemur fram að það var rekið með 174 þúsund evra tapi í fyrra, eða jafnvirði 24 milljóna króna. n n Útflutningsskjölum Iceland Seafood stolið í Gana n Þjófarnir höfðu umráð yfir makrílnum Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Gana Síðasta árið hefur tals vert af íslenskum mak ríl farið til Gana. Út- flutningur íslenskra sjávarútvegsfyrir- tækja til landsins, og annarra Afríkulanda, hafa minnkað höggið af lokun markaða í Rússlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.