Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 24
Helgarblað 27.–30. maí 201620 Fólk Viðtal að vera einnar konu starf. Það gildir um alla fjölmiðla.“ Þegar Eiríkur settist í ritstjóra- stólinn á sínum tíma tóku lesendur eftir talsverðum breytingum á blað- inu. Í það minnsta á fólkinu sem fjallað var um. „Eiríkur áttaði sig á að eldra fólk er líklegra til að kaupa blað. Samkeppnin við netið er hörð, en hann tók réttan pól í hæðina. Við verðum samt að þjóna mörgum aldurshópum, og eldra fólkið á börn og barnabörn og vill lesa um sigra þeirra. Ég mun ekki leggja áherslu á að yngja blaðið upp, þó að ég sé yngri en Eiríkur. Meginmarkmið okkar er að gera lífið skemmtilegra. Við erum óheppin að vera ekki með kóngafólk á Íslandi, en við viljum lesa um fína og fræga fólkið. Fá sögur af Íslendingum sem gengur vel í út- löndum, sjá hvernig fólk býr, hverjir eru saman og hverjir eignast börn. Svoleiðis mál eru okkar meginlína.“ Ástu finnst mikilvægt að fólk sé óhrætt við blaðið. „Það á að vera gam- an að birtast í Séð og heyrt. Fólk á að vilja vera gæinn sem einhver er að lesa um uppi í sumarbústað eftir fimm ár.“ Ásta og Keli Ásta sá um Stundina okkar í 5 ár, 1997–2002. Hún og Kötturinn Keli stálu hjörtum barna á öllum aldri og margir verða dreymnir og nostalgísk- ir á svip þegar minnst er á þau. Ég er forvitin um það hvernig samstarfið kom til og hvaðan hugmyndin um hreinskilna loðboltann Kela kom. „Hugmyndin var eldgömul og kvikn- aði þegar ég var að ljúka grunnskóla og sá þátt í hollenska MTV, þar sem stelpa og köttur voru þáttastjórnend- ur. Við Steinn Ármann vorum búin að þekkjast í fjölmörg ár áður en ég fékk hann til að leika köttinn Kela. Við kynntumst þannig að hann gekk upp að mér á Hressó og sagði „veistu hver ég er?“ ég neitaði, „ég er Flóri- dana-gæinn,“ ertu hvað? sagði ég, “Flóridana-gæinn“ endurtók hann og varð pínu brjálaður yfir því að ég skyldi ekki vera búin að sjá Flori- dana-auglýsinguna sem hann lék í. Svo sagði hann að ég væri miklu sæt- ari með gleraugu og við höfum verið vinir síðan. Þegar kom að Kela voru fáir aðrir sem komu til greina. Hann hélt reyndar að hann ætti að vera köttur í fullri stærð, en hans örlög urðu að liggja á hnjánum við hlið mér í þessi fimm ár.“ Það er greinilegt að Ástu þyk- ir vænt um árin í sjónvarpinu, Kela og Stein Ármann. „Hann kenndi mér mikilvæga lexíu, enda reyndur í leikmyndadeild sjónvarpsins. Hann útskýrði fyrir mér að sjónvarps- fólk kæmi og færi stöðugt, en fólk- ið í stoðdeildunum væri aðalmál- ið. Stjörnuljósin brenna hratt upp, en sminkan og leikmyndafólkið eru alltaf á sínum stað.“ Fjölbreytnin réð ríkjum á þáttum Ástu og Kela. „Kannski var þetta dá- lítið meira í stíl við Séð og heyrt en núna. Ég fylgdist vel með öllu sem var að gerast og við tókum upp viku- lega. Með því móti fær maður allt annan brag en þegar meira er tek- ið upp fyrirfram. Sem barn var ég sólgin í þætti Davids Attenborough og Carls Sagan, og lærði svo ótrúlega mikið af þeim. Sjónvarpið er sterk- ur fræðslumiðill. Þetta snýst ekki um fíflaskap, eða að tala niður til barna, heldur að kenna þeim á skemmti- legan hátt. Það er ákveðin kúnst að gera fræðslu skemmtilega.“ Vitjunartíminn Síðustu mánuðina í sjónvarpinu var Ásta kasólétt, hún eignaðist son skömmu eftir lokaþáttinn. „Ég verð svo sjúklega ólétt, alveg allan hringinn. Þetta var góður tími til að hætta. Ég var búin að vinna með þremur framleiðslustjórum, búin að fara hring um landið og vera mjög virk í að fylgjast með barnamenn- ingu þessi fimm ár. Hætta ber leik þá hæst stendur, og það er mikilvægt að þekkja sinn vitjunartíma og ég var reiðubúin að einbeita mér að öðru. Ég er mjög stolt af öllu efninu sem liggur eftir okkur. Fullt af krökkum kom í stúdíóið hjá okkur, og margir þeirra eru framarlega í tónlist, leik- list og menningu í dag.