Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 19
Afþreying
Kynningarblað
Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is
27. maí 2016
Bráðskemmtileg
íþrótt í náttúrunni
Haukur er nýkominn af móti í London og er á leið á EM í folfi í ágúst
F
risbígolf, eða folf, er að fær-
ast í vöxt hér á landi enda
einstaklega skemmtileg
íþrótt. Fyrir þá sem ekki vita
er frisbígolf leikið á svipaðan
hátt og venjulegt golf en í stað golf-
kylfa og golfbolta nota leikmenn
frisbí diska. Haukur Árnason féll fyrir
íþróttinni fyrir um áratug og rekur nú
Frisbígolfbúðina í Hafnarfirði.
„Ég rak mig strax á að enginn var
að selja diska og gekk í það að bæta
úr því. Allar götur síðan hef ég flutt
inn diska, töskur, körfur og jafnvel
heilu vellina. Ég hef orðið talsverða
reynslu af vallarhönnun enda komið
að hönnun á nokkrum,“ segir Haukur.
Hjá Hauki er hægt að versla á
netinu og fá sendar hágæða græjur
hvert á land sem er. Frisbígolfbúð-
in stendur einnig fyrir hópatilboð-
um þar sem þér og þínum hópi gefst
kostur á að læra íþróttina.
„Ég hef ekki lengur tölu á þeim
fjölda vinnustaðahópa, gæsapartýa,
steggjapartýa, afmælisbarna og
fólks á öllum aldri sem ég hef tekið
á móti á vellinum, lánað diska, kennt
grunntökin og hjálpað við að stíga
fyrstu skrefin. Það er alltaf jafn gam-
an,“ segir Haukur sem er nýkom-
inn heim frá Lundúnum með folf-
hópi sem krækti sér í gull, silfur og
tvö brons. Hann er svo á leiðinni til
Finnlands í ágúst á Evrópumeistara-
mótið í frisbígolfi.
„Ég reyni að fara á sem flest mót
erlendis, enda hin besta skemmtun
og mjög lærdómsríkt. Evrópumeist-
aramót, British Open, Copenhagen
Open, Króatía, Belgía og Holland,
allt bara gaman. Ef þú ert að spá í að
leggja land undir fót og bregða þér
á mót erlendis þá er auðsótt mál að
miðla af reynslu minni.“
Ódýrt og umhverfisvænt sport
Íþróttina er hægt að rekja til átt-
unda áratugsins og á það sameig-
inlegt með venjulegu golfi að reynt
er að klára hverja holu í sem fæst-
um köstum. Folfdisknum er kastað
frá teigsvæði í átt að skotmarki
sem er „holan“. Þessi hola getur ver-
ið mismunandi en oftast er um að
ræða sérsmíðaðar körfur. Leikmenn
taka hvert kast frá þeim stað þar sem
diskurinn lenti síðast. Hæðir, hólar,
tré o.fl. sem finna má úti um allan
völlinn eru leikmönnum áskorun og
hindrun í tilraunum
þeirra við að koma disknum í körf-
una. Loks endar „púttið“ í körfunni
og þeirri holu er þá lokið. Frisbígolf
á sameiginlega gleðina og spennuna
sem finna má í hefðbundnu golfi,
hvort sem það er við að lenda löngu
pútti í holu eða við það að lenda á tré
miðja vegu niður flötina. Nokkur at-
riði eru þó frábrugðin. Hvergi þarf að
borga fyrir að spila frisbígolf nema í
mesta lagi fyrir diskaleigu. Auk þess
þarf ekki að leigja eða kaupa mikinn
búnað.
Að setja upp frisbígolfvöll
kostar ekki nema örlítið brot af
kostnaði miðað við t.d. fótbolta-
völl eða leiktækjavöll, hvað þá
hefðbundna golfvelli þar sem
þarf að leggja í miklar lands-
lagsbreytingar með tilheyrandi
jarðraski og röskun á gróðri og
dýralífi á svæðinu. Frisbígolfvell-
ir nota náttúrulegt umhverfi. Tré
og runnar eru notuð sem nátt-
úrulegar hindranir og eru sjaldan
rudd eða söguð vegna hönnunar
slíkra valla.
Í dag eru fjölmargir staðir á
landinu þar sem hægt er að leika
folf. Fyrir utan þá fimm velli sem
búið er að setja upp þá eru stakar
körfur að finna víða. Stærsti völlur-
inn í dag er í Grafarvogi með 18
holum. Þeir sem eiga ekki enn disk
geta í mörgum tilvikum fengið þá
lánaða á sumum völlum. n
Frisbígolfbúðin
Tjarnarbraut 21,
220, Hafnarfjörður
sími. 847-1165
frisbigolf@frisbigolf.is
www.frisbigolf.is