Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 11
Helgarblað 27.–30. maí 2016 Fréttir 11
Allt til ræktunar
og fullt af fíneríi
fyrir heimilið og bústaðinn
HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook
Framsóknarflokkur
Fylgi skv. nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup: 10,5%
Fylgjandi kosningum í haust:
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra
Segir að sterk löngun framsóknarmanna sé að ljúka verkinu sem sett
hafi verið upp í fjögurra ára plan. „Á örlagaríkum þremur dögum,
þegar mikið gekk á, var sagt, til að róa ákveðið andrúmsloft þá: Það
verður kosið í haust ef tekst að koma forgangsmálum ríkisstjórnar
í höfn. Auðvitað er eðlilegasti hluturinn að ríkisstjórn klári sín verk
og síðan kemur dómur kjósenda á þau. [...] En ég er þeirrar skoðunar, og
miða alla mína vinnu í ráðuneytinu við kosningar í haust, vegna fallinna orða fyrr í vor.
Ánægjan yrði samt meiri ef unnt væri að ljúka fleiri málum hjá mér.“
Haraldur Einarsson
„Eftir á að hyggja tel ég það eðlilegra að kjósa í vor. Mér finnst það
lýðræðislegra og eðlilegra að þessi meirihluti fái að klára þau verkefni
sem og þann tíma sem hann var kosinn til. Hins vegar að þá erum við búin
að gefa væntingar um að kjósa í haust. Það var gert á örlagatímum og á
miklu hraði. Útaf þeim væntingum mun ég styðja það að kjósa í haust ef að
við náum að klára mikilvæg mál.“
Líneik Anna Sævarsdóttir
„Ég tel að réttast væri að kjósa vorið 2017 eins og ráð var fyrir gert
við síðustu kosningar. Hins vegar er búið að ganga frá samkomulagi
um að kosið verði fyrr ef tekst að ljúka mikilvægum
málum sem ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa
unnið að allt kjörtímabilið og ég virði það.“
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra (svaraði ekki)
Hefur ítrekað lýst því yfir að gengið verði til kosninga í haust í samræmi
við samkomulag hans og Bjarna þess efnis.
Andvíg kosningum í haust:
Elsa Lára Arnardóttir
„Persónulega finnst mér ekki tímabært að ákveða kjördag. Horfa þarf
til þeirra verkefna sem ríkisstjórnin var kosin til að vinna að. Má þar
m.a. nefna húsnæðismálin, það er bættan leigumarkað og auðvelda
ungu fólki að koma þaki yfir höfuðið. Jafnframt þarf að klára aðgerðir
er varða verðtrygginguna og endurbætur á almannatryggingakerfinu.
Auk þessa þarf að fara í endurbætur á löggjöf um fæðingarorlof, það er
að hækka greiðslur og lengja fæðingarorlofið. Þetta eru þau brýnu verkefni sem horfa
þarf til og klára. Þegar þeim er lokið er tímabært að ganga til kosninga. Hvort sem það er
í haust eða síðar.“
Karl Garðarsson
„Ég tel að ríkisstjórnin eigi að sitja út kjörtímabilið og því eigi ekki að
kjósa í haust. Kosið var til þings til fjögurra ára, og engin ástæða til
að gera breytingar þar á. Minna má á að staða þjóðarbúsins hefur
sjaldan eða aldrei verið betri en í dag og að stjórnarflokkarnir hafa
mikinn meirihluta á þingi. Það eru vond skilaboð inn í framtíðina ef
stjórnvöld hverju sinni eiga sífellt að beygja sig fyrir háværum hópum
stjórnarandstæðinga, hvort sem það er innan þings eða utan.“
Silja Dögg Gunnarsdóttir
„Kosningar hafa þegar verið boðaðar í haust og ég á ekki von á að
forsvarsmenn stjórnarflokkanna gangi á bak orða sinna. Ég hefði
hins vegar kosið að slíkt loforð hefði ekki verið gefið á sínum tíma
þar sem árangur ríkisstjórnarinnar er framúrskarandi góður og ég
hefði viljað sjá þessa ríkisstjórn klára fjögurra ára kjörtímabil.“
Willum Þór Þórsson
„Forsætis- og fjármálaráðherra gáfu loforð um kosningar í haust en
háð því skilyrði að næðist að klára mikilvæg verkefni – það verður
þeirra að meta. Mín persónulega skoðun er sú að þessi ríkisstjórn ætti
að klára kjörtímabilið. Það er búið að bregðast myndarlega við upp-
lýsingaleka Panamaskjalanna og þá vísa ég til starfshóps ríkisstjórnar-
innar og skýrslu efnahags- og viðskiptanefndar. Þessi ríkisstjórn hefur
myndarlegan meirihluta, réttkjörinn, og er með fjölmörg mikilvæg mál í farvatninu.
