Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 13
Helgarblað 27.–30. maí 2016 Umræða 13 Persónur og leikendur Flestir tengdir Sjálfstæðisflokki Benedikt Jóhannesson hef- ur staðið í stafni fyrir Við- reisn frá upphafi. Að stofnun flokksins hafa ásamt hon- um komið ýmsir frjálslynd- ir hægrimenn sem hafa verið hallir undir Evrópu- sambandsaðild Íslands. Ýmis nöfn hafa verið nefnd í þeim efnum frá árinu 2014. Jór- unn Frímannsdóttir, fyrrver- andi borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, hefur þannig komið að stofnuninni og tók hún sæti í stjórn Viðreisnar á stofnfundinum. Jórunn er ein þeirra sem yfirgaf Sjálf- stæðisflokkinn, vegna svika í Evrópumálunum, eins og það var orðað. Til umræðu var að Viðreisn byði fram í síðustu borgarstjórnarkosningum og var þá talað um að Jórunn myndi leiða það framboð. Af því varð hins vegar ekki. Sömuleiðis hefur fjárfestirinn Helgi Magnússon komið að stofnun Viðreisnar. Auk þeirra Jórunnar, Helga og Benedikts voru 13 manns kjörin í stjórn Viðreisnar. Þar eru nokkur kunn nöfn úr ýmsum geirum þjóðlífsins. Má þar nefna Daða Má Kristófersson, hagfræðing og forseta félagsvísinda- sviðs Háskóla Íslands, Vilmund Jósepsson, fyrrverandi formann Samtaka atvinnulífsins, Ásdísi Rafnar hæstaréttarlögmann og Jón Steindór Valdi- marsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins og formann Já Ísland. Segjast ekki á leið í Viðreisn Þá hafa ýmsir málsmetandi aðilar þráfaldlega verið orðaðir við Viðreisn. Hæst hafa borið nöfn tveggja fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þeirra Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Eyjuna vildi Þorgerður ekkert gefa út varðandi þennan orðróm utan það að hún hefði bara, rétt eins og ýmsir aðrir, fylgst með Viðreisn í fjöl- miðlum. Þegar Eyjan hafði svo samband við Þorstein sagði hann að hann hefði hvorki setið stofnfund Viðreisnar né á annan hátt komið nálægt flokknum. Hann væri ekki að hugsa um nein framboðsmál, hvorki þar né annars staðar. Þá hefur gengið sú saga að fulltrúar Viðreisnar hafi nálgast sitjandi þingmenn með það í huga að fá þá til liðs við flokkinn og jafnvel að stofna þingflokk á Alþingi fyrir komandi kosningar. Nafn Bjartar Ólafsdóttur, þingkonu Bjartrar framtíðar, hefur verið nefnt í þeim efnum. Þegar Eyjan hafði samband við Björt kannaðist hún hins vegar ekkert við neinar slíkar þreifingar og sagði að hún hefði ekki verið í neinum samskiptum við full- trúa Viðreisnar. Bjóða fram fléttulista Viðreisn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust. Ákveðið hefur verið að uppstillingarnefndir muni stilla upp listun- um. Ófrávíkjanleg regla er að kynjahlutföll verði í efstu sex sætunum og verður beitt fléttulistum til þess. Benedikt Jóhannesson segir að hann vonist til þess að Viðreisn fái nægilegt fylgi í kosningum til að ná lykilstöðu, svo ekki verði hægt að ganga framhjá flokknum við ríkisstjórnarmyndun. Til þess sé leikurinn gerður. Spurður hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi til þess að flokkurinn taki þátt í ríkisstjórn leggur Benedikt áherslu á að Evrópusam- bandsmálin verði kláruð. „Ég hef lýst því yfir að við munum ekki vinna með neinum flokki í rík- isstjórn sem ekki vill klára það með þjóðaratkvæðagreiðslu hvort haldið verði áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið.