Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 26
Helgarblað 27.–30. maí 201622 Sport Svona er Mourinho á fyrsta tímabili n Kaupir marga, vinnur titla og skorar mörk n Þessu eiga stuðningsmenn Man Utd von á H ann byrjar með látum, eyðir háum fjárhæðum, kaupir marga leikmenn en skilar aftur á móti oft- ar en ekki titlum í hús á sínu fyrsta tímabili. Hinn ávallt um- deildi Jose Mourinho hefur ver- ið ráðinn knattspyrnustjóri enska stórveldisins Manchester United, sjö mánuðum eftir að hann var rek- inn frá Chelsea. Mourinho leys- ir Hollendinginn Louis van Gaal af hólmi sem lauk tímabilinu með því að vinna FA-bikarinn með United, hans eina titil á tveimur árum hjá félaginu. En hvers mega kröfuharðir stuðningsmenn Manchester United vænta af Mourinho, strax á fyrsta tímabili? Fyrir það fyrsta þá er ljóst að um- boðsmenn munu brosa sínu breið- asta yfir tíðindunum því Jose Mo- urinho hefur í gegnum tíðina keypt marga leikmenn þegar hann tek- ur við nýjum liðum. En hann hefur einnig unnið þrjá titla á sínu fyrsta tímabili með þrjú mismunandi lið. Fyrsta heila tímabilið hans með Porto í heimalandinu Portúgal tímabilið 2002/03 gerði hann liðið að meisturum. Það sama gerði hann hjá Chelsea tímabilið 2004/05 og Inter Milan 2008/09. Það setti hins vegar strik í reikn- inginn á ótrúlegum ferli Mourin- ho þegar hann tók við stórliði Real Madrid. Tímabilið 2010/11 lenti liðið í öðru sæti á eftir frábæru liði Barcelona. Hann stýrði liðinu þó til sigurs í spænska bikarnum. Titilinn tók hann ekki fyrr en á öðru tímabili í Madrídarborg. Endurkoman til Chelsea tímabil- ið 2013/14 skilaði ekki nema þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni en Mo- urinho landaði titlinum á öðru tímabili. Algjört hrun varð síðan hjá meisturunum á nýliðnu tímabili sem varð til þess að hann var rek- inn um miðjan desember síðast- liðinn. Síðan þá hefur hann látlaust verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United enda frammi- staða liðsins undir stjórn van Gaal allt annað en sannfærandi. Kaupir grimmt Nú er talað um að Mourinho fái 200 milljónir punda til að verja í nýja leikmenn. Minna má það vart vera enda sýnir sagan að hann er dug- legur að fá til sín leikmenn. Fyrir fyrsta heila tímabilið hans með Porto fékk hann 15 nýja leik- menn til liðsins á samtals 6,8 millj- ónir punda samkvæmt vefsíðunni transfermarkt.co.uk. Þar af fékk hann þrjá frá félaginu sem hann stýrði þar áður, Uniao de Leiria. Þegar hann tók fyrst við Chelsea fékk hann 10 nýja leikmenn til fé- lagsins sem kostuðu alls 99,3 millj- ónir punda. Meðal þeirra voru Di- dier Drogba, Ricardo Carvalho og Paulo Ferreira en inni í tölunni eru ekki leikmenn á borð við Arjen Robben og Petr Cech sem þegar hafði verið gengið frá kaupunum á áður en Mourinho tók við. Þegar hann tók fyrst við Inter keypti hann sjö leikmenn fyrir alls um 43,5 millj- ónir punda. Hjá Real Madrid keypti hann sex leikmenn fyrir rúmar 62 milljónir punda. Menn á borð við Angel Di Maria, Mesut Özil og Sami Khedira. Við endurkomuna til Chelsea fékk hann 11 nýja leikmenn til liðsins, fyrir sem nemur 97,8 millj- ónir punda. Kýs reynslu og aga En einmitt vegna þess hversu dug- legur hann er að rífa upp veskið og kaupa leikmenn hefur það loðað við Mourinho að hann gefi sjaldnast ungum leikmönnum séns. Nokkuð sem stuðningsmenn Manchester United hafa talsverðar áhyggjur af með nýstirni eins og Marcus Rash- ford og fleiri innanborðs. Mourinho gerir málamiðlanir í stórleikjum, sérstaklega í úrsláttar- keppni Meistaradeildarinnar þar sem hann fer vissulega varlega. En það ætti ekki að vera vandamál fyrir stuðningsmenn Manchester United sem voru vanir að sjá duglega leik- menn á borð við Ji Sung-Park, Darr- en Fletcher, John O‘Shea og Danny Welbeck notaða af þeim sökum í stórleikjum Evrópu. Mourinho leggur mikla áherslu á aga og skipulag í leik liða sinna og því hefur hann oft kosið reynslu fullmótaðra leikmanna fremur en unglingaliðsleikmanna. En því fer fjarri að hann hafi ekki gefið ungum leikmönnum tækifæri, þó að sumir hafi reyndar verið keyptir til félag- anna fyrir háar fjárhæðir. Samt rignir mörkum Ein háværasta gagnrýnin á Mo- urinho er þó að hann nái árangri en láti lið sín bara spila svo leiðin- lega knattspyrnu sem sé of varnar- sinnað. Á þessi gagnrýni rétt á sér? Skoðum málið. Á hans fyrsta tímabili hjá Chelsea hafði Mourinho úrval sóknar- og kantmanna að velja úr. Arjen Robben, Damien Duff, Joe Cole, Didier Drogba og Eiður Smári Guðjohnsen svo nokkrir séu nefnd- ir. Chelsea skoraði 72 mörk það tímabil, 14 fleiri en Manchester United og endurtóku síðan leikinn á því næsta þegar þeir vörðu titilinn. Hjá Porto skoraði ekkert lið meira á tveimur heilu tímabilum Mourin- ho þar. Inter Milan var markahæsta lið Serie A bæði árin hans á Ítalíu en hvergi rigndi mörkum eins og hjá Real Madrid undir stjórn Mourin- ho. Madrid skoraði ekki aðeins meira en 100 mörk í deild öll þrjú tímabilin undir stjórn Mourinho (102, 121, 103) heldur skoraði liðið fleiri mörk en Barcelona tvö þessara tímabila. Titilárið 2011/12 skoraði Real 121 mark í deildinni, sem enn er markamet La Liga. Ef sagan kennir okkur eitthvað þá mun Ed Woodward hafa í nógu að snúast í að semja við leikmenn í sumar, Manchester United mun vera í baráttunni um titla og mörkum gæti enn á ný farið að rigna í Leik- húsi draumanna, Old Trafford. n Úttekt þessi er byggð á umfjöllunum SkySports Mourinho á fyrsta tímabili Lið Árangur í deild Fjöldi nýrra leikmanna Kaupverð samtals Porto 1. sæti 15 6,8 milljónir punda Chelsea 1. sæti 10 99,3 milljónir punda Inter Milan 1. sæti 7 43,6 milljónir punda Real Madrid 2. sæti 6 62 milljónir punda Chelsea 3. sæti 11 97,8 milljónir punda Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „The Special One“ Jose Mourinho sést hér fyrir utan heimili sitt í Lundúnum þar sem fjölmiðlar sátu fyrir honum í aðdraganda þess að hann skrifaði undir hjá Man Utd. Mynd EPA Lét finna fyrir sér Jose Mourinho kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina með Chelsea og vann tvo meistaratitla í röð. Myn d EPA Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.