“ Ég spyr Ástu hvort hún gæti hugsað sér að snúa aftur í sjónvarp. „Já, ég væri alveg til í það, ef eitthvað skemmtilegt byðist. Ég veit samt ekki hvort maður fest- ist á filmu eftir fertugt. Ef það er til hrukkufilter slæ ég kannski til.“ Dans og hlaup að næturlagi Ásta er á fullu í dansi. Hún elskar að dansa og er meira að segja hluti sýn- ingarhóps. „Dans er það skemmtileg- asta sem ég geri. Ég var alltaf svo léleg í íþróttum í skóla, skrópaði, reif kjaft og skildi ekki boltaleiki. Ég kynntist djassballett sem unglingur í Banda- ríkjunum og áttaði mig á að þetta væri gaman. Ég hafði samt ekki trú á mér sem dansara og eyddi miklu meiri tíma á bókasöfnum. Í Garðabænum byrjaði ég í dansi hjá Dísu, sem núna rekur World Class, og í menntó fór ég í samkvæmisdansa. Mig vantaði dans- herra og gabbaði pabba minn með. Um fertugt uppgötvaði ég svo Zumba hjá Tönju Dimitrovu, og þá var ég bara komin heim. Tanja er ótrúleg, svo litrík og alltaf vel skreytt og með hárkollur eða eitthvað. Í Zumba eru grunnspor úr djassballett og sam- kvæmisdansi, og þú þarft ekki mótað- ila. Ég er núna meðlimur í Dansdívu- hópnum og við skemmtum við ýmis tækifæri. Brussur á ýmsum aldri sem breytumst í dívur og erum ósigrandi frábærar. Dans er besta geðlyf í heimi og ég dansa heima hjá mér daglega.“ Ásta er líka hlaupari og hleypur meira að segja að næturlagi. „Í nótt gat ég ekki sofnað, enda skil á fyrsta blaðinu mínu yfirvofandi. Ég var komin í ótrúlega flottan bleikan silki- náttkjól, reif mig úr honum og fór í hlaupagallann. Svo setti ég Ramm- stein í eyrun og hljóp 6 kílómetra við „Du hast“. Ég er samt ekki töff hlaup- ari, meira í ætt við Phoebe í Friends.“ Embættið Það liggur beint við að spyrja Ástu hvernig henni hugnist baráttan um forsetastólinn, nú þegar líður að kosningum. „Ég hef alltaf litið svo á að embætti forseta eigi að vera óháð og sjálfstætt, og ég tel að við þurfum að dansa í takt við þarfir nútímans. Öllum er hollt að þekkja sinn vitj- unartíma, hvort sem er í pólitík eða öðru landslagi. Það er ákaflega brýnt fyrir þjóðina að nýta Bessastaði ekki sem endurvinnslustöð fyrir gamla stjórnmálamenn. Við eigum að fá þangað hlutlausan aðila sem hefur ferska sýn og er óumdeildur.“ Það hlýtur að vera gósentíð framundan hjá Ástu og félögum á Séð og heyrt vegna forsetakosninganna. „Við fylgjumst með öllu og viljum endi- lega að fólk sendi okkur ábendingar, um frambjóðendur og aðra. Við höf- um reynt að gera öllum frambjóðend- um jafnhátt undir höfði og hlökkum til að fylgjast með þeim sem taka við búi á Bessastöðum. Ólafur Ragnar prýðir forsíðu blaðsins núna. Blaðið og Ólaf- ur hafa haldist í hendur í 20 ár og það er gaman að hafa þá sögu.“ Meira en stelpa með kött Ég hef oft heyrt fólk tala um Ástu sem stelpuna sem var með Stundina okk- ar. Ennþá í dag, tuttugu árum seinna. Ímyndin er lífseig. „Margir halda að ég sé skotta með krullur og gleraugu og það sé ekki mark á mér takandi. Sem er drepfyndið því ég varð grá- hærð 18 ára. Auðvitað vil ég að fólk taki mig alvarlega, ég er á fimmtugs- aldri og svo miklu meira en bara barnatímaskvísa, þó að fólk muni mjög vel eftir mér og Kela. Ég held áfram í lífinu eins og allir aðrir.“ „Kannski hljómar það klisjukennt, en samt ekki,“ segir Ásta Hrafnhildur og hugsar sig um. „Ég kann í grunninn mjög vel að meta einfaldleika lífsins. Hann er svo dýrmætur. Ég þarf ekki meira en lóuna og að hafragrauturinn hafi heppnast til að verða hamingju- söm í dagsins önn.“ n „Ég tel mig græða á meðvirkninni. Í staðinn fyrir að dvelja við vandræði, þarf að nýta þau til góðs Sátt eftir skilnaðinn Nýskilin eftir 15 ára hjónaband. HVAR ER SÓSAN? Þegar þú ert að pakka niður fyrir útileguna er nauðsynlegt að hafa forgangsröðunina á hreinu. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson. LÍFRÆN EGG nesbu.is Í FYRSTA SINN Á ALMENNUM NEYTENDAMARKAÐI NESBÚ EGG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.