Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 8
Helgarblað 27.–30. maí 20168 Fréttir
„Við ættum bara
að loka borginni“
n Bjarna blöskrar óþrifnaður í Reykjavík n Enn tvær vikur í að vorhreinsun ljúki
T
il hvers að eiga höfuðborg ef
hún er að drukkna í drullu og
rusli?“ spyr Bjarni Þór Þórar-
insson, ráðgjafi og íbúi við
Víðimel í Vesturbæ Reykja-
víkur. Honum blöskrar óþrifnað-
ur í Vesturbænum og segir ástandið
aldrei hafa verið jafn slæmt. DV hef-
ur fengið fleiri ábendingar frá borg-
arbúum í Vesturbænum í sömu veru.
Upplýsingafulltrúi borgarinnar
segir í samtali við DV að sú ákvörðun
hafi verið tekin að sópa fyrst götur
og stíga á þeim svæðum sem lengst
þurftu að bíða í fyrra. Hverfi sem hafa
póstnúmer 103 og 107 eru þau hverfi
sem síðast verða sópuð þetta vorið.
Hann viðurkennir í samtali við DV
að hann verði meira var við óánægju
borgarbúa nú en áður en hvetur þá
sem hafa ábendingar um það sem
betur má fara til að koma ábending-
um á framfæri í þar til gerðan farveg.
Bjarni Þór er hundaeigandi
og gengur mikið um Vesturbæ-
inn. Hann segir svæðið sérstaklega
óþrifalegt þetta vorið, rusl liggi sem
hráviði um bæinn og stígar og götur
hafi ekki verið hreinsuð. Ekkert hafi
verið þrifið síðan í fyrrahaust. „Þetta
er skömm og hneisa,“ segir hann í
samtali við DV. Rykið og drullan á
stígum berist svo af skóm og loppum
inn á heimili fólks – íbúum til ama.
Mestu muni um laufin frá því í fyrra-
sumar, sem liggi í hrúgum nánast
hvar sem er.
Vesturbærinn síðastur í ár
Á vef Reykjavíkurborgar, reykja-
vik.is/hreinsun, má sjá hvern-
ig hreinsun gatna og stíga í höfuð-
borginni vindur fram. Hreinsun
stofnbrauta, stofnstíga milli hverfa
og helstu stíga átti í allri borginni að
vera lokið í viku 17, eða í lok apríl.
Hreinsun gatna, stíga og gangstétta
innan hverfa – þar sem húsagötur
eru sópaðar og þvegnar – verð-
ur lokið í þarnæstu viku, eða þann
11. júní í síðasta lagi. Nú erum við í
viku 21 en í henni á að hreinsa götur
og stíga í hverfi 105, sem afmark-
ast af Snorrabraut í vestri, Sæbraut
í norðri og Kringlumýrarbraut í
austri. Einnig er verið að ljúka við að
hreinsa götur og stíga í póstnúmeri
110, en þar er um að ræða Elliðaár-
dal og Árbæ. Þegar þetta blað kem-
ur út standa þá eftir póstnúmer 101
(miðbær), 103 (Hlíðar) og 107 (Vest-
urbær) í vesturborginni en póst-
númer 112 (Grafarvogur) og 113
(Grafarholt) í austurborginni. Eins
og áður segir á allt að vera orðið
hreint þann 11. júní.
Í haust verður svo sópuð ein
umferð á götum og gönguleiðum
auk þess sem miðbærinn er hreins-
aður fimm sinnum í viku.
Ábendingavefurinn besta
leiðin
Eins og áður segir nefnir Bjarni
Þór, sem hefur búið í Vesturbæn-
um í áratug, að óvenju mikið rusl
sé í Vesturbænum. Spurður hvern-
ig hreinsun á því sé háttað segir Jón
Halldór Jónasson upplýsingafull-
trúi að hverfastöðvar borgarinnar
og garðyrkjufólk á vegum hennar
sjái um slíkt að stórum hluta. Hann
hvetur borgarbúa til að senda inn
ábendingar í gegnum ábendinga-
vef borgarinnar – sem er hluti af
reykjavik.is. Þær ábendingar rati
beint inn í kerfið sem fólkið á vett-
vangi starfi eftir. Þar færir fólk að
lágmarki inn nafn sitt, götuheiti og
efni ábendingarinnar. Jón Halldór
segir að þetta sé langskilvirkasta
leiðin til að koma ábendingu á
framfæri. „Þetta er samtengt við
verkbeiðnakerfið okkar og þar eru
allar okkar verkbeiðnir gefnar út.
