Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 29
Helgarblað 27.–30. maí 2016 Menning 25
SÚM og var einn fjögurra listamanna
sem sýndi á fyrstu sýningu hóps-
ins í Ásmundarsal árið 1965, ásamt
Jóni Gunnari Árnasyni, Sigurjóni Jó-
hannssyni og Hauki Dór Sturlusyni.
„Sýningin í Ásmundarsal hef-
ur verið álitin dálítil tímamót og er
kannski álitin það ennþá – ég veit
ekki hvernig hún er afgreidd af list-
fræðingum sem skoða íslenska lista-
sögu í dag,“ segir Hreinn.
Þar sýndi hann meðal annars verk
sem hann nefndi Komið við hjá Jóni
Gunnari. Verkið var hurð sem Hreinn
hafði fengið augastað á heima hjá
Jóni Gunnari og fékk að hirða þar
sem hún var ekki í notkun. Hann
braut hana, málaði brotin í grunnlit-
um og hengdi upp. „En ég braust ekki
inn til hans eins og margir halda,“
segir Hreinn og hlær.
Nú hálfri öld síðar sýnir hann aft-
ur hurð í Ásmundarsal, núna er hún
hins vegar heil en úr skráargatinu
skín ljóstíra sem vekur með manni
þá tilfinningu að eitthvað sé á bak-
við hana, að hún opni gátt inn í ann-
að rými. List Hreins Friðfinnssonar
fæst oftar en ekki um það sem liggur
handan við hið sýnilega, hvað það er
er ekki ljóst, það er einungis tilfinn-
ingin um að eitthvað sé þarna hinum
megin, einhver merking, eitthvert
leyndarmál.
„Ég hafði lengi hugsað að mig
langaði að fara í verslun og kaupa
ferska hurð og sýna í rýminu, eins
og readymade eftir Duchamp eða
eitthvað. Helst vildi ég hafa það
sams konar hurð og var í rýminu.
Og þannig er það
í gryfjunni, í gegn-
um innanhússglugg-
ann blasir við svipuð
en funksjónal hurð. Í
mínum huga er hún
hluti af verkinu en ég
stóðst freistinguna
að merkja hana, það
hefði kannski verið
aðeins of langt geng-
ið. Ég læt bara fólk
um það hvort því
detti í hug að tengja
þetta saman. Þetta er
svona smá „secret,““ segir Hreinn og
glottir.
Svífandi flökkuhús
Það er ekki aðeins á bak við hurðina
sem nýtt rými opnast með leik að
væntingum áhorfandans. Í verkinu
Portal er svart kúlnaband þrætt milli
tveggja mótstæðra spegla í gólfi og
lofti svo manni virðist sem bandið
liggi í gegnum þakið upp á næstu
hæð og rými ofan í jörðinni.
Í verkinu Illustration skapar
Hreinn svo örsmáan draumkenndan
heim ofan í kúptri skál sem stendur
á stöpli í horni rýmisins. Þar vinnur
hann áfram með The House Project,
sem hann hefur íslenskað sem Hús-
söguna, en það er líklega þekktasta
verk listamannsins. Verkið á rætur
sínar að rekja til ársins 1974 þegar
Hreinn byggði lítinn kofa í hrauninu
fyrir utan Hafnarfjörð. Þetta fyrsta
hús seríunnar var innblásið af hug-
myndum Sólons Guðmundssonar,
persónu í Íslenskum aðli, skáldsögu
Þórbergs Þórðarsonar, en sá ævin-
týramaður hafði ætlað sér að byggja
hús á röngunni, með bárujárnið inni
og veggfóðrið úti. Annað hús var
byggt meira en þremur áratugum
síðar í Frakklandi en þá hafði því ver-
ið snúið á réttuna, og árið 2011 hafði
það svo umbreyst í grind að húsi sem
var aftur komið fyrir á sama stað í
hrauninu.
Í Illustration hefur lítilli plat-
ínumgrind, smækkaðri útgáfu af
þessu sama húsi, verið komið fyrir
ofan í kúptri skál, ofan á loftmynd af
hrauninu. Með speglum ofan í skál-
inni skapast sú sjónhverfing að hús-
grindin takist á loft og fljóti upp úr
hrauninu og ofan á skálinni. „Þetta
er myndskreyting af þriðja húsinu,
hliðarafurð af því verki. En hús núm-
er fjögur er ef til vill á leiðinni. Ef mér
tekst að gera fjórða húsið verður það
líka svona flökkuhús, nomadic,“ seg-
ir Hreinn.
Við vorum einu sinni nágrannar
Í efri rýminu í safninu og á ganginum
eru verk eftir bandaríska málarann
John Zurier en þeir Hreinn kynnt ust
þegar þeir sýndu báðir á myndlist-
artvíæringnum í Sao Paolo og voru –
eins og nafnið gefur til kynna – með
sýningarrými í nágrenni við hvor ann-
an.
„Mjög lítið af málverkunum á
þessum bíennal höfðu höfðað til mín,
en einn kollegi sagði mér að athuga
þennan nágranna minn sem væri eins
konar landslagsmálari sem málaði
mikið á Íslandi. Mér fannst þetta svo-
lítið fyndið, þarna voru verk sem hétu
eftir íslenskum örnefnum: Í Jökuldal,
eða eitthvað svoleiðis,“ segir Hreinn.
„Maðurinn reyndist einkar geðs-
legur náungi og ég fór að dragast æ
oftar inn til hans að skoða verkin bet-
ur. Fyrst hafði mér fundist verkin vera
svolítið liðin tíð, eins og frá síðustu
öld, en svo sannfærðist ég um að þetta
væri virkilega „contemporary“ og
bara mjög viðeigandi á þessu augna-
bliki. Ég sagði við hann að það væri
nauðsynlegt að skipuleggja sýningu á
verkum hans á Íslandi fyrst hann væri
hérna svona mikið, og hann svarar
eins og dæmigerður kurteis Banda-
ríkjamaður: Eigum við ekki bara að
sýna saman?“ n
„Ég braust ekki inn
til hans eins og
margir halda.
„Ef mér
tekst
að gera fjórða
húsið verður
það líka svona
flökkuhús.
„Hann svarar eins
og dæmigerður
kurteis Bandaríkjamað-
ur: Eigum við ekki bara að
sýna saman?
Portal (2016)
Mynd Sigtryggur Ari
door (2016) Mynd Sigtryggur Ari
Komið við hjá Jóni gunnari, endurgerð (2016)
Mynd Sigtryggur Ari
third house (2011)
Sumargjöfin í ár!
fæst í scootlife ísland, Rofabæ 9, 110 Rvk
Þráðlausu Touch heyrnartólin eru seld í Scootlife Ísland.
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.
Hópefli í fákaseli
Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.Is | símI: 483 5050
Matur, drykkur
og skemmtun