Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 12
Helgarblað 27.–30. maí 201612 Umræða Gamalt vín á nýjum belgjum? n Stefna Viðreisnar svipuð og annarra flokka n Þorgerður og Þorsteinn sverja flokkinn af sér V iðreisn er máski sá stjórn- málaflokkur sem lengst hefur verið til án þess að vera til. Stofnfundur Við- reisnar var loks haldinn 24. maí síðastliðinn en unnið hafði verið að stofnun hans frá því síðla vetrar 2014. Upphafið má rekja til þeirrar óánægju sem orðin var með fálæti Sjálfstæðisflokksins varð- andi Evrópusambandsmál, og síð- ar harða andstöðu flokksins gegn Evrópusambandsaðild. Benedikt Jóhannesson, nýkjör- inn formaður Viðreisnar, var for- maður Sjálfstæðra Evrópumanna, sem börðust fyrir aðild að Evrópu- sambandinu. Benedikt steig fram á vormánuðum 2014 og boðaði stofn- un nýs stjórnmálaafls, Viðreisnar, sem myndi hafa Evrópusambands- aðild á stefnuskrá sinni. Hann gekk síðan úr Sjálfstæðisflokknum í júní sama ár og hefur Viðreisn verið í burðarliðnum síðan. Dregið úr áherslu á ESB-aðild Raunar er það svo að dregið hef- ur verið úr áherslunni á Evrópu- sambandsaðild í stefnuskrá flokks- ins. Nú er lögð áhersla á að leggja skuli það í dóm þjóðarinnar hvort halda skuli áfram aðildarviðræð- um og, verði það niðurstaðan, að leggja skuli aðildarsamninginn fyrir í þjóðartkvæðagreiðslu. Viðreisn er, samkvæmt því sem kemur fram í stefnumálum flokks- ins, ný frjálslynd stjórnmálasamtök sem hafi það að markmiði að berj- ast fyrir réttlátu samfélagi, stöðugu efnahagslífi og fjölbreyttum tæki- færum með áherslu á markaðs- lausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklinga. Grunnstefna vörðuð fögrum fyrirheitum Grunnstefna Viðreisnar er ekki ólík grunnstefnu flestra stjórn- málahreyfinga, bæði starfandi og þeirra sem lagt hafa upp laupana. Þótt vissulega sé áherslumunur milli flokka, til að mynda varðandi utan- ríkisstefnu, er grunnstefna flestra flokka byggð upp á fögrum fyrirheit- um um að almannahagsmuna skuli gætt, staðinn skuli vörður um vel- ferð, að unnið skuli að jafnrétti og tryggja skuli stöðugleika í efnahags- málum. Viðreisn er engin undan- tekning frá þessu, stefnt er að öllu þessu og meiru til. Því má velta fyrir sér hvað flokkurinn hafi nýtt fram að færa, hvort hann sé gamalt vín á nýj- um belgjum. Í grunnstefnu Viðreisnar seg- ir meðal annars að flokkurinn vilji byggja upp samfélag þar sem einstaklingar vilji og geti nýtt hæfileika sína til fulls. Mikilvægt sé að tryggja stöðugleika í efnahags- málum og að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Nokk- uð sem flestir geta líklega tekið und- ir. Vilja jafnt vægi atkvæða Þó eru settir fram áherslupunkt- ar í grunnstefnu flokksins sem eru býsna afdráttarlausir. Þar segir með- al annars að náttúruauðlindir Ís- lands séu sameign þjóðarinnar og fyrir nýtingu þeirra beri að greiða markaðsverð. Einnig segir að ljúka skuli endurskoðun stjórnarskrár- innar og ná um hana víðtækri sátt. Þá er það stefna Viðreisnar að vægi atkvæða skuli vera jafnt, óháð bú- setu. Viðreisn leggur áherslu á að samkeppni og frjáls markaður veiti aðhald og stuðli að efnahagslegum framförum, hagsæld almennings og nýsköpun á öllum sviðum. Því skuli nýta markaðslausnir sem víð- ast og ríki og sveitarfélög eigi ekki að stunda samkeppnisrekstur. Ekki er tilgreint í grunnstefnunni við hvað er átt í þessum efnum, hvort það sé til að mynda stefna Viðreisnar að nýta markaðslausnir í menntakerf- inu og heilbrigðiskerfinu. Benedikt Jóhannesson segir þó í samtali við Eyjuna að það sé hugmyndin. Til- tekið er að allir skuli eiga rétt á heil- brigðisþjónustu, menntun og félags- legri þjónustu. Þá segir sömuleiðis að þjóðin skuli strax kjósa um hvort ljúka skuli viðræðum um aðild að Evrópusam- bandinu til þess að ná megi aðildar- samningi sem borinn verði undir þjóðina. Grænar áherslur í öndvegi Auk grunnstefnu flokksins leggur Viðreisn fram stefnu í sex málaflokk- um. Sé horft til umhverfis- og auð- lindastefnunnar, sem flokkurinn set- ur fram, mætti með góðu móti segja að Viðreisn skipi sér í hóp flokka sem leggja áherslu á græn málefni. Með- al annars vill flokkurinn að náttúru- verndarsvæði á landinu verði stækk- uð og þar verði horft til hálendisins. Ísland skuli vera í forystu um sjálf- bæra nýtingu auðlinda hafsins þar sem nýtingarstefna byggist á vís- indalegum grunni. Af afli eigi að vinna gegn mengun hafsins og með- al annars að beita hagrænum hvöt- um til að draga úr plastnotkun. Lagt er til að plast verði sérstaklega skatt- lagt í þessum tilgangi. Taka skuli tillit til sjónarmiða náttúruverndar við nýtingu orku- auðlinda. Þeir sem fái heimild til að nýta orkuauðlindir séu skuld- bundnir til að greiða sanngjarnt auðlindagjald fyrir þau afnot. Þó að sagt sé hér að framan að Viðreisn virðist skipa sér á bekk með græn- um flokkum hafnar flokkurinn ekki framkvæmdum við orkuöflun sem valdi óafturkræfri röskun á náttúru. Hins vegar er lögð áhersla á að rík- ari kröfur verði gerðar um ávöxtun slíkra framkvæmda. Gera verði arð- semiskröfu til nýrra virkjana út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar, þar sem langtímasjónarmið verði höfð að leiðarljósi og sérfræðiþekk- ing nýtt. Flokkurinn setur sér síðan afar háleit markmið um að árið 2030 verði 95 prósent af allri orku sem notuð er hér á landi umhverfisvæn. Tala fyrir aukinni aðkomu einka- aðila í heilbrigðisþjónustu Þegar kemur að heilbrigðis- og velferðarmálum leggur Viðreisn áherslu á að standa skuli vörð um rétt allra landsmanna til heilbrigð- isþjónustu, óháð efnahag. Sú þjón- usta skuli vera í fremstu röð og miðuð við þarfir hvers og eins. Byggja skuli greiðsluþátttöku í heil- brigðiskerfinu á sanngirni og miðist hún við greiðslugetu. Þá verði tann- Formaðurinn Benedikt Jóhannesson talar á fundi Viðreisnar. MynD SiGTryGGur Ari Ekki með Þorgerður Katrín sver af sér þátttöku í Viðreisn. MynD SiGTryGGur Ari Heldur ekki með Þorsteinn segist ekki á leið í framboð. MynD SiGTryGGur Ari Freyr rögnvaldsson freyr@eyjan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.