Við vinnum eftir þessu,“ segir hann
við DV.
Beinskeyttari umræða
DV hafa sem áður segir borist all-
nokkrar kvartanir í þá veru að
borgin sé óhrein og stígar illa sóp-
aðir. Spurður hvort starfsmenn
borgarinnar hafi orðið varir við
aukna óánægju viðurkennir Jón
Halldór að hann upplifi umræðuna
svolítið harðari en áður. Þar spili
samfélagsmiðlar stóra rullu. „En
það er jákvætt og gott að fólk láti
sig málin varða. Umræðan er bein-
skeyttari og það er bara ágætt.“
Bjarni Þór segir að íbúar í Vestur-
bænum, þar sem hann þekkir best
til, hafi margir hverjir dregið fram
sópinn og hreinsað götur og stíga
sem liggja meðfram húsum sínum.
Fólk hafi gefist upp á því að bíða.
„Það eru ótrúlega margir búnir að
fara út að sópa,“ segir hann og bæt-
ir við að göturnar sjálfar hafi líklega
aldrei verið verr á sig komnar. Hann
segir við blasa að þeir sem reka
borgina tími ekki að leggja þann
pening sem þyrfti í hreinsun. „Við
ættum bara að loka borginni ef við
getum ekki haldið henni hreinni,“
Jón Halldór hafnar því aðspurð-
ur að borgin hafi undanfarin ár
skorið niður fé til hreinsunar gatna
og stíga. Þrifin séu með svipuðu
sniði og verið hafi. DV óskaði eftir
upplýsingum um kostnað við götu-
og stígahreinsun í Reykjavík 2015
og 2016 en einnig kostnað við rusl-
hreinsun og gatnaviðgerðir. Svör
höfðu ekki borist frá borginni þegar
DV fór í prentun. n
Tækin sem borgin
notar til þrifa
n 2 götusópar með háþrýstisugu
n 4 götusópar
n 6 gangstéttasópar
n 2 dagsópar
n 4 sugur
n 4 stórir vatnsbílar
n 2 litlir vatnsbílar
n 1 stampalosunarbíll
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Göngustígur sópaður Borgin hefur yfir að ráða 25 tækjum sem notuð eru til að halda götum, stígum og öðrum svæðum hreinum.
Hverfastöðvarnar sjá svo, ásamt garðyrkjufólki, um að tína ruslið. „Það er jákvætt
og gott að fólk láti
sig málin varða.
Guðni með 57%
Guðni Th. Jóhannesson hefur
afgerandi forystu meðal fram-
bjóðenda um embætti forseta Ís-
lands, samkvæmt nýrri skoðana-
könnun Félagsvísindastofnunar.
Davíð Oddsson sækir í sig veðrið
og sömuleiðis Halla Tómasdótt-
ir. Guðni nýtur samkvæmt henni
mests stuðnings, eða 56,8%. Þar á
eftir kemur Davíð Oddsson með
22% fylgi. Andri Snær Magna-
son mælist með 12,3% stuðning
og Halla Tómasdóttir með 4,8%.
Aðrir frambjóðendur ná ekki
tveggja prósenta fylgi.
Alltaf
eitthvað
nýtt og
spennandi
Bæjarlind 1-3 - Kópavogur - S: 571 5464
Sjáðu úrvalið á
www.tiskuhus.is
Stærðir 38-54
Bað um ókunn-
ugt barn
Ókunnugur maður kom á frí-
stundaheimilið Regnbogaland í
Grafarvogi á fimmtudag í leit að
barni sem tengdist honum ekk-
ert. Börnin voru enn í skólanum
þegar atvikið kom upp. Lögreglu
var tilkynnt um málið. „Þegar
börnin komu úr skólanum var
einstaklingurinn horfinn,“ segir
Elfa Hrund Þórisdóttir, forstöðu-
maður í Regnbogalandi, í samtali
við DV. Lögreglu ásamt foreldr-
um var gert viðvart. „Reglan er
sú á frístundaheimilum að barn
fer ekki heim með neinum nema
sá aðili sé á tengiliðalista sem eru
upplýsingar frá foreldrum sjálf-
um.“