Tíminn til þess að klára mikilvæg mál er mjög knappur m.t.t. kosninga í haust. Ég nefni
húsnæðismálin, verðtrygginguna, fæðingarorlofsmál og fjölmörg mál á borði efnahags-
og viðskiptanefndar.“
Þorsteinn Sæmundsson
„Ég var kosinn til setu á Alþingi vorið 2013 og er umboð mitt til
fjögurra ára. Ég tilheyri stjórnarmeirhluta sem samanstendur af 38
þingmönnum. Nýlokið er atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórn
Sigurðar Inga Jóhannssonar sem var felld. Stór mál sem skipta
þjóðina miklu máli bíða afgreiðslu á Alþingi. Lögum samkvæmt þarf
sitjandi ríkisstjórn einnig að leggja fram fjárlög næsta árs. Af framan-
sögðu má ráða að ekkert kallar á stytt kjörtímabil og kosningar að hausti.“
Ásmundur Einar Daðason
„Eðlilegast væri að kosningar færu fram á hefðbundnum tíma að
vori. Hins vegar hefur verið talað um að þjappa saman starfi þingsins
þannig að hægt verði að kjósa fyrr. En það er mikilvægt að afgreiða
mál sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja áherslu á áður, þarna má t.d.
nefna húsnæðismál, mál tengd verðtryggingu o.fl. Ég tel að hægt sé að
klára stór mál og þar með væri hægt að flýta kosningum en tíminn verður
að leiða í ljós hvort þetta tekst.“
Páll Jóhann Pálsson
„Málið er að ég er persónulega á móti því að flýta kjörtímabilinu vegna
þess að það eru mörg mikilvæg mál sem þarf að klára og það væri betri
bragur á því að taka þann tíma sem þarf í að vinna þau vel. Auk þess
ruglar það allri vinnutilhögun sem er í mörgum tilfellum í mjög föstum
skorðum, svo sem fjárlagafrumvarpið sem á að vera þingmál númer
eitt á hverju hausti og verður að klárast fyrir áramót, einfaldlega svo
hægt verði að borga reikninga og stjórnsýslan hafi fjárheimildir til sinna
hefðbundnu útgjalda.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður
Framsóknarflokksins (svaraði ekki)
Lítur svo á að stjórnarandstaðan hafi gert það sem hann kallar tilboð
ríkisstjórnarinnar um kosningar í haust að engu með því að leggja
fram vantrauststillögu. Sigmundur lýsti því í viðtölum á sunnudag að
hann telji ekki liggja á kosningum.
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra (svaraði ekki)
Sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut að hann hafi verið og
sé enn mótfallinn því að kjósa í haust. Kjósa eigi næsta vor.
