Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 27.–30. maí 201618 Fólk Viðtal Á sta er alveg eins og þegar ég hitti hana fyrst á Matgarði í MH. Við vorum samferða gegnum menntaskólann og höfum verið góðar kunn- ingjakonur síðan. Hún er kennari og verkefnastjóri að mennt, en fjöl- miðlar hafa líka leikið stórt hlutverk á starfsferlinum. Við byrjum spjall- ið þó á persónulegum nótum, enda er Ásta nýlega skilin. Ég spyr hana hvernig nýja lífið gangi. „Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið á ævi minni. Hvorugt okkar gerði hinu gott. Við vorum á tímamót- um þegar við hittumst. Hann kominn heim úr námi erlendis og ég á síðasta árinu í Stundinni okkar. Við könnuðu- mst hvort við annað úr Garðabænum og höfðum sömu sýn og gildi, vild- um stofna fjölskyldu. Við eignuðumst tvo stráka, en ég átti einn strák fyrir, og ég tók húsmóðurhlutverkið mjög alvarlega. Ég er frægur moppari og er mjög náin vörulínu Ajax, ásamt því að vera verulega liðtæk í eldhúsinu. Við fórum kannski aðeins of hratt, en hvenær gerir fólk þetta svo sem rétt? Bæði áttum við stórar fjölskyldur í Garðabæ svo grunnurinn var góður og öruggur. En vinnan eyðileggur líf fólks. Ég var í hálfu starfi sem kennari og heimavinnandi á móti. Svo var ég íþróttafulltrúi í fimm ár. Hann var í bankageiranum, vann brjálæðislega mikið og var mikið í burtu. Ég ætlaði samt að láta þetta ganga og tók það á þrjóskunni. Þetta var á þeim tíma sem flugeldurinn tók á loft í peningageir- anum og margar fjölskyldur fundu fyrir auknu álagi á þessum tíma. Við vorum bara ein hjón af mörg- um. Margir skildu, lentu í vanda og hrunið hafði auðvitað margvíslegar afleiðingar. Þegar heil þjóð dettur í það verða timburmennirnir miklir.“ Pínulítið raðhús og gömul gleraugu Voruð þið með tvo Range Rovera og alltaf að skipta um eldhúsinn- réttingu? Ásta hlær. „Nei, aldeilis ekki. Ég var meira og minna heima, átti hræðilega ljótan og gamlan stubbastrætó og bjó í pínulitlu rað- húsi, með gömul gleraugu og fór sjaldan í hárlitun. Vinnugallinn minn var strigaskór, gallabuxur og flíspeysa, á meðan konurnar í kring voru á hælum og í Karen Millen- drögtum.“ „Miklu meira en bara barnatíma- skvísa“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir er tekin við ritstjórn tímaritsins Séð og heyrt. „Já, ég er alveg til í viðtal,“ sagði hún þegar Ragnheiður Eiríksdóttir hafði samband við kollegann og fyrrverandi skólasystur sína úr Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þær hittust á kaffihúsi í miðbænum, umkringdar ferðamönnum, og spjölluðu um köttinn Kela, líf húsmæðra í Garðabænum, ástina á dansi og dásamlega hversdagsleikann. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Vinnugallinn minn var strigaskór, gallabuxur og flíspeysa, á meðan konurnar í kring voru á hælum og í Karen Millen-drögtum. YOUR BEST CHOICE IN COLOR. HANNAH IS WEARING SHADE N° 3-65 PALETTE DELUXE NOW WITH LUXURIOUS OLEO-GOLD ELIXIR. TURN COLOR INTO A LUXURY. FOR UP TO 30% MORE SHINE.* EUROPE'S NO. 1 NEW

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.