“ Neitar tengslum við Hringbraut Fullyrt hefur verið að Viðreisn sé tengd sjónvarpsstöðinni Hringbraut traustum böndum. Þannig hefur því verið haldið fram að Helgi Magnús- son hafi verið fjárhagslegur bakhjarl stöðvarinnar, en eins og nefnt er hér að ofan er Helgi einn af þeim sem unnið hafa að stofnun Viðreisnar. Þá hefur vakið athygli að í pistlaskrifum gervimannsins Ólafs Jóns Sívertsen á Hringbraut, sem ekki hefur fengist gefið upp hver skrifar fyrir, hefur ver- ið að finna mjög ákveðinn áróður fyrir Viðreisn. Benedikt Jóhannesson vildi í samtali við Eyjuna hins vegar ekkert kannast við nein tengsl Við- reisnar við Hringbraut. Er bíllinn klár fyrir sumarið? Við einföldum líf bíleigandans Ferðabox Reiðhjóla- grindur Þverslár lækningar og sálfræðiþjónusta tekin inn í almannatryggingakerfið. Viðreisn lýsir vilja til þess að kost- ir fjölbreyttari rekstrarforma verði kannaðir og er augljóslega verið að tala fyrir aukinni aðkomu einkaaðila að heilbrigðisþjónustu. Vilja taka upp evru Stjórn efnahagsmála á að hafa að markmiði að tryggja stöðugleika og jafnan hagvöxt, segir í stefnu Við- reisnar um efnahagsmál. Flokk- urinn vill að gengi krónunnar verði fest og til lengri tíma litið skuli stefnt að upptöku evru með stuðningi Seðlabanka Evrópu. Viðreisn vill líka að innflutnings- hömlur á landbúnarvörum verði aflétt í áföngum og að samkeppnis- lög gildi um allar greinar, þar með talinn landbúnað. Þá er í stefnunni lýst vilja til að einfalda skattkerfið. Þannig eigi virð- isaukaskattur að vera eins almennur og mögulegt sé og minnka eigi vægi tekjuskatts. Skera á upp herör gegn kennitöluflakki og skattsvikum, þar með töldum aflandsskattsvikum. Vestræn samvinna, Evrópusam- starf og NATO hornsteinar Hvað varðar utanríkisstefnu þá skal hún, að mati Viðreisnar, byggj- ast á samstarfi vestrænna ríkja, evrópsku samstarfi og norrænu samstarfi. Sömuleiðis skuli utan- ríkisstefnan byggja á aðild að Sam- einuðu þjóðunum og vestrænu frið- ar- og öryggisstarfi. Sérstaklega er fjallað um Evrópu- samvinnu og segir að hagsmunir Ís- lands séu samofnir hagsmunum Evrópuríkja á flestum sviðum, þar á meðal menningar, efnahags og við- skipta. Aðild að Evrópusambandinu fylgi margir kostir sem styrki stöðu Íslands og efli hagsæld. Því eigi, líkt og segir í grunnstefnunni, að bera það svo fljótt sem auðið er undir þjóðaratkvæði hvort ljúka eigi að- ildarviðræðum við Evrópusam- bandið. Ef það er vilji þjóðarinnar að ljúka aðildarviðræðum verði niður- staða þeirra samninga einnig bor- in undir þjóðina. Báðar þessar at- kvæðagreiðslur skulu vera bindandi. Þá segir að Ísland eigi að vinna að því að tryggja frið og öryggi í heim- inum í samstarfi við vestrænar lýð- ræðisþjóðir. Sérstaklega er tiltekið að það skuli gert á vettvangi NATO og með varnarsamningnum milli Ís- lands og Bandaríkjanna. Breyta á landbúnaðarkerfinu Hvað varðar atvinnumál er miklu púðri eytt í almennar yfirlýsingar um nýsköpun og frumkvöðla- starf, virka samkeppni og hagfelld- an ramma utan um atvinnumál af hálfu ríkisvaldsins. Einnig er vikið sérstaklega að ákveðnum atvinnu- greinum. Þar er meðal annars lögð áhersla á innviða-uppbyggingu til að nýta tækifæri og hámarka arð- semi ferðaþjónustu. Í landbúnaðarmálum vill Við- reisn að almenn samkeppnissjónar- mið ríki innan greinarinnar. Afnema skuli innflutningshöft og tolla á landbúnaðarvörur. Framleiðslu- tengdir styrkir verið afnumdir og beinum styrkjum verði fremur beitt. Þá er lögð áhersla á að beita skuli al- mennum aðgerðum í byggðamál- um fremur en sértækum. Sérstak- lega eigi þetta við um uppbyggingu innviða líkt og vegakerfis og sam- göngumannvirkja, raforku- og fjar- skiptakerfa. Viðreisn vill að námstími á grunn- og framhaldsskólastigi verði styttur og boðið verði upp á fjölbreytt- ara nám. Gera þurfi skapandi og starfstengdu námi hærra undir höfði. Þá verði einstökum menntastofnun- um veitt frelsi og svigrúm til að vinna innan skýrra markmiða og ramma sem settur verði um starfsemi menntastofnana. Allir skuli hafa jöfn tækifæri til háskólanáms og skulu skólagjöld og námslán taka mið af því. Kjör námslána taki mið af náms- hraða, árangri og framgangi í námi. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.