Sjálfstæðisflokkurinn
Fylgi skv. nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup: 27%
Fylgjandi kosningum í haust:
Elín Hirst
,,Ég er fylgjandi því að ganga til kosninga í haust. Ég tel að mínum flokki verði vel tekið í þeim kosningum og dæmdur
af góðum verkum sínum þar sem stöðugleiki, skuldastaða almennings, skuldastaða ríkisins, hallalaus fjárlög,
skattalækkanir, kaupmáttaraukning, afnám hafta og fleiri stórmál bera hæst.“
Ragnheiður Ríkharðsdóttir Ragnheiður sagði í svari sínu við
fyrirspurn DV að hún væri fylgjandi kosningum í haust.
Jón Gunnarsson
„Ég er sammála niðurstöðu forystumanna stjórnarflokkanna.“
Ásmundur Friðriksson
„Ég var kosinn á þing til fjögurra ára og hefði kosið að ljúka því tímabili. Nú hefur verið ákveðið að kjósa í haust
og ég mun styðja þann framgang. Þeir stjórnmálaflokkar sem treysta kjósendum með opinni lýðræðislegri leið
til að velja fólk á framboðslista sína eru þegar búnir að ákveða prófkjör í lok sumars eins og flest kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins hafa gert vegna kosninganna sem verða væntanlega í lok október. Ég tel að
enginn ætti að efast, þótt skoðanir séu eðlilega skiptar.“
Haraldur Benediktsson
„Hef ekkert við haustkosningar að athuga enda búið að lýsa því yfir að þær verði.“
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra (svaraði ekki)
Þegar samkomulag náðist um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf lýsti Bjarni því yfir 6. apríl að stigin yrðu viðbótarskref
„til að mæta kröfum um að virkja lýðræðið í landinu“ og koma til móts við þá stöðu sem myndast hafði með því að stefna á
að halda kosningar í haust og stytta þar með kjörtímabilið um eitt löggjafarþing.“ Dagsetningin myndi ráðast af framvindu
mála. Bjarni hefur einnig lýst því yfir að hann hlakki til að leggja árangur ríkisstjórnarinnar fyrir dóm þjóðarinnar.
Unnur Brá Konráðsdóttir (svaraði ekki)
Greiddi atkvæði með tillögu stjórnarandstöðunnar um þingrof og kosningar þann 8. apríl. „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn
sem og þjóðin öll hafi hag af því að fara í kosningar.“
Andvíg kosningum í haust:
Sigríður Ásthildur Andersen
„Það þurfa að vera mjög sérstakar ástæður fyrir því að rjúfa þing og senda lýðræðislega kjörna þingmenn heim áður en 4
ára umboð þeirra skv. stjórnarskrá rennur út, þegar til staðar er góður þingmeirihluti ríkisstjórnar. Það er umhugsunarefni
hvort að slíkar aðstæður hafi verið fyrir hendi þegar hugmynd um kosningar í haust var fyrst nefnd. Meðal annars í þessu
ljósi greiddi ég atkvæði gegn þingsályktunartillögu stjórnarandstöðunnar um þingrof nú í vor.
Brynjar Níelsson (svaraði ekki)
Sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hringbraut að hann væri sammála Gunnari Braga Sveinssyni um að ekki ætti að kjósa
í haust. Fleiri væru þeirrar skoðunar innan Sjálfstæðisflokksins. Bætti þó við að trúlega væri engin leið önnur fær en að
ganga til kosninga í haust.
Þessi svöruðu ekki fyrirspurn DV
Fyrirspurn send á alla þingmenn og ráðherra stjórnarflokkanna í
tölvupósti 23. maí. Fyrirspurn ítrekuð 25. maí og 26. maí.
Sjálfstæðisflokkur: 13
Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Einar K. Guðfinns-
son, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Illugi Gunnarsson,
Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir,
Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason.
Framsóknarflokkur: 9
Eygló Harðardóttir, Frosti Sigurjónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Vigdís Hauksdóttir, Þórunn Egilsdóttir.
Spurt var: Ert þú persónulega fylgjandi eða andvíg/ur því að kjörtímabilið verði stytt og gengið verði til alþingiskosninga í haust, eins
og stefnt er að?