Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 27.–30. maí 201626 Menning Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Stærsta uppboð ársins · óvenju margar perlur gömlu meistaranna Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning á verkunum föstudag til þriðjudags föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 þriðjudag kl. 10–17 Louisa Matthíasdóttir mánudaginn 30. maí, kl. 18 og þriðjudaginn 31. maí, kl. 18 Karólína Lárusdóttir Ásgrímur Jónsson Jóhannes S. Kjarval Þorvaldur Skúlason Þorvaldur Skúlason S tundum finnst manni sem Michael Moore sé Van Hels- ing W. Bush-áranna, að- gerðarlaus vampírubani þegar vampíran er komin á eftirlaun. En með framboði Trump er kannski kominn tími á hann aftur. Því hann hefur enn margt að segja. Trump er hér fjarverandi, enda er áherslan á Evrópu. Og þannig fáum við þjóðfélagsgagnrýni sem er bæði uppbyggileg og jákvæð. Og kemst líka að þeirri niðurstöðu að Ísland sé í raun best í heimi. Líklega er myndin sem hann sýnir af gömlu álfunni heldur mikil glansmynd. Ef Ítalir eru alltaf svona fullnægðir, hvers vegna er fæðingar- tíðnin svona lág? Og ef það er svona mikil áhersla á félagsþroska í finnsk- um skólum, hvers vegna segja þeir þá aldrei neitt? Margt er þó fróðlegt í myndinni. Líklega fitna Frakkar ekki vegna þess að þeir fá þriggja rétta lúxusmáltíð- ir á hverjum degi í skólanum og sjá því engan tilgang með skyndibita- mat. Að sjálfsögðu getur Moore ekki farið til Þýskalands án þess að minn- ast á nasismann, en klykkir út með að Bandaríkin ættu að minnast sinn- ar eigin sögu frumbyggjamorða og þrælahalds á sama hátt. Þegar hann kemur til Íslands fáum við að sjálfsögðu að heyra að hér voru allir bankamenn sett- ir í fangelsi, síðan er viðtal við Viggu dýrling og þá „montage“ af íslensk- um konum sem hann telur þær manneskjur sem líklegastar séu til að bjarga heiminum. Dálítið yfirgengi- legt en gullfallegt um leið. Maður er alltént feginn að vera ekki Banda- ríkjamaður, með ekkert sumarfrí eða fæðingarorlof og rándýrt heilbrigð- iskerfi, en þó endar myndin á raun- verulegri von um betri framtíð. n Íslenskar konur munu víst bjarga heiminum Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Where to Invade Next IMDb 7,5 RottenTomatoes 77% Metacritic 63 Handrit, leikstjórn og aðalhlutverk: Michael Moore 120 mínútur „Maður er alltént feginn að vera ekki Bandaríkjamaður, með ekkert sumarfrí eða fæðingarorlof og rándýrt heilbrigðiskerfi. Guð blessi Ísland Michael Moore varpar upp mikilli glansmynd af Íslandi, en gagnrýnanda DV hlýnaði þó um hjarta- rætur við áhorfið. F yrsta stóra úthlutun Hönnunarsjóðs á árinu var kynnt í Sjávarklasan- um, Grandagarði 16, í gær, fimmtudaginn 26. maí. Alls 86 umsóknir bárust sjóðnum en 18 verkefni voru styrkt um saman- lagt 25 milljónir króna, en auk þeirra hlutu fimmtán hönnuðir ferðastyrki að verðmæti 1,5 millj- ónir króna. Hægt var að sækja um í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki. Hæstu styrkina, þrjár milljón- ir króna, hlutu fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir, sem hannar föt undir merkinu MAGNEA, og hönnunartvíeykið Hugdetta, sem fékk styrkinn til að þróa vörur og sýningar tengdar verkefninu 1+1+1, sem parið vinnur í sam- starfi með sænskum og finnskum kollegum. Fjögur verkefni hlutu tveggja milljóna króna styrk, það voru Hrafnkell Birgisson fyrir sjálf- bæru sólarluktina Sólskin, fata- hönnuðurinn Katrín Alda Rafns- dóttir fyrir Kalda skór, Niklas Dahlström fyrir Íslenskt nátt- úruhús og skartgripasmiðurinn Katrín Ólína til að markaðssetja skartgripalínuna Primitiva. Styrki á bilinu 500 til 1.500 þúsund hlutu Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, Brynhildur Páls- dóttir, RoShamBo, Alvara, Logi Höskuldsson, Friðrik Steinn Frið- riksson, Hildigunnur Sverrisdótt- ir, Gunnar Vilhjálmsson, Dóra Hansen, Helga Björg Kjerúlf, Tanja Levý og Krads. n kristjan@dv.is Magnea og Hugdetta hlutu hæstu styrkina 25 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.