Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 23
Helgarblað 27.–30. maí 2016 Fólk Viðtal 19
Hún er sátt við skilnaðinn og
sannfærð um að ákvörðunin hafi
verið þeim báðum til góðs. „Auð-
vitað er skilnaður stór ákvörðun og
hún var alls ekki tekin í skyndi. Ég
gat bara ekki séð að við mundum
verða besta útgáfan af sjálfum okk-
ur með því að halda áfram að vera
saman. Svo við lokuðum fyrirtækinu
og stofnuðum í staðinn tvö dóttur-
fyrirtæki – tvær nýjar fjölskyldur
sem börnin okkar tilheyra. Ég man
eftir skilnuðum þegar ég var á ung-
lingsaldri. Þeir skóku Garðabæinn
og það var mikið slúðrað. Það er alls
ekki langt síðan þetta þótti stórmál.
Um daginn tók ég viðtal við ágætan
mann sem sagði að það væri ekkert
vit í manni fyrr en eftir fertugt – ég
er bara dálítið sammála honum. Við
byrjuðum saman þrítug og 15 árum
síðar var þessu nánast sjálfhætt.“
7 mínútur á Tinder
Ekki segist Ásta vera að leita að
kærasta, en hún hefur þó ekki þörf
fyrir að taka sér langan tíma í ein-
veru. „Ég held að það sé ekki hægt
að leita. Annaðhvort eignast maður
kærasta eða ekki. Stundum fer líf-
ið í áttir sem maður átti síst von
á. En ég held að það sé ekki hollt að
vera lengi ein á besta aldri.“
Hún er sem sagt ekki farin að
deita að ráði eftir skilnaðinn og
segist hafa tollað í heilar sjö mín-
útur á stefnumótaforritinu Tinder.
„Ég fann ekki fyrir þessari stórkost-
legu breytingu sem sumir tala um.
Að skyndilega sé reynt og daðrað
gegndarlaust við nýlega einhleypa.
Tinder fannst mér mjög undarlegt
fyrirbæri, ég sá frændur mína þar
og var alltaf að ýta óvart á einhverja
takka. Ég get ekki verslað föt frá Kína
á netinu, og ekki heldur valið mér
karlmenn til að kynnast. Mig vantar
eiginlega leiðbeiningabók fyrir kon-
ur sem hafa verið heimavinnandi í
Garðabæ og vilja ná sér í kærasta.“
Ásta er reglulegur gestur
í Brennslunni á FM og segir
þáttastjórnendur reglulega reyna að
fá upp úr henni upplýsingar um ást-
armálin. „Ég vitna nú bara í Suprem-
es, „you can't hurry love“!“ En
hvernig mann skyldi ritstjórinn Ásta
vilja finna sér? Ég spyr hana hvaða
þrjú atriði séu mikilvægust í fari
hans. „Ég fell fyrir karakter-
um, og það getur ver-
ið ofsalega mismun-
andi hvað það er sem
heillar. Hann verður í
fyrsta lagi að vera brjál-
æðislega skemmtilegur,
sko að mínu mati. Hann
verður að kunna vel við
ketti. Það er ekki um-
semjanlegt. Sé hann
með ofnæmi er það
hans vandamál. Það
væri líka mjög gott
að hann nyti þess að
dansa. Reyndar þarf
hann ekki að kunna
mikið, en hann
verður að þola að
ég sé sídansandi.
Svo mundi alls
ekki spilla fyr-
ir að hann væri
smá nörd.“
Bókasafnsnörd
Mannkynssagan,
ævisögur og alls
konar fróðleikur
hafa alltaf heill-
að Ástu. „Ég er
sögufíkill og
forvitin um fólk.
Ég hef ekkert
gaman af því að
sitja á bar í París
bara til að drekka. Ég
vil vita allt um þjón-
inn Pierre, hvaðan hann er og
hvernig hann lenti í þessu starfi.
Þetta hefur verið ríkt í mér alla tíð.
Ég hékk stöðugt á bókasafninu
í Garðabæ sem krakki
og las allt sem þar var
að finna. Meira að segja
læknatalið, þegar ég var búin
með allt annað. Ég hef
alltaf verið glögg á ætt-
fræði og hverjir eiga börn
með hverjum og hverjir ekki. Þegar
ég var lítil ætlaði ég að verða Astrid
Lindgren, hún var hetjan mín. Líka
Mozart og Pavarotti. Ég var langmest
skotin í Pavarotti. Þegar ég var 8 eða
9 ára kom hann til Íslands að halda
tónleika, en ég var pínd í frí til Spán-
ar í staðinn. Ég man eftir að hafa tek-
ið frekjukast í forstofunni þegar við
vorum á leiðinni á flugvöllinn. Þetta
sat alltaf í foreldrum mínum því þau
fóru á tónleika í Lúxemborg með
honum þegar ég var þrítug og ætl-
uðu varla að þora að segja mér frá
því.“
Móðurmissir og meðvirkni
Móðir Ástu, Sölvína Konráðs, lést á
aðfangadag í fyrra eftir langa baráttu
við krabbamein. „Mamma hafði oft
lent á sjúkrahúsi og risið aftur upp,
verið hörð af sér, en í desember var
nokkuð dregið af henni. Hún var ansi
sérstök eins og nafnið hennar var,
sterkur og erfiður persónuleiki, en
ég á henni
mikið að
þakka. Hún hefði orðið 67 ára göm-
ul á jóladag, en við segjum að hún
hafi ekki viljað verða löggilt gamal-
menni. Hún var alltaf mamma rokk,
og það hefði verið í hennar anda.“
Ásta segist vera meðvirk, eins
og margir aðrir Íslendingar, en hún
tekur annan pól í hæðina en margir
gera. „Ég tel mig græða á meðvirkn-
inni. Í staðinn fyrir að dvelja við
vandræði, þarf að nýta þau til góðs.
Það að hafa verið meðvirkt barn og
ungmenni hefur gert mig lausna-
miðaðri og gefið mér hæfni til að
bregðast við erfiðum aðstæðum á
yfirvegaðan hátt. Á heimilinu var
oft ekki allt með felldu, en á mað-
ur að sitja og grenja í 40 ár eða gera
eitthvað af viti? Ég tók ábyrgð mjög
snemma og stundum vissi ég ekki
hvor okkar væri móðirin og hvor
dóttirin.“ Síðustu árin bjó Sölvína
í Garðabæ og var mjög náin Ástu
og fjölskyldu hennar. „Mamma og
pabbi hafa alltaf búið í Garðabæ og
dagskráin mín gekk mikið út á sam-
vistir við mömmu. Við töluðumst
við 4–5 sinnum á dag, svo ýmislegt
breyttist við hennar fráfall. Ég sakna
hennar á hverjum degi, en það eru
aðallega hversdagslegu hlutirn-
ir sem kveikja söknuðinn. Steikt-
ur fiskur og sumargjafir úr Fjarðar-
kaupum. Það síðasta sem strákarnir
mínir gerðu með ömmu sinni var að
skreyta jólatréð. Hún var ofstækis-
fullur jólaskrautssafnari. Ég er þakk-
lát fyrir að þetta sé síðasta minning
þeirra með henni.“
Séð og heyrt
Rétt fyrir fund okkar Ástu
hafði hún skilað af sér
fyrsta tölublaðinu af
Séð og heyrt sem hún
stjórnar. Hún tók
við keflinu af Eiríki
Jónssyni eftir að hafa
unnið með honum í
eitt og hálft ár. „Ég er
varla lent en tilfinn-
ingin er frábær. Ég er
með meistaragráðu
í verkefnastjórnun
og gat farið yfir tékk-
listana mína í vikunni.
Ég vissi hvað mundi ganga
vel og hvað mundi klikka,
svo ekkert kom beint á
óvart. Pressan í starfinu
er að koma með eitthvað
geðveikislega æsandi
á hverja forsíðu, en
stundum er bara ekk-
ert í gangi. Þegar ég var
yngri var mér oft leg-
ið á hálsi fyrir að vera
hugmyndarík og upp-
átækjasöm, en það er
kostur í dag. Við Ei-
ríkur áttum gott skap
saman og unnum vel
saman. Ég lærði heil-
mikið af honum, þess-
um ref í bransanum
sem á mörg líf eins og
kettirnir. Núna er ég
að safna mínu liði,
því Séð og heyrt er
liðsheildarverkefni
og langt frá því
„Það á að vera gaman að birtast í Séð og heyrt“
Spennt fyrir nýja starfinu
Ásta hefur verið ráðin ritstjóri
Séð og heyrt og tekur við af
Eiríki Jónssyni. Myndir SigTryggur ari
s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com
Ertu á leið í flug?
13.900 kr. fyrir 2 með morgunmat
Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á
flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu
Láttu fara
vel um þig
nóttina fyrir
eða eftir flug
og gistu hjá
okkurNý rúm frá RB
rúm
1. maí til 15. júní