Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 27.–30. maí 201632 Fólk Skilur ekki hvernig tónliStin fannSt h ljómsveitina Asdfhg skipa þau Steinunn Jónsdóttir og Orri Úlfarsson. Samstarf þeirra hófst eftir að hljóm- sveitin hafði þegar unnið til verðlauna og hið undarlega nafn hljómsveitarinnar er tilkomið af ein- skærri tilviljun. Orri sagði blaða- manni betur frá hljómsveitinni sem er að slá rækilega í gegn hjá tónlist- arsenunni hérlendis. Steinunn og Orri eru nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð en þau hafa bæði lagt stund á tónlist- arnám og grúskað ýmislegt í tengsl- um við tónsmíði. Þrátt fyrir áralanga vináttu vissu þau ekki að bæði voru að búa til svipaða tónlist hvort í sínu horninu. „Við erum tiltölulega nýmynd- uð elektrónísk hljómsveit sem byggir á starfi sem Steinunn vann Kraumsverðlaunin fyrir á síðasta ári. Fyrst var hún sem sagt ein í hljóm- sveitinni en eftir að ég vissi af tilvist hennar fékk ég að vera með. Síðan þá höfum við unnið sjúklega mikið í þessari tónlist og gengið alveg rosa- lega vel.“ Þrátt fyrir stutt samstarf hafa við- tökurnar verið gríðarlega góðar en hljómsveitin spilaði á tónlistarhátíð- inni Sónar og er bókuð í alls kyns gigg í sumar. En hvers konar hljómsveit er þetta og hvurslags tónlist spilar hún? „Við spilum svokallaða „low fi“ mínímalíska raftónlist. Ég veit ekki til þess að þetta sé heitt í dag en okk- ur finnst skemmtilegt að búa til þessa tónlist og erum meira að vinna hana fyrir okkur sjálf þótt það sé virkilega ánægjulegt að aðrir vilji hlusta.“ „Low fi“ stendur fyrir low fidelity og er formerki tónlistar sem tekin er upp í minni gæðum en annars tíðkast við upptökur á nútímatón- list. Því er oft um að ræða tónlist sem er tekin upp í heimahúsi við minni tækni en annars gengur og gerist. Orri segir þau Steinunni vinna og semja tón- listina jafnt. Þegar þau spila á tónleikum tekur Steinunn að sér sönginn en sjálfur sér hann um tæknilegu hlið tónlistarinnar. „Við vinnum þetta að mestu leyti saman en oftast gerist það þannig að annað hvort okkar er andvaka og fer þess vegna að búa til eitthvað sem það sýnir svo hinu daginn eftir. Við eigum bæði við töluverð svefnvanda- mál að stríða sem nýtist okkur bless- unarlega vel í tónlistinni,“ segir Orri og hlær að óvenjulegum vinnuaðferð- um þeirra samstarfsfélaganna. Tilviljanir ráða för Það virðist margt vera tilviljunum háð í tengslum við hljómsveitina Asdfhg. Vinirnir voru óafvitandi að gera eins tónlist sem þau vissu ekki til þess að aðrir væru að fíla sem kom svo í ljós að væri að ganga vel í landann. En hvaða merkingu hefur nafnið Asdfhg, var hljómsveitinni gefið nafnið af ein- hverri ástæðu? „Nafnið hefur enga merkingu og hljómsveitin heitir þessu nafni óvart. Steinunn gerði fyrstu plötuna, Stein- gervingur. Hún setti hana á netið en vildi ekki að neinn myndi finna hana og þess vegna setti hún hana inn undir þessu bullnafni. Fólk- ið sem stóð að Kraumsverðlaunun- um fann plötuna fyrir tilviljun og hélt að þarna væri á ferðinni hljómsveit sem héti þessu nafni. Í kjölfarið vann Steinunn Kraumsverðlaunin og hef- ur furðað sig mikið á því hvernig tón- listin fannst. Hún hefur ekki komist til botns í því máli enn þá. Tónlistin var ekki einu sinni skráð hérlendis held- ur á einhverjum sveitabæ í Póllandi. Þetta er því hið undarlegasta mál en fínasta nafn.“ Með allt á netinu Asdfhg hefur gefið út tvær plötur, þ.e. Steingerving eftir Steinunni, sem hún setti í sakleysi sínu á netið síðast- liðið haust og svo plötuna Skamm- degi, sem þau gáfu nýlega út saman. Báðar plöturnar eru aðgengilegar öllum á heimasíðunni www.asdfhg. bandcamp.com „Við erum með allt á netinu. Það geta allir hlaðið niður plötunum okk- ar en svo er hægt að kaupa þær ef ein- hver hefur hug á að styrkja hljóm- sveitina. Okkur finnst mikilvægt að tónlistin sé aðgengileg því við teljum það líklegra að fólk vilji hlusta á okkur ef við erum ekki að neyða það til þess að borga okkur pening fyrir. Okkur finnst gamaldags að hugsa um tónlist sem einhvers konar neysluvöru og teljum mikilvægara að fólk geti feng- ið að njóta tónlistarinnar að vild.“ Það er greinilegt að hér er á ferðinni metnaðarfullt tónlistarfólk með miklar hugsjónir og því viðeig- andi að spyrja að lokum, hvert stefnir hljómsveitin Asdfhg? „Við erum hvorugt búin að ákveða hvað við viljum gera í framtíðinni. Í augnablikinu fílum við þetta vel og ætlum bara að leyfa þessu að spil- ast. Við stefnum ekkert sérstakt held- ur sjáum bara hvert þetta leiðir okk- ur.“ n Steinunn Jónsdóttir og Orri Úlfarsson skipa hljómsveitina Asdfgh en tónlistin er öllum aðgengileg á netinu Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar Orri og Steinunn „Okkur finnst mikilvægt að tónlistin sé aðgengileg því við teljum það líklegra að fólk vilji hlusta á okkur ef við erum ekki að neyða það til þess að borga okkur pening fyrir